Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 33
,/sLi. urðunum því þar liggja tekjurnar. Stofnarnir verða að vera í sæmilegu ástandi svo horfur séu á að þeir skili upp í kostnað við endurnýj- un. En það er orðin meiri hreyfing í þá átt að stækka skipin,“ sagði Jónas. Guðlaugur Jónsson skipstjóri segist óttast að við séu búnir að missa af lestinni varðandi umtalsverða endurnýjun. „Þegar verðið á mjölinu fór að hækka mikið hefði verið gam- an að vera komnir með ný skip. Verð á mjöli var mjög gott á síðasta ári. Við þurfum raun- verulega ekkert betri flota en við höfum ef við ætlum bara að vera áfram í síld og loðnu og ekki vinna afurðir til manneldis. Það þarf ekki að breyta skipum eins og Jóni Kjartans- syni og Hólmaborg miðað við óbreyttan rekstur. Það gerast ekki betri skip til loðnu- og síldveiða. En ef við ætlum að auka gæðin þarf að endurnýja flotann. Ég vildi vissulega sjá fleiri skip eins og Óla í Sandgerði. Aflinn upp úr skipum með kælilestum og góðum búnaði er allt annar. Ég get nefnt sem dæmi að þegar við vorum í síldarsmugunni á Elliða í fýrra kældum við aflann og fengum hann í hágæðamjöl meðan Höfrungur við hliðina á okkur, sem var jafn lengi úti eða styttra, fór með allt sitt í gúanó,“ sagði Guðlaugur. Of seinir í kolmunnann Guðlaugur Jónsson drap líka á athyglisvert atriði þar sem eru kolmunnaveiðar. „Við þurfum önnur skip til að stunda kolmunnaveiðar sem nú er mikið talað um. En þar er sá hængur á að rætt er um að setja kvóta á þær veiðar áður en langt um líður. Þar sem við höfum ekki aflað okkur veiðireynslu á kolmunnann er hætta á að þar séum við búnir að missa af lestinni. Það má búast við að lítið komi í okkar hlut. Þegar menn fara að fjárfesta í skipum sem kosta 800 milljónir og upp í milljarð en ná kannski ekki aflaverð- mæti nema upp á þrjú til fjögur hundruð milljónir er ólíklegt að dæmið gangi upp,“ sagði Guðlaugur. Björgvin Ólafsson tók undir með Guð- laugi og sagði að við værum að missa af mögulegum kvóta á kolmunna og makríl. Jónas Haraldsson var sömuleiðis þeirrar skoðunar að það kæmi í bakið á okkur að hafa ekki aflað okkur veiðireynslu á kolmunna. En við þær veiðar þyrfti aðra gerð af skipum með mun meiri vélarorku. „Menn hafa viljað draga lappirnar varð- andi kvóta á kolmunnann svo við gætum náð meiri reynslu áður kvóta verður úthlutað. En það eru aðrar þjóðir sem hafa veitt kolmunna árum eða áratugum saman og hafa engan á- huga á að hanga eftir einni þjóð sem vill nú fara að skapa sér reynslu. Eðlilega vilja aðrir bara skipta og hafa meira út úr því sjálfir. Maður veit ekki hvað gerist en þarna stönd- um við óneitanlega höllum fæti,“ sagði Jónas Haraldsson. ■ Texti: Sœmundur Guðvinsson. Oryggi í fjármálum er mikilvægt til þess að fjölskyldan geti áhyggjulaus notið lífsins. Greiðsluþjónusta Sparisjóðanna léttir þér fjármálavafstrið, gluggabréf heyra sögunni til og þú hefur mun betra yfirlit yfir fjármálin.jÞú getur valið milli þriggja leiðaí] Greiðsluþjónustu Sparisjóðanna: iGreiðsludreifing: Við gerum greiðsluáætlun fyrir árið og þú borgar jafnar mánaðarlegargreiðslur. [ StakargreiðsÍur:[Sparisjóðurinn greiðir fasta reikninga, s.s. hitaveitu-, fjölmiðla- og rafmagnsreikninga. [ Greiðslujöfnun: Komi til þess að greiðslur einstakra mánaða séu hærri en inneign þín lánar Sparisjóðurinn mismunmn. Greiðslujrjónusta Sparisjóðanna er þægileg og örugg leið til að ná jafnvægi í fjármálum þínum og heimilisins. SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.