Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 19

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1998, Blaðsíða 19
ntdn íír Aclmi Þrettán skipverjar á rúmenska flutninga- skipinu Smirdan hafa hafst við um borð í skipi sinu á alþjóðlegu hafsvæði undan Singapúr síðan í janúar 1997. Skipið, sem er i eigu Navrom og var nefnt í listanum yfir verstu skipafélög í heimi, hafði strandað í Malacca áður en því var siglt áleiðis til Singapúr. Þegar þan- gað kom neituðu þar- lend yfirvöld skipinu að koma inn í lögsögu þeirra nema að fyrir lægi trygging fyrir tjóni sem það gæti valdið sem afleiðingu af strandi þess. Þetta gat útgerðin ekki upp- fyllt sökum peninga- leysis og því var skip- inu lagt utan lögsög- unnar. Löng rifa er á skipinu fyrir ofan sjó- línu og höfðu skip- verjarnir steypt í hana til að koma í veg fyrir að skipið sykki. Farmur er í skipinu sem eru soya- baunir en sjálf- íkveikja hefur orðið tvisvar í farminum sem varð til þess að áhöfnin kaus að hafa lestarlúgur opnar. Þá fór farmurinn að úldna og nú er yfir skipinu mikill ammoniaks- fnykur sem er orðinn skaðlegur áhöfninni. Ekki eru þó miklar líkur á að áhöfninni verði komið til hjálpar því skipið er ekki í kyrrsetningu og því ekki hægt að yfirgefa það og óttast menn að það eina sem geti komið áhöfninni til hjál- par er að skipið sökkvi þar sem ástand þess er orðið mjög alvar- legt. ■ Tvær smáfréttir Árekstur Það er ekki bara þoka og snjóbyljir sem geta valdið van- dræðum til sjós. Nýlega varð árekstur milli sementsflut- ningaskipsins Nafto Cement Two og Paros í Súezskurði og ástæðan var gífurlegur sand- stormur sem skipin lentu í. Ekki urðu þó miklar skemmdir á skipunum. ■ Öflug útgerð Ekki er að frændum okkar Dönum að hæða þegar kemur að siglingum. Stærsta kaup- skipaútgerð Dana A.P. Möller pantaði í júní s.l. 14 gámaskip, fjögur 4.300 TEU frá Kóreu, fjögur 2.200 TEU frá Taiwan og sex 3.700 TEU frá sinni eigin skipasmíðastöð í Odense. Engin smá pöntun á einu bretti. ■ Ve kindi á farþega- skipum Farþegaskipið Regal Princess varð að hætta siglingum í júní s.l. þar sem skipið var i Bresku-Kól- ombíu eftir að 300 farþeg- ar og skipverjar höfðu sýkst í þremur ferðum í röð af vírus sem oraskaði niðurgang og hitasótt. Veikin herjaði venjulega f einn til tvo daga og var I fyrstu talið að um matar- eitrun hafi verið að ræða. Eftir ítarlega rannsókn benti ekkert til þess en talið var að einhverjir far- þegar hafi komið með sýk- ina um borð. Á skipinu er 700 manna áhöfn og getur það flutt 1.600 farþega. ■ Meiri veikindi Það eru fleiri farþega- skip sem hafa átt í vanda vegna veikinda. Breska farþegaskipið Edinburgh Castle, sem er 32.000 tonn að stærð, varð einnig að hætta siglingum tímabundið eftir að bakt- eríur sem valda herman- naveiki fundust í vatni skipsins. 800 farþegum og 400 skipverjum var smalað í land og var þeim sagt að leita læknishjálpar ef þau yrðu vör einhverra ein- kenna innan 10 daga, s.s. niðurgang, höfuðverk, hita og hósta. Slíkur ófögnuður um borð í skemmtiferða- skipi getur verið dýrkeypt- ur því 900 afpantanir bár- ust í kjölfarið. ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.