Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 23

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 23
Góðglaðir fiskimenn mannafélögum, þá hálffertugur maður- inn. Mörgum finnst svona rímnakveð- skapur heldur gamaldags ef ekki forn. „Ég hef alla tíð haft ánægju af bókum. A þessum tíma var ég á frystitogaranum Venusi og fyrir hvert úthald bar ég um borð nokkra tugi bóka og notaði frí- stundirnar til lestrar. Ég hef nefnilega aldrei náð þessu vídeoglápi, finnst það heldur leiðinlegt og óþarft. Ég held að skipsfélögum mínum hafi fundist ég klikkaður einsog venjulega þegar ég fór að hella mér í rímurnar," segir Steindór og hlær. Hann er sennilega vanur að vera álitinn öðruvísi. YRÐI þÁ BARA JAFNBLANKUR Það hefur alltaf verið sagt um sjó- mennskuna og ekki síst frystitogarana að kallarnir geti lítið sinnt félagsstörfum í landi. Steindór segir það alveg rétt enda hellti hann sér ekki út í félagsstörfin fyrr en hann hætti á Venusi. „Það var ekki kvæðaáhuginn sem fékk mig til að hætta,“ segir hann. „heldur sú staðreynd að ég vann mikið og þénustan var góð. Hins vegar hafði ég lag á að vera alltaf skítblankur þrátt fyrir það. Ég á- kvað því að kaupa trillu en það var nokk- uð sem ég hafði ætlað mér lengi. Ég yrði þá bara jafnblankur og fyrr en með meiri tíma fyrir mig og fjölskylduna. Sá sem er langdvölum á sjó hættir nefnilega að þekkja börnin sín. Það er verra.“ Formlega gekk Steindór í Kvæða- mannafélagið Iðunni árið fyrir sjö árum. (Hringhendar langhendur m.m.) Djúpt nú halda drengir góðir, deigir sjaldan eru þeir. Finna aldrei fiskaslóðir, fátt mun valda, öðru meir. Úti á miðum kaldir kallar keppast við að fanga þorsk. Golan sniðug glettu brallar, glottir liðug aldan spotsk. Aldan káta upp sig reisir undir bátinn lyfta fer, með ærslalátum einsog Geysir er hann státinn leikur sér. Hart á borðin bæði lemur bylgjan orðin há við sand. Þegar norðankaldinn kemur, kappar forða sér í land. Best er innvið bryggju'að liggja bölvuninni linnir þar. Helst um sinn þeir hyggjast þiggja hættur minni inni á bar. Allt með tölu bölið bæta bægja kvölum illum frá. Veitir ölið svölun sæta sannast hölum þessum á. Steindór Andersen. Vilja bága bæta hagi býsna knáir veiðimenn. Veðurspáin var í lagi; vert er þá að róa senn. Umsögn um tónleika Steindórs og Sigur Rósar Steindór og Sigur Rós konui fram á Stefnumóti Undirtóna sem haldið var á Gauki á Stöng þann 9. febrúar. Tveinuir dögum síðar birtist gagnrýni Árna Matth- íassonar < Morgunblaðinu undir heitinu „Þjóðlegt, alþjóðlegt og óþjóðlegt“. Árni fjallar um frammistöðu hverrar hljómsveitar og skefur ekki utan af því þegar kemur að Sigur Rósu og Steindóri. „Tónleikar Sigur Rósar eru jafnan merkileg upplifun og gaman að sjá hverju sveitin verður öflugri með hverjum deginum. Þegar kornið var fram í þriðja lag, lag með torskildu heiti, gekk allt fullkomlega upp með torkenni- legu flæði framandlegra menningarstrauma; þjóðlegt, alþjóðlegt og óþjóðlegt í senn. Hæst reis lagið þegar rímnamaðurinn Steindór Andersen sté á svið og flutd rímu eftir Sveinbjörn Beinteinsson af yfirvegaðri smekkvísi; hann kont inn í lagið á ná- kvæmlega réttum stað og fléttaði saman við hljómastrauminn, mótaða bjögun og arabískar raddir. Þótt næstu lög á eftir hafi verið afbragð hlaut allt að hverfa nánast í skuggann af frábæru miðlagi tónleikanna." Sannarlega frábærir dómar það hjá Árna um framgöngu trillukarlsins Steindórs. Fólk í fréttum Með þessum dómi og framgöngu þótti ástæða til að hafa spjall við Steindór i Morgunblaðinu þann 16. febrúar. Þar segir Steindór frá því hvernig samstarf þeirra félaga kom tii. Það var Eva María hjá Sjónvarpinu sem fékk Steindór til að kenna söngvara Sigur Rósar eina stemmu. Það varð til þess að Steindór fór með stemmur í þættinum og Sigur Rós spilaði undir. Eftir þetta varð til samstarf sem enn er í full- um gangi og á sjálfsagt eftir að blómstra. STEMMUR í FLUGSKýLI Seint í febrúarmánuði kom Steindór og Sigur Rós fram á stórtónleikum Gus Gus í flugskýli 4 á Reykjavíkurflugvelli. Það er nú ekki oft sem Gus Gus félagar koma fram hérlendis enda hefur hópurinn nóg að gera í útlöndum. Þetta munu hafa ver- ið magnaðir tónleikar eftir því sem blöð sögðu frá. í urnsögn Dr. Gunna í Fókus má lesa eftirfarandi: „Lög Sigur Rósar eru einföld og löng með kraftmikilli uppbygg- ingu og í hápunktinum fer Jónsi léttilega upp á háa C-ið og skrækir og hamast á fiðluboganum. Þá er gaman. Einnig var gaman að sjá skeggjaða karlinn (innsk. Steindór) kveða í byrjun.“ Það verður forvitnilegt að sjá hvort íslenskan stemman fær umsögn úti í hinum stóra heimi því Gus Gus fylgdu hingað til lands fjöldi blaðamanna frá erlendum músíkblöðum. ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 23
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.