Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 38
Egypsk moskva. gefa og lítið á okkur að græða. Vorum við hreinlega setdr í skammarkrókinn. Mútur og heilablóðfall Ekkert bólaði á Barwilsmönnum að koma að sækja Sigurð og var hann orðinn mjög á- hyggjufullur og leið illa. Um sexleytið gefst Siggi Bryn upp á biðinni og semur við einn kaupahéðininn um að fara með Sigurð í land. Var honum borgað með gömlum segla- druslum og fleiru. Ég var ósáttur við þessa á- kvörðun þar sem við þekktum hvorki haus né sporð á manni þessum og vissum ekkert hvað hann kynni að taka til bragðs. Að auki leið Sigurði ekki vel. Þetta varð þó úr og komst Sigurður heilu og höldnu í land og gat haft samband við Barwilskrifstofuna. Þá loksins komu þeir og fóru með hann á sjúkrahús þar sem í ljós kom að hann hafði fengið vægt heilablóðfall. Flaug hann svo heim tveim dögum seinna og er hann nú úr sögu þessari. Tók Siggi Bryn. við stjórn skipsins og bætti einu hlutverki við mig en það var að vera túlkur þó enskan mín sé ekki upp á marga fiska. Ekki fengum við kostinn sem við pöntuð- um og höfðum þá samband við annan höndlara og kom hann með kost til okkar. Þeir Barwilsmenn tóku það mjög óstinnt upp og hótuðu öllu illu. Létum við vita af þessu öllu saman heim og var haft samband við höfúðstöðvarnar í Óslo og þeir beðnir að þrýsta á að hleypa okkur í gegn. Gekk það eftir og fengum við skilaboð að við kæmumst í gegn daginn eftir. Alltaf komu nýir og nýir menn til að reyna að selja okkur eitthvað. Var mikið af þeirra varning, allskonar plattar og bolir, einnig papírusmálverk. Leist mér vel á eitt þeirra og keypti. Fór ég að tala við þann sem seldi og spyrja hann ýmissa spurninga. Þá kom í ljós að hann hafði búið í Svíþjóð í nokkur ár og talaði sænsku nokkuð vel. Skellti ég þá á hann norskunni minni og varð ég margs vís- ari um hvernig málin stóðu þarna. Hann sagði að við á þessu skipi værum ekki hátt skrifaðir þar sem erfitt væri að pranga ein- hverju inn á okkur. Virðist sem þessi kaup- mennska þarna á skipalægjunum sé heilmik- il útgerð og skipulögð. Við höfðum keypt viðbótarskammt af sí- garettum til að gefa í mútur því okkur var orðið Ijóst að við yrðum þarna til eilífðarnóns ef við gerðum það ekki. Okkur var skipað hvað eftir annað að létta akkerum og færa okkur og allt gert til að gera okkur lífið sem leiðast. Einhver eftirlitsmaður kom til okkar og átti að skoða akkerisbúnað og fleira. Viss- um við að ekkert var að vindubúnaðinum en samt sagði hann að spilið hífði of hægt en myndi sjá í gegnum fingur við okkur og sleppa okkur í gegn ef við létum hann fá nokkur karton af sígarettum, annars myndi hann skrifa skýrslu og kæra. Svona var allt eftir þessu. Þungu fargi af okkur létt f bítið næsta morgun ræsi ég aðalvélina um ld. 07:00 og síðan bíðum við eftir lóðsinum sem átti að lóðsa okkur í gegnum skurðinn. Sjáum við stóran hóp af skipum fara inn í skurðinn en enginn virtist skipta sér af okkur og erum við orðnir smeykir um að nú eigi að skiija okkur eftir einn daginn enn. Það er svo ekki fyrr en kl. 14:00 sem lóðsinn kemur til okkar og segir okkur að hífa upp akkerið. Einnig komu með okkur einir 6 menn sem áttu að vera einskonar eftirlits- og aðstoðar- menn. Var híft um borð bátsskrifli sem gegna átti hlutverki björgunarbáts og guð má vita hvað þurfti að borga fýrir leiguna. Var gamla skektan hans Lúlla Kristjáns, Kisa var hún kölluð og þótti ekki merkileg, hreinasta glæsifley miðað við þetta bátsskrifli. Ekki voru menn þessir fýrr komnir um borð held- ur en þeir voru búnir að setja upp verslun í setustofunni. Lóðsinn tók nú við stjórn skipsins og sigldum við hægt í átt að skurðarmynninu og inn í hann. Heimtar hann strax sígarettur handa sér og bað um sérstakan klefa til afnota og var það látið eftir honum. Við vorum skip númer 8 í 10 skipa hóp. Tveir hópar eru teknir á dag og eru stórskip- in tekin á undan. Við vorum í seinni hópn- um þennan dag og var það fýrri hópurinn sem við höfðum séð fara inn í skurðinn snemma um morguninn. Var þungu fargi af okkur létt þegar við vorum komnir af stað. Nú fór að verða gaman að fýlgjast með út- sýninu og sigldum við framhjá mörgum fal- legum moskum. Einnig voru margir fallegir garðar með háum pálmatrjám. Datt manni helst í hug ævintýri úr 1001 nótt. Myndir af fáklæddu kvenfólki Segja má að Suezskurður sé í þrem hlutum þar sem tvö vötn eru á leiðinni. Er annað vatnið, nær Suez, geysistórt og skiptist í tven- nt. Heitir annar helmingurinn EI Buheiret EI Murra E1 Kubra (Great Bitter Lake) og hinn E1 Buheiret E1 Murra E1 Sughra (Little Bitter Lake). Hitt vatnið heitir Buheiret E1 Timsah (Lake Timsalt) og er það þar sem skipalest- irnar mætast, þ.e. skipalestin sem hafði farið inn í skurðinn við Port Said mætti okkur þarna. Á siglingunni gegnum skurðinn sá maður hversu gríðarlegt mannvirki þetta er. Spurði ég lóðsinn spjörunum úr um sögu skurðarins sem hann svaraði fúslega milli þess sem hann heimtaði einhverjar gjafir handa sér. Skurðurinn var tekinn í notkun árið 1869 og höfðu 250.000 manns dáið við að grafa hann að sögn lóðsins. Hann er um 20 m djúpur og rúmir 100 m á breidd. Eru miklir sandhaugar út frá bökkunum. Tuttugu og fimm dæluskip sjá um að dæla sandinum upp úr skurðinum en alltaf verður að við- halda dýptinni. Heildarlengd á skurðinum er 162 km. Þegar við höfðum mætt skipalestinni sem kom á móti á Timsah-vatni og komnir inn í skurðinn á ný var heldur betur eyðilegt um að litast á bakkanum austan megin. Öðru hvoru sáum við ónýt stríðstól sem höfðu ver- ið skilin þarna eftir í sex daga stríðinu. Virtist 38 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.