Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 36

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 36
Siggi Bryn og Siggi skipstjóri. þar sem olíuþrýstingur fyrir kúplingu skrúfu- ássins hafði fallið nokkuð og var kominn nið- ur undir aðvörunarmörk. Sendi ég skeyti í land út af þessu og var sagt að hafa ekki á- hyggjur meðan olíuþrýstingurinn félli ekki meira sem hann ekki gerði. Ástæðan var slit og einnig hinn mikli hiti sem var þarna. Stórbaugssigling og 50°C Siglum við nú þvert yfir Bengalflóa og alltaf virtist hitna. Fjórða janúar förum við framhjá Sri Lanka í 20 mílna fjarlægð og sigl- um út á Indlandshaf. Sigld er svokölluð stór- baugsigling en með því vinnst töluverð vega- lengd. Er þá gert ráð fyrir kúlulögun jarðar- innar í stefnuútreikningunum. Þann 7. janúar halda Rússarnir upp á sín jól en höfðu lítið tilstand og enn minna hjá Valentínu súperkokk. Þennan dag fer hiti í 44 gráður og 30 gráður í sjó. Nær óbærilegt var niðri í vélarúmi en hiti þar fór í rúmar 50 gráður. Það vildi okkur til happs að Rússarn- ir höfðu látið setja upp litla kælingu í vakt- klefanum og var því þokkalega svalt þar. Öðru hvoru var skorin upp herör gegn kakkalökkunum og var nú miklu minna um þá en þegar við tókum við skipinu. Þó leist mér ekkert á þegar ég einn daginn tók eftir hvernig Valentína súperkokkur geymdi brauðin sem hún bakað í sérstökum skáp og vafði utanum þau blautu viskastykki. Þegar ég svo opna skápinn og lít inn í hann er held- ur betur líf þar inni og mikil veisla hjá vinum okkar, kakkalökkunum. Hafði ég ekki lyst á brauði í nokkra daga eftir þetta en þrælaði því í mig þegar hungrið svarf að. Mjólk hafði ég pantað í Singapore og voru Rússarnir mjög undrandi á því og sögðu að fullorðið fólk drykki aldrei mjólk þar sem þeir byggju. Það væru aðeins kornabörn sem fengju hana. Þó drukku þeir hana með bestu lyst. Eitt var enn sem Rússarnir furðuðu sig á en það var hve mikið smér við notuðum, sér- staklega Siggi Bryn. enda sagðist hann alinn upp í íslenskri sveit. Mér er alltaf minnistætt hve Rússarnir störðu þegar Siggi Bryn. drap þverhandar þykku smérlagi ofan á það sem hann var að borða, hvort sem það var kjöt, fiskur eða brauð. Við höfðum fengið kartöflur í Singapore en þær byrjuðu að skemmast mjög fljótlega. Kartöflunar, sem við höfðum verið að borða, höfðu verið frá Kamchatka og hafði Valent- ína súperkokkur laumað þeim frá sem betur fer. Þessar kartöflur virtust geymast von úr viti og sá ég eftir að hafa ekki tekið frá nokk- ur kíló til að sá þegar heim kæmi. Gaman hefði verið að prófa það því þær voru ágæt- lega bragðgóðar. A þessari siglingu sáum við til fugla en af þeim höfðum við til þessa lítið séð. Flugfisk- ar voru þarna mikið á ferðinni og einnig höfrungar. Lítið var um skipaferðir. Himinninn logaði Þarna lentum við í þeirri mestu rigningu sem ég hef á ævinni lent í með tilheyrandi þrumum og eldingum. Þetta gerðist um nótt og var mikilfenglegt að sjá og heyra þetta. Var sem himininn logaði, svo miklar voru eldingarnar. Loftið var svo rafmagnað að inni í loftskeytaklefanum neistaði frá tengingum talstöðvarloftnetanna og vorum við hræddir um á tímabili að kviknaði í. Svo fór þó ekki og á nokkrum mínútum datt allt í dúnalogn. Alltaf er nóg að gera við að þrífa og taka til í skipinu. Einnig var töluverð vinna í að merkja allt upp á nýtt en þegar Rússarnir tóku við skipinu var öllum merkingum breytt yfir á rússnesku. Aðstoðaði Vladimir mig við þetta verk Þann 9. janúar siglum við inn í Adenflóa milli norðausturodda Sómaliu og lítillar eyju sem heitir Abd-al-Kurt. Var það fyrsta land- sýnin frá því við sáum til lands á Sri Lanka. Sjáum við milda ljósadýrð frá Adenborg. Siglt er gegnum Bab E1 Mandel-sund milli Djibouti og Yemen þann 11. janúar inn í Rauðahaf. Mikill hiti var eða 43ja gráða loft- hiti og 29 gráður í sjó. Þarna kemur í fyrsta skipti smá kaldi á móti en fram að þessu hafði nánast aldrei bærst hár á höfði. Næstu daga siglum við upp Siggi Bryn í hörku kakkalakkastríði. 36 SJÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.