Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 63

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Blaðsíða 63
Manni getur nú blöskrað Á síðum Víkingsins, tímariti FFSI, er að finna uppkast af viðtali við mig sem tekið var af ritstjóra um mánaðarmótin jan.-feb. Þetta er alls ekki það viðtal sem ég samþykkti að yrði birt í blaðinu. Mér skylst að það séu mis- tök ritstjóra, enda er þetta ekki það viðtal sem var ritskoðað af ritnefnd og í framhaldi af því ekki birt í I. tölublaði 1999. Skrif þín Guðjón forseti undir fýrirsögn- inni Manni getur nú blöskrað o.s.frv. í áður- nefndu blaði eru þér til lítils sóma og raunar lítið annað en útúrsnúningur og ósannindi. Tel ég það mikið alvörumál sem verður að fjalla um í æðstu valdastöðum FFSÍ, þingi og stjórn. Varla getur yfirmönnum á skipaflota landsmanna þóknast að forseti okkar setji á prent annað eins í málgagni okkar. Og hver er tilgangurinn Guðjón og hverjir eiga að trúa því sem þú setur á blað, varla þeir sem best þekkja, þeir vita betur, þú hlýtur því að álíta að félagar okkar sem fjær standa trúi þessu sem nýju neti og þar sem næsti Víkingur kem- ur ekki út fyrr en eftir 3 mánuði og vonandi fari ég ekkert að elta ólar við þessi skrif og þar með hafir þú unnið einhvern sigur með þessu bulli. En svo mun ekki fara, öllum ósannind- um verður svarað af minni hálfu. Mun ég nú fara í gegnum grein þína lið fýr- ir lið, upphaf málsins og svo framvegis. Hvað ert þú eiginlega að fara? Hvernig getur þetta verið upphaf þess sem ég segi frá í viðtali við ritstjóra Víkings að þið Benni samþykktuð 12% flata skerðingu og 30 ára reglu burt, sem var ekki í samræmi við samþykktir þings og stjórnar. Ég kannast ekki við að hafa gagnrýnt afstöðu Benedikts á fúndi í LS 4. nóv., þvert á móti, enda var það í miklu samræmi við stefnu sambandsins. Síðan eru það hrein ó- sannindi að ég hafi engum skilaboðum kom- ið til starfsmanns FFSÍ og svo framvegis. Svo mögnuð ósannindi að mér gjörsamlega blöskrar og hafðu skömm fýrir Guðjón. Sannleikurinn er sá að tillaga vinnuveit- enda um 13,4% flata skerðingu var fýrst formlega lögð fram á fundi þann 20.okt., sem ég sat. En á fúndi þar á undan 30.sept., sem ég sat einnig tilkynntu þeir að frá þeim komi formleg dllaga um 10% flata skerðingu á næsta fundi, í þeirri umræðu tjáði Guðmund- ur Hallvarðsson það sína skoðun að rétt væri að ganga all Ieið og skerða um 13,4%. Enda hljóðaði tillaga vinnuveitenda upp á það eins og fýrr sagði er til kom. Ég gerði mér ferðir í FFSl þar sem ég sagði ykkur Benna ýtarlega frá því sem skeði á þessum fundum og við hverju mætd búast á næsta fúndi. Ef þú vilt leita upphafs umræðna í okkar hópi um frek- ari skerðingar þá væri nær að þú litir til síðasta þings FFSÍ. Þar gerði ég ýtarlega grein fýrir umræðum í stjórn LS, að ætlast væri til að við tækjum á okkur frekari skerðingar og það var í framhaldi að því sem samþykkt var sam- hljóma að við myndum ekki samþykkja frek- ari skerðingar. Nú væri komið að atvinnurek- endum að axla ábyrgð. Það er mjög notalegt að lesa það að þið Benni leysið málin af skyn- semi og ábyrgð en svo fúglar eins og ég gargi bara Nei, Nei og skilji skynsemina eftir heima í skúffú. Ég spyr nú bara í hvaða skúffu var þá þín skynsemi á þingi FFSÍ, fornannaráðstefnu og nokkrum stjórnarfundum er fjallað um málefni LS og við vorum sammála ásamt nán- ast öllum öðrum fulltrúum um afstöðu til frekari skerðinga. I hvaða skúffú var skynsem- in þín er við í samráðsnefndinni unnum sam- an heilmikla greinagerð varðandi afstöðu okk- ar til málsins og send var Alþingi, ráðherra og fleirum undirrituð af þér. Eða var þér kannski ekki sjálfrátt á fúndi Vísis á gamlársdag er þú fjallaðir um lífeyrismál. Guðjón það má vel vera að þér þyki mín skynsemi takmörkuð og sjálfsagt engin með- an hún er geymd einhvers staðar í skúffu. En þú getur þó varla sagt að ég sé ekki sjálfúm mér samkvæmur. Og ég get að sama skapi haldið því fram að þú sért það ekki, alveg klár- lega ekki í lífeyrismálum. Ef það er að þínu viti merki um skynsemi og ábyrgð forustu- manns samtaka sem FFSÍ að valta yfir sam- þykktir stjórnar, þings og formannráðstefnu oltkar, ja þá erum við bara ekki sammála um hvað þessi hugtök þýða. Ég ætla líka að voga mér að benda þér á að í þessu máli tókst þú þér vald sem þú ekki hafðir. Komum að 30 ára reglunni. Hverju ert þú að reyna að koma að hér? Að ég sé og hafi ver- ið á móti því að hún yrði afnumin eða hvað. Þetta er vægast sagt ómaaklegt, enda hvar segi ég það í viðtalinu sem þú hefur eftir mér. Hafðu skömm fýrir, því þú veist manna best að afnám 30 ára reglu hefúr verið mér mikið hjartans mál lengi og hef oft rætt það á fund- um LS sem og í stjórn og á þingum FFSÍ. Ég ætla líka að benda þér á að þegar við vorum að semja greinagerð fýrrnefnda sem send var Al- þingi þá benti ég þér á hvort ekki væri rétt að við settum fram einhverja þá skerðingarpró- sentu sem við gætum fallist á ef 30 ára reglan yrði afnumin en þú hafnaðir því. 2-3% voru nefnd. Þú segist ekki sitja þegjandi undir ásökun- um mínum og er það vel, en hverjar eru þess- ar ásakanir. Ég er að segja lesendum frá því að hverju ég hætti sem aðalfulltrúi okkar í stjórn Lífeyrissjóðs sjómanna og segi þar satt og rétt frá. Ég skora á þig að birta t.d.einhverja þá samþykkt ef til er, frá stjórn, þingi eða for- mannaráðstefnu þar sem segir að 12% flöt skerðing bóta og 30 ára reglan aflögð sé stefna FFSÍ. Ef þú getur það ekki tel ég að félags- menn samtaka okkar verði að fá að vita til hvers verið sé að halda þing, formannaráð- stefnur og yfirleitt að halda stjórnarfundi í FFSÍ. Farmannasambandið hafði nefnilega fjallað mjög ýtarlega um lífeyrismál og þú tek- ið þar fullan þátt og markað skýra stefnu, og það samkomulag sem þið Benedikt gerðuð er alls ekki í samræmi við hana. Þú segir að ég vegi úr glerhúