Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 75

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.1998, Blaðsíða 75
Stýrimannaskólinn Fær GMDSS fjarskipta- samstæðu frá SKANTI Á myndinni eru, frá vinstri: Guðjón Ármann Eyjólfsson skólameistari, Jón Steinar Árnason annar eigandi Sjólistar, bræðurnir Guðni og Guðmundur Gunnarssynir frá Sínus ehf, sem annast þjónustu á Skanti-tækjum og Ásgeir Sigurvinsson eigandi Sjólistar ehf. ásamt Jóni Steinari. Fyrirtækið Sjólist ehf. hefur nú afhent Stýrimannaskólan- um í Reykjavík nýja GMDSS fjarskiptasamstæðu frá Skanti fyrirtækinu í Danmörku sem notuð verður við kennslu. Samkvæmt alþjóðalögum verða öll íslensk skip sem eru 24 metrar eða lengri að vera búin GMDSS fjarskiptastöðv- um frá og með 1. febrúar 1999. Þá verður hætt að nota núverandi neyðarbylgju, sem er á 2182 Mhz, en í stað henn- ar kemur bylgja 2187,5 í GMDSS kerfinu (alþjóðlega neyðar- og öryggisfjarskipta- kerfinu). GMDSS fjarskipta- kerfið er eitthvert mesta örygg- istæki sem sjómenn hafa feng- ið fyrr og síðar. Með tilkomu þess á að vera tryggt að neyð- arsendingar berist hratt og ör- ugglega til jafnt strandstöðva sem nærstaddra skipa. Sem dæmi um virkni GMDSS kerfisins má nefna að skip sem statt er í neyð á haf- svæði A-3, en það eru haf- svæði sem eru í meir en 200 sjómílna fjarlægð frá landi, sendir út fjórfalt neyðarkall. Búnaðurinn sendir út á metra- bylgju (VHF), milli- og stutt- bylgju og að lokum er sent út í gegnum neyðarbauju sem skipin eru útbúin. Fjarskiptasamstæðan sem Stýrimannaskólinn hefur feng- ið frá Skanti nefnist SKANTI Combridge GMDSS. Sam- stæðan samanstendur af 500 watta stutt- og millibylgju- stöðvum með innibyggðu tel- exi, tölvu, lyklaborði, prentara °g stafrænu valborði. Enn- fremur er i samstæðunni standard -C gervitunglatelex með tölvu, prentara og lykla- borði (IMO). Þá eru í samstæð- unni tvær VHF talstöðvar með stafrænu vali. Önnur er inni- byggð í aðalsamstæðu en hin er sjálfstæð eining. Að auki fylgja GMDSS samstæðunni spennugjafar og hleðslutæki. Fjarskiptabúnaður frá Skanti í Danmörku hefur verið í notk- un um borð í íslenskum skip- um frá því um 1970 og er hann nú í miklum fjölda íslenskra skipa. Mörg nýjustu og öflug- ustu skipin eru með búnað frá Skanti. Meðal þeirra skipa sem nú þegar er útbúið GMDSS fjarskiptabúnaði frá Skanti er Helga RE 49. Viðar Benediktsson skip- stjóri á Helgu segir að þessi búnaður hafi reynst ákaflega vel. „GMDSS talstöðin frá S- kanti er mikið auðveldari í notkun en eldri talstöðvar sem ég hef unnið með,” segir Viðar. Viðar segir að þeir á Helgu séu með 100 bylgjulengdir og að auki strandstöðvarnar í minni, þannig að lítið þurfi að stilla þegar byrjað sé að vinna með tækin. „Stöðin er mjög skýr og langdræg. Sem dæmi má nefna að það hefur komið fyrir að við höfum fengið GMDSS neyðarköll sem hafa verið send út hinumegin á hnettinum, eins og í Kyrrahafi,' SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.