Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 22
Utan úr heimi Phönix sem aldrei varð að veruleika. Hraðinn hættulegur Þegar hraði skipa eykst þá skapast ýmsar hættur þeirra sem í nálægð hraðfara skipa sigla. Stena Lines skipafélagið á og rekur nokkrar hraðsigldar ferjur sem ganga um og yfir 40 hnúta og eru í farþega og bíla- flutningum víða í Evrópu. Ferjur þessar eru kallaðar High Speed Superferrys eða HSS. Eitt þessara skipa Stena Dis- covery liggur undir grun um að hafa siglt svo nærri 33 feta breskum fiskibát með þeim afleiðingum að hann sökk og einn skipverji fórst. Þeir sem björguðust báru því við að fimm metra há bylgja hafi lent á bát þeirra skömmu eftir að HSS Stena Discovery sigldi framhjá þeim. Fjölskylda þess sem fórst hyggst fara í mál við Stena Lines ef niðurstaða rannsóknar á slysinu mun leiða í Ijós að bylgja frá ferjunni hafa grandað bátnum. Fuótt YFIR HAFK) Það er ekki bara í farþega- flutningum sem menn vilja sigla með miklum hraða. Nú fer flutningur á gámum yfir Norð- ur-Atlantshaf á 40 hnúta hraða að verða að veruleika. Banda- rískt fyrirtæki sem stendur á bak við verkefni sem kallast FastShip International hefur skrifað undir samning við National Steel and Shipbuild- ing Co. um smíði á fjórum gámaskipum sem taka 1432 TEU og ganga 40 hnúta. Það eru danskir og breskir aðilar sem hafa unnið að hönnun þessarar gerðar skipa og eiga þeir að skila grunnteikningum í lok ágústmánaðar. Þetta verk- efni hefur staðið yfir í 10 ár og nú hyllir undir árangurinn en fyrsta skipið verður tilbúið árið 2002 og mun hefja siglingar í ársbyrjun 2003. Verkefnið hefur þegar kostað um 20 milljónir dollara og er áætlað að þegar upp verði staðið verði kostnað- urinn orðin um 1,1 milljarður dollara. Þar inni er kostnaður við hafnaraðstöðu í Cherbourg og Philadelphiu en losunar og lestunartíminn á að vera 6 klst. Siglingatíminn yfir hafið verður rétt rúmir 3 sólarhringar og vara sem fer frá New York til Parísar á að komast það á fimm dögum. Segja menn að þessi flutningsmáti verði sam- keppnisfær við fraktflutninga flugvéla. Kannski við verðum komin með slík skip í notkun hérlendis um miðja næstu öld! Olíuskip í vanda Erfiðleikar blasa við útgerð- um risaolíuskipa því dagleigur skipanna hafa lækkað svo mik- ið aö nú verða útgerðirnar að velja um hvort þeir láti skip sín sigla fyrir taxta sem rétt duga til að borga laun, kost og hluta af brennsluolíu skipsins eða leggja þeim. Dagleiga fyrir skip sem siglir úr Persaflóa til Asíu eru 4000 dollarar á dag eða rétt innan við 300.000 íslenskar á dag. Harka hlaupin í Strand- GÆSLUNA íslenskir farmenn þekkja vel þegar bandaríska strandgæsl- an var að koma um borð í skip- in í bandarískum höfnum til að skoða hvaða siglingabækur og kort skipin væru búin og ef ekki væru til kort af vesturströndinni um borð þrátt fyrir að skipin sigldu einungis á austurströnd- ina þá var gert veður út af því í einstaka tilfellum. Nú hefur bandaríska strandgæslan sett skýrar línur varðandi sjókort skipa sem sigla á bandarískar hafnir. Ef sjókortin hafa ekki verið leiðrétt mun skipið verða sektað og samkvæmt upp- lýsingum frá sænska P&l tryggingafélaginu getur há- markssekt við því verið 27.500 dollarar sem svarar til sjö daga leigu fyrir risaolíuskip eða nærri 2 milljónir króna. Nú er betra að skoða vel kortaskúffurnar. ■ Tölvur seinka skipum Tölvuvandamál í Suður-Af- rískum höfnum hefur orsakað biðtíma í allt að 4 daga fyrir gámaskip sem kemur til losun- ar og lestunar. Þegar er búið að setja upp upp tölvustýrt áætl- unarkerfi fyrir gáma og gáma- skip í Durban og verið er að setja tölvukerfi upp í fleiri höfn- um en vandamálið er að kerfið virkar ekki ennþá. Reynt hefur verið að stefna skipum til ann- arra hafna af þessum sökum meðan þetta vandamálaástand er ríkjandi. Tæknivæðingin get- ur stundum reynst mönnum erfið. ■ Tölvuvandamál hefur valdið töfum á gámaskipum í höfnum í Suður-Afríku. Erfiðleikar eru nú í rekstri risaolíuskipa þar sem dagleigur skipanna hafa lækkað verulega. 22 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.