Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 33

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Page 33
ir okkur að skera þorskstofninn meira niður á sínum heldur en gert var. A þeim grund- velli gæti verið röksemd fyrir því að breyta aflareglunni með stækkandi stofni og lækka þá prósentuna og láta stofninn byggjast upp hraðar. Það eru til rök fyrir því og það eru líka til rök fyrir því að hækka aflaregluna og láta stofninn ekki stækka. Þetta þarf að vega og meta.“ Byggðaröskun kostar mikið -Svo við snúum okkur að fiskveiðistjórn- unarkerfinu. Hvernig á að breyta því til að ná hámarksafrakstri og viðhalda byggð í landinu? „Það gæti vel verið að þessi tvö markmið sem þú nefnir náist ekki saman og gætu beinlínis verið andstæður. En samt sem áður geta verið ástæður fyrir því að reyna að ná eins miklum afrakstri og hægt er og viðhalda byggð í landinu öllu. Markmið endurskoð- unarinnar er að við höfum að minnsta kosti jafn mikið efnahagslega út úr breyttu kerfi og helst meira. Byggðaröskum kostar þjóð- félagið heilmikið, alla vega til skemmri tíma litið.“ -Hvernig á þá að þróa kerfið þannig að það rústi ekki byggðinni með sölu aflaheim- ilda? Er kannski ætlunin að sístækka þennan 1500 tonna byggðakvóta, jafnvel upp í 10 þeða 15 þúsund tonn? „Ég hef ekki séð færð fyrir því sannfær- andi rök að fiskveiðikerfið eins og það hefur verið frá 1983 hafi leitt til byggðaröskunar eða röskunin hafi verið meiri en var fyrir daga kvótakerfisins. Auðvitað geta einstakar byggðir farið illa út úr því ef að fyrirtæki sem hafa stóran kvóta fara illa í sínum rekstri og verða að selja atvinnutæki og aflahlutdeild- ina í burtu. Slíkt gerðist bara líka áður en kvótakerfið kom á.“ -En þá gátu nýir aðilar komið inn í grein- ina í staðinn? „Þá kostaði líka mikið að koma inn. Verð á skipum var allt annað en það er núna í hvaða samanburði sem er. Og það var ekki þannig að engin stjórn væri á fiskveiðum áður en kvótakerfið kom til sögunnar. Það var flotasfyring og miklu minni möguleikar á að fjármagna skipakaup heldur en eru í dag. Það er alls ekki rétt að það hafi verið einfalt mál að bregðast við því ef stór togari fór úr plássinu fyrir tíma kvótakerfis frekar en að það sé einfalt mál að bregðast við því í dag.“ -Er ekki byggðakvótinn engu að síður viss ábending um að ríkisstjórnin telji að það þurfi að grípa í taumana? „Það er ekkert verið að grípa í taumana. Ég tel frekar að byggðakvótinn sé vísbend- ing um að ríkisstjórnin telji að það þurfi að draga úr þeim áföllum sem einstaka byggðir verða fyrir vegna samdráttar eða breytinga í sjávarútvegi. Þessu verður beitt núna í fyrsta skipti og það verður mjög athyglisvert að sjá hvernig til tekst. Það getur ráðið miklu um hvernig farið verður með þessi mál í fram- tíðinni. Síðan geta komið upp annars konar áföll í sjávarútveginum heldur en bara eitt- hvað sem tengist einstökum byggðum og þarf að taka á. Það er ekki eins og stjórnvöld standi uppi án þess að hafa í höndunum nein tæki eða tól til þess að aðstoða þegar erfiðleikar koma upp. Það er hins vegar mjög vandmeðfarið hvernig menn gera það og þarf að vanda vel.“ -Verður þessi fyrsta úthlutun byggðakvót- ans nokkurs konar prófsteinn á það hvort hér sé verið að fara rétta leið? SKIPAVERSLUNIN SKIBSHANDLER ■ SHIP CHANDLER ■ SCHIFFSAUSRUSTER HRINGBRAUT 121-107 REYKJAVÍK SÍMI: 562 5570 - TELEFAX: 562 5578 „Það hvernig til tekst við úthlutunina mun ráða mjög miklu um hvernig þetta verður í framtíðinni. Ef illa tekst til getur vel verið að þetta verði ekki gert aftur.“ -Er ekki staðreyndin sú að ríkisstjórnin vill ekki eða getur ekki blandað sér í málið ef einhver útgerðarmaður vill selja fyrirtæki sitt út fyrir byggðarlagið? „Nei, nei. Ríkisstjórnin gerir það. Sveitar- félög eiga forkaupsrétt á aflahlutdeildinni og það eru takmarkanir á því hvað menn mega leigja mikið af aflamarkinu frá sér og hvern- ig staðið er að því. Það er því ekki rétt að ekkert sé gert til að hafa áhrif á þetta. Þvert á móti má halda því fram, sérstaklega varð- andi aflamarkið, að of mikið sé gert til þess að hafa áhrif á gang mála.“ VlÐSKIPTI MEÐ AFLAHEIMILDIR -Eitt af því sem mikið hefur verið rætt um og deilt á er að menn hverfa úr greininni með ævinfyralega mikinn gróða. Því er hald- ið fram að á Vestfjörðum séu þrír til fjórir milljarðar farnir út úr kvótakerfmu á síðustu fimm til sex árum. Er þetta ásættanlegt? „Þetta er einfaldlega rangt. Peningarnir fara ekici út úr kvótakerfmu. Ef menn eiga einhver viðskipti koma peningar aftur inn. Þú tekur ekkert út án þess að neitt komi í staðinn. En stór hluti af hagkvæmi kerfisins felst í að það séu viðskipti með aflaheimild- irnar. Sveigjanleiki til að bregðast við nýjum aðstæðum og nýta heimildirna á sem hag- kvæmastan hátt. Auðvitað kemur það niður á einhverjum. Það kemur niður á þeim sem ekki standa sig eins vel. Við sjáum það bara á aflatölunum og vinnslutölunum að það er fluttur afli milli svæða til vinnslu. Það hlýt- ur að vera vegna þess að einhverjir tilteknir aðilar eru að vinna á hagkvæmari hátt og KOSTUR FYRIR SKIP OG BÁTA Allt á einum stað: Ferskar vörur - Gott verð og fagleg þjónusta Skipaverslun - Sérverslun sjómanna Sjómannablaðið VÍKINGUR 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.