Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 62

Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.1999, Blaðsíða 62
Martel og Ismar gera samning um Globalstar Nýlega var gengið frá sam- komulagi milli Martel ehf. og ísmar sem opnar hinum síðar- nefndu beinan aðgang að sölu búnaðar og þjónustu við Globalstar gervihnattakerfið Samningurinn er sá fyrsti sem gerður er við endursölu- aðila á Norðurlöndunum en farsímafélagið Martel annast í samstarfi við Globalstar, upp- byggingu og þjónustu við kerfið á Grænlandi, íslandi, Færeyjum og sjávarútveg í Danmörku, Noregi og Norður- Atlantshafinu öllu norðan 32. gráðu. Endursöluaðilum bjóðast með Globalstar samningum m.a. námskeið um uppbygg- ingu og notkun kerfisins, kostun á auglýsingum, og tæknilega aðstoð við val á lausnum. ísmar hf. sem er leiðandi fyrirtæki í sölu og þjónustu á fjarskipta-siglinga- og fiskleit- artækjum fyrir skip munu bjóða útgerðum og einstak- lingum í sjávarútvegi Globalst- ar símabúnað, annast upp- setningar og ráðgjöf. Þar á meðal eru GSM símar sem eru tvívirkir GSM/gervi- hnatta, símar sérhannaðir fyrir bíla og báta, fjarskiptatöðvar sem tengjast við þráðlausa síma eða símstöðvar um borð í stærri skipum, kortasíma (tí- kallasímar) ofl. Tækin verða öll tengjanleg við Internetið á GSM hraða sem er í dag allt að 9.6 kbaud en einnig er hægt að kalla fram upplýsingar um stað- setningu símans (GPS) sem er ný þjónusta í farsímakerfum. Globalstar kerfið sem er í meirihlutaeigu Loral, Vodafo- ne, AirTouch, Alcatel, France Telecom, Qualcomm, Dacom, Elsacom og fleiri byggir á neti 48 lágfleygra gervihnatta og allt að 60 jarðstöðva víðsveg- ar um heiminn. Kerfið sem er GSM sam- hæft verður opnað til notkun- ar á íslandi seinni hluta þessa árs og skapar þá möguleika á símasamskiptum nánast hvar sem er á svæðinu. Miklar vonir eru bundnar við að lágt verð fjölbreytts búnað- ar og hagstætt mínútuverð muni höfða til notenda í sjáv- arútvegi, til björgunarsveita, og sem öryggistæki almenn- ings til fjalla eða utan núver- andi þjónustusvæða GSM símanna. Gert er ráð fyrir að Globals- tar þjónustan sem er stafræn með GSM talgæðum gagna- flutningi og staðsetningar- þjónustu muni fljótlega leysa af hólmi eldri og ófullkomnari kerfi á borð við NMT. ■ SJÓMANN V, í næsta tölublaði Sjómannablaðsins Víkings, sem kemur út fyrir sjómannadag, verður að vanda fjölbreytt efni, bæði til gagns og gamans. Meðal þess verður sérstök athygli á öryggismál og öryggis- fræðslu sjómanna, slys og allt það sem þessum málum tilheyrir. 62 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.