Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 45

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 45
Fjórir þingmenn jafnaðar- manna hafa lagt fram til- lögu um að ísland gerist aðili að Alþjóðahvalveiði- ráðinu á ný og er Svan- fríður Jónasdóttir fyrsti flutningsmaður. Þingmenn- irnir telja eðlilegt að þeirra tillaga verði afgreidd í tengslum við tillöguna um að hefja hvalveiðar aftur þegar á þessu ári. verði veiddar fleiri en 100 langreyðar á ári.“ Talið er að um 8.800 sand- reyðar séu á íslenska talningarsvæðinu en vegna þess að veiðiþol stofnsins hefur ekki verið metið, né aflareglur þróaðar, leggur stofnunin ekki til á- kveðið aflamark. Áhrif á útflutningsgreinar Þingmennirnir sem standa að þingsályktunartillögunni segja í greinargerð sinni að í umræðunni um hvalveiðar hafi oft verið vikið að því að þær gætu haft fjárhagslegt tjón £ för með sér fyrir íslenskt efnahagslíf. Er þá sérstaklega bent á útflutningsgreinarnar, einkanlega sjáv- arútveg og ferðaþjónustu. Ekki hefur þó með viðhlítandi hætti verið sýnt fram á réttmæti slíkra fúllyrðinga. Öðru nær. Þessi mál voru sérstaklega könnuð þegar úrsögn fslands úr Alþjóðahvalveiðiráðinu var undirbúin. í skýrslu nefndarinnar sem gerði tillögu um úrsögnina er vitnað á eftirfarandi hátt í fulltrúa Ferðamálaráðs sem kom fyrir nefndina: „Fulltrúi Ferðamálaráðs taldi að umtal í kjölfar úrsagna íslands úr Alþjóða- hvalveiðiráðinu gæti jafnvel eflt ferðaþjón- ustu hérlendis. Fjölgun ferðamanna hingað til lands á undanförnum árum benti til þess að umræða fyrri ára um hvalveiðimál hafi síst skaðað ísland sem ferðamannaland. Vís- bendingar væru jafnvel til um hið gagn- stæða.“ Segja má að þessi orð komi mjög heim og saman við reynslu Norðmanna. Margir í sjávarútvegi, útflutningsiðnaði og ferðaþjón- ustu óttuðust mjög áhrif hrefnuveiðanna sem Norðmenn hófu fyrir nokkrum árum. Sá ótti hefur reynst gjörsamlega ástæðulaus. Ut- flutningur hefur aukist, ferðaþjónusta eflst og aðsókn í hvalaskoðunarferðir Norðmanna vaxið, að sögn fulltrúa norska útflutnings- ráðsins sem hér var á ferð f fyrra. Mikilvæg atvinnugrein Hinu má heldur ekki gleyma að hvalveiðar voru á sfnum tfma afar mikilvægur þáttur í atvinnulífi landsins. Afveiðunum urðu mikl- ar útflutningstekjur sem ætla má að gætu orðið enn meiri nú vegna verðþróunar á mörkuðum fyrir hvalaafurðir. Þessi atvinnu- grein var mjög þýðingarmikil fyrir einstök sveitarfélög og héruð. í því sambandi má nefna starfsemi Hvals hf. í Hvalfirði og Flóka hf. á Brjánslæk. Áður en hvalveiðibannið tók gildi árið 1986 höfðu um 250 manns starf af hvalveiðum og vinnslu á hvalavertíðinni, það er frá því f júní til september ár hvert. Hér var um að ræða áhafnir hvalveiðibátanna, starfs- fólk í hvalstöðinni í Hvalfirði og í frystihúsi Hvals hf. í Hafnarfirði. Á árunum 1980-85 stunduðu níu bátar hrefnuveiðar frá þó nokkrum stöðum við landið. Af þessu má sjá að hvalveiðar höfðu mikla efnahagslega þýðingu fyrir íslensku þjóðina alla og fyrir einstök byggðarlög, fyrirtæki og einstaklinga. Ákvörðun íslenskra stjórnvalda um að hætta hvalveiðum hefur valdið fjár- hagslegum skaða og eyðilagt blómlega at- vinnugrein sem lagði marga milljarða í ís- lenska þjóðarbúið, en sóttist hvorki eftir op- inberum styrkjum né annarri fyrirgreiðslu, segir í greinargerð þingmannanna. Aftur í hvalveiðiráðið Fjórir þingmenn jafnaðarmanna hafa lagt fram tillögu um að Island gerist aðili að Al- þjóðahvalveiðiráðinu á ný og er Svanfríður Jónasdóttir fyrsti flutningsmaður. Þing- mennirnir teija eðlilegt að þeirra tillaga verði afgreidd í tengslum við tillöguna um að hefja hvalveiðar aftur þegar á þessu ári. I greinar- gerð með tillögu fjórmenning- anna kemur meðal annars eftir- farandi fram: Þegar Island sagði sig úr Al- þjóðahvalveiðiráðinu á sínum tíma var álitið að fleiri ríki fylgdu því fordæmi. Það gerðist ekki. Noregur sem er eina full- valda ríkið ásamt okkur í NAMMCO hefur haldið áfram að starfa innan Alþjóðahval- veiðiráðsins og stundar hrefnu- veiðar í skjóli þess. Sé litið til stöðu Norðmanna virðist einsýnt að hags- munurn okkar væri betur borgið með því að vera einnig í ráðinu. Japanir stunda einnig veiðar í vísindaskyni. Þær veiðar fara fram þrátt fyrir veru þeirra í Alþjóðahvalveiðiráð- inu og eru löglegar samkvæmt sáttmálanum rétt eins og vísindaveiðar okkar á sínum tíma. Ekki er nóg að veiða, það þarf líka að selja, en allt er óljóst um sölu hvalaafurða. I utan- dagskrárumræðu vorið 1996 kom fram í máli sjávarútvegsráðherra að því miður væri það staðreynd að eins og sakir stæðu væri ekki kostur á að flytja hvalaafurðir úr landi en lengi hefði legið fyrir að við gætum ekki selt Japönum hvalaafurðir þó að við hæfum veið- ar á meðan við stæðum utan ráðsins. Sam- þykki ráðsins frá áttunda áratugnum bannar að lönd innan ráðsins kaupi hvalaafurðir af ríkjum utan þess. Texti: S&mundur Guðvinsson. Skoðun og viðgerðir gúmmíbáta Einnig skoðun og viðgerð bjargbúninga Gúmmíbátaþjónustan Eyjaslóð 9, Örfirisey sími 551: 4010 Fax: 562 4010 SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 45
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.