Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 22
Steindór Andersen formaður á Iðunni og formaður í Iðunni Steindór á tónleikum með Sigur Rós sem haldnir voru á Gauki á Stöng. Með honum á mynd- inni er Jónsi, söngvari sveitarinnar. Fyrir um tíu árum var Steindór Andersen sjómaður að leita að heimildum um nafnið Eleseus en það sama nafn bar gamall trillu- karl sem Steindór réri með um tíma. Þessi leit bar hann áfram til rímnakveðskapar og kvæðamanna. Síðastliðin tvö ár hefur Stein- dór verið formaður Kvæðamannafélagsins Iðunnar. Ásynjan Iðunn, kona Braga og sú sem gætti eplanna fyrir æsina, kemur víðar við sögu í lífi Steindórs því hann á eina dótt- ur með því nafni og hefur átt þrjár trillur sem allar hafa verið nefndar Iðunn. „Það var röð tilviljana sem varð til að ég kynntist kvæðamannafélaginu. Fyrir mörg- um árum var ég til sjós með manni ættuðum úr Arnarfirði sem skírður var Eleseus. Ég vildi kanna hvernig þetta nafn var tilkomið en þóttist vita að það ætti sér stoð í biblíunni. „Oft veltir lítil þúfa þungu hlassi,“ segir Steindór þegar hann rekur aðdragandann að formennskunni í kvæðamannafélaginu. Eftir að hafa spurt nokkra presta án þess að fá svör sneri Steindór sér til Þóris Kr. Þórðarssonar prófessors í guðfræði við H.I. Hann gat leitt hann áfram til kvæðis Einars í Eydölum sem ort var árið 1627 þegar Tyrkir hrelldu land- ann og hnepptu í þrældóm. Kvæði Einars er dróttkveðið og fjallar um Eleseus sem reynd- ar er sá hinn sami og Elísa spámaður. Staf- setning nafnsins fer eftir biblíuþýðingum. Skömmu síðar rakst Steindór á nafnið Eles- eus í riti Rímnafélagsins, Rímnatali,sem hann hafði Iöngu áður eignast, fyrir tilviljun. Þar er vísað til rímna af Eleseusi spámanni sem ortar voru af Guðmundi Erlendssyni, presti á Felli í Sléttuhlíð. Þær rímur var að- eins hægt að finna í handriti á Landsbókasafni.Þangað fór Steindór. Maður hvíslaði að mér „Til að geta ráðið í letur rímnahandrita er afskaplega notadrjúgt að kunna einhver skil á bragfræði. Reglur bragfræðinnar, rím og stuðlasetning, leiða mann einhvernvegin í gegnum þetta á þægilegan hátt. Maður nokkur, hvíslaði því að mér, að sumir segðu lítið varið í að lesa rímur, það þyrfti að heyra þær kveðnar. Ég hafði heyrt kvæðamannafé- lög nefnd, og þurfti ekki að leita langt, því nágranni minn er formaður Kvæðamannafé- lags Hafnarfjarðar. Ég gekk í félagið en síðar í Kvæðamannafélagið Iðunni og er nú í báð- um félögum,“ segir Steindór. En hvað er það sem Steindór fann í kvæða- 22 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.