Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 39

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 39
sem þetta væri nokkurs konar einskis manns land. Bakkinn Egyptalandsmegin leit allt öðru V,S1 út og var þar töluverður gróður. Akvegur lá meðfram skurðinum. Einnig sáum við öðru hvoru flotbrýr í hlutum, tilbúnar til ^eggja yflr ef ófriður brytist út. Einn Egyptinn úr aðstoðarmannaliðinu dró mig einu sinni afsíðis og spurði hvort ég gsti ekki gefið honum dagatal með myndum af fáklæddu kvenfólki. í fyrstu þóttist ég ekk- ert skilja hvað hann ætti við en sagðist svo skilja. Vildi ég stríða honum og fór og sótti dagatal með myndum af svissnesku Ölpun- um og lét hann hafa. Tók hann við því held- ur súr á svipinn. Annar spurði hvort við gæt- um ekki gefið honum áfengi. Spurðum við hann þá hvort hann væri ekki múhameðstrú- ar og hætti hann þá að biðja okkur um það. Afar fallegt minnismerki er þarna á bakk- anum austan megin til minningar um fallna hermenn frá Egyptalandi úr 6 daga og Yohm Kippur stríðunum. • GEGN Á 24 KARTONUM, NOKKRUM KJÚKLINGUM OG ÁVAXTADÓSUM Eitt sinn þegar við vorum að tala við lóðs- inn rak okkur í rogastans, þá leit hann á klukkuna, fór úr skónurn, breiddi dúk á gólf- ið, snéri sér í austur og fleygði sér síðan á fjóra fetur og fór að biðjast fyrir. Síðan stóð hann á fætur og stuttu seinna fór hann að biðja um gjafir. Siggi Bryn. var orðinn ljótur á svipinn °g tautaði fyrir munni sér orð á kjarnyrtri ís- Ensku sem ég ætla ekki að hafa eftir hér. Á ég þetta allt saman á myndbandi ásamt öðru sem ég myndaði á siglingunni eftir skurðin- um. Náði ég góðum myndum af sólarlaginu þarna en það var mjög sérstakt að fylgjast með því. Var sem sólin væri á fleygiferð á himninum og hvarf svo bak við sjóndeildar- hringinn á innan við mínútu. Stórfengleg sjón. Aður en við förum út úr skurðinunr fara aðstoðarmennirnir. Einnig er skipt um lóðs. Kemur annar um borð og auðvitað vill hann fá sinn skammt af sígarettum og var nú allt °rðið uppurið af þ eim. Gekk vel það sem eft- lr var og þegar svo bátur kemur að sækja lóðs- ‘nn þá kom maður frá Barwil með skjöl sem þurfti að skrifa undir. Vildi hann, eins og hinir, fá eitthvað en fékk ekkert þar sem ekk- ert var til að gefa. Það síðasta sem ég sá til Eg- yptanna var að aðstoðarmaðurinn á lóðs- hátnum hrópaði á eftir okkur “present, pres- ent’ (gjafir, gjafir). Það skal tekið fram að hjá Barwil skrifstof- unum í Pusan og Singapore fengum við sér- staklega góða þjónustu og ekkert undan því að kvarta. Ýmsum kann að finnast þessi lýsing mín einkennileg en svona var þetta eins og það kom fyrir. Seinna sagði mér maður að skip færu ekki í gegnum Suezskurð fyrir minna en 200 karton af sígarettum I mútur. Við fórum í gegn á 24 kartonum, nokkrum kjúklingum og ávaxtadósum. Vorum við gáttaðir á þessari fjárplógstarf- semi sem þarna fer fram og er með ólíkind- um að þetta skuli látið viðgangast að fullorð- ið fólk hagi sér svona. Seinna þegar við höfðum sagt söguna af þessu orðaði Guðbjörg, konan mín, þetta á- gætlega þegar hún sagði að við heföum orðið fyrir menningarlegu áfalli við að fara þarna í gegn og kynnast þessu. Á Miðjarðarhafi Miðjarðarhafið heilsaði okkur þannig að við fengum haugabrælu beint á móti og urð- um að slá af þess vegna. Daginn eftir var komið gott veðurog hitinn heldur minni. Siglt er framhjá eynni Krít að kveldi þess 