Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 52
Ný samtök sem vilja breytingar á fiskveiðistjórnunni Kvótann til 1 Hópur nokkurra þekktra íslendinga hefur stofnað til samtaka til breytingar á fiskveiði- stjórninni. Meðal þeirra sem standa að stofn- un samtakanna eru; Ellert B. Schram, Guðmundur G. Þórarinsson, Hálfdán Krist- jánsson, Jón Magnússon, Jónas Elíasson, Margrét S. Björnsdóttir, Markús Möller, Sigurður Björnsson, Tryggvi Agnarsson, Vil- Ellert B. Schram fyrrverandi alþingismaður er einn stofnenda samtakanna. hjálmur Þorsteinsson, Þorsteinn Vilhjálms- son og Þorvaldur Gylfason. í stefnu samtakanna, sem ganga undir heitinu Auðlindir í almannaþágu segir meðal annars: Núverandi stjórnkerfi fiskveiða verði endurbætt og þróað með eftirfarandi grund- vallarbreytingum: Festa í stjórnkerfi veiðanna Veiðum úr helstu nytjastofnum hefur verið stýrt með aflamarkskerfi í hálfan annan áratug. Með því hefúr tekist að hafa hemil á ofveiði. Aflamarkskerfi sem slíkt getur stuðlað að hagkvæmni við veiðarnar. Hámarkshagkvæmni hefur þó ekki náðst vegna þess að eðlilegt gjald hefúr ekki verið greitt fýrir aflaheimildirnar. Hér er bætt úr þessu án þess að æskilegri kjölfestu kerfisins sé raskað. Aðgangi að fiskveiðum við ísland verði stýrt með markaðsaðferðum. Jafnræði og arðshlutdeild Megininntakið í dómi Hæstaréttar er að allir skuli njóta sambærilegrar hlutdeildar í afrakstri nytjastofnanna. Það verður best gert með því að afhenda hverjum og einum veiðiheimildir sem fólk getur síðan fénýtt sér með ýmsu móti. Með þessu er komið á jafn- ræði í aðgangi landsmanna að auðlindum sjá- var. Óbærilegar byrðar? Sú spurning getur vaknað hvort óbærilegar byrðar séu lagðar á útgerðir og fólk í sjá- Markús Möller hagfræðingur er einnig meðal stofnenda samtakanna. varplássum með markaðssetning veiðiheim- ilda. Hér er að mörgu að hyggja. - í fýrsta lagi eru byrðarnar síst minni í núverandi kerfi þegar til lengdar lætur. Upphaflegir handha- far kvótans hætta útgerð fýrr eða síðar og þeir eða erfingjar þeirra selja þá "kvótaeign" sína. Þetta verður að verulegum álögum á útgerð framtíðarinnar, bæði sem útlagður stofnkost- naður og sem fjármagnskostnaður vegna fjár- festingarinnar. - í öðru Iagi mun stórlækkað kvótaverð á markaði styrkja stöðu smærri útgerðarfýrirtækja og báta og þar með einnig smærri byggða sem standa nú höllum fæti. - f Þorvaldur Gylfason prófessor er einnig meðal stofnenda samtakanna. þriðja lagi er í þessari stefnumótun gert ráð fýrir sérstökum ráðstöfunum til verndar byggðunum. - í fjórða Iagi er mikils virði að skapa þjóðarsátt um fiskveiðistjórnina og innleiða eðlilegan markaðsbúskap í útgerð. Þetta hvort tveggja mun leiða til bættrar og traustari afkomu fólks og fýrirtækja í sjá- varútvegi. Einn helsti ágalli aflamarkskerfisins í núverandi mynd er sá að menn geta haft verulegan hag af því að kasta Iélegum fiski fýrir borð, einkum ef þeir hafa keypt veiðiheimildir dýrum dómum. Með almen- nri markaðssetningu veiðiheimilda lækkar verð þeirra stórlega. Þar með ætti að draga verulega úr þessari sóun. Beinar aðgerðir Ef verðlækkun á veiðiheimildum dugir ekki, eru til fleiri leiðir að sama marki. Veita má takmarkaða heimild til löndunar utan kvóta gegn hæfilegu föstu gjaldi sem hvetur ekki til misnotkunar. Aukið eftirlit og hert viðurlög koma einnig til álita. Sanngirni gagnvart landsbyggðinni Við allar breytingar ber að taka tillit til 52 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.