19. janúar. Nú var orðið ákveðið að við skyldum sigla til Vigo á Spáni en þar ætti að gera ýmsar endurbætur á skipinu. Þann 21.janúar siglum við meðfram Sikil- ey. Hiti móti sól, 38 gráður en 18 gráður í skugga. Gerði ég það að gamni mínu þar sem við náðum svo mörgum sjónvarpstöðv- um þarna að ég tók sýnishorn af eins mörg- um og ég gat og var seinna gaman að horfa á þetta þar sem ægði saman hinum ýmsu menningarheimum. Mikil vinna var nú við að gera allt klárt fyr- ir komuna til Spánar en þá kæmu menn heimanað og færu yfir það sem gera skyldi. Einnig voru fyrirspurnir frá þeim að berast um hitt og þetta því verið var að skipuleggja ýmislegt fyrir væntanlegar veiðar heima. Meðal annars var verið að hanna nýtt vinnsludekk. Gat ég nú hringt heim I fyrsta skiptið síðan í Singapore og hresstist maður mikið við það. Það var gert í gegnum strand- stöð á Sikiley sem hét Cagliari. Hinn 24. janúar förum við framhjá Gí- braltarkletti og beygði Siggi Bryn. aðeins nær svo við gætum skoðað þetta betur. Virðist sem hægt sé að opna klettinn að hluta og at- hafna sig með tól og tæki. Sjálfsagt í hernað- arlegum tilgangi. Um kvöldið förum við í gegnum Gíbralt- arsund og út á Atlantshaf og fannst manni að maður væri nú loksins að nálgast heimaslóð- ir. Lítið breyttist fæðið hjá Valentínu súperkokk og hefði maður gefið mikið fyrir máltíð af vel feitu íslensku sauðakjöti. FASTAÐ í 39 DAGA Mjög fróðlegt var að spjalla við þau hjón, Vladimir og Liliyu, á Ieiðinni og fræddist maður um margt í Rússlandi þó ekki hefði sú lýsing gefið tilefni til að mann langaði til að flytjast þangað. Vladimir var fæddur og upp- alinn í Síberíu en Liliya var fædd í Ukrainu. Þau höfðu verið gift í 10 ár og þar af hafði hann verið í vinnu úti á sjó í 7 ár. Ekkert barn áttu þau saman þegar hér var komið, hann var 39 ára en hún 34 ára. Sjólag var nú öðruvísi og fann maður fyrir þungri undiröldu. Siglum við meðfram strönd Portúgals, m.a. meðfram vinsælli ferðamannaströnd, Algarve. Þann 26. jan siglum við inn I höfnina í Vigo á 39. degi ferðarinnar. Höfðum við lagt að baki um 9.950 sjómílur (15.000 km) en ferðinni var ekki lokið þó ætlunin væri að stoppa þarna í tvo mánuði. Stundum hef ég sagt í gamni, að í góðri bók standi að ákveðinn maður hafi fastað í 40 daga og þætti mér verst að hafa ekki getað slegið metið hans þar sem ég fastaði í aðeins 39 daga. Seinna um daginn kornu svo 5 menn frá Skagstrendingi og einnig Guðbjörg konan mín með þeim. Var hún þarna hjá mér í tvær vikur. í SLIPP Á SPÁNI Næstu dagar fóru í vinnu við að fastsetja niður allt sem gera þurfti við skipið þarna. Var gerður samningur við skipasmíðastöð sem þarna var og hét hún Rodman Polyship og vil ég nteina að við höfum verið mjög heppnir að lenda hjá þeim. Stærstu verkefnin voru að brenna átti í burtu íbúðirnar sem Rússarnir höfðu látið smíða og áður er lýst. Setja skyldi nýjar grandaravindur, sandblása skipið utan og mála. Eldhúsið hennar Val- entínu var allt rifið og útbúið nýtt og var lítil eftirsjá í því. Einnig átti að lagfæra ótal önn- ur atriði. Valentína hafði verið send til síns heima með fyrstu ferð og ef ég á að vera hreinskilinn þá sá ég ekkert eftir henni. Akveðið var að nýta vinnukraft Rússana áfram og einnig var ákveðið að Vladimir yrði allan tímann með okkur á Spáni og sigldi svo með okkur til fs- lands. SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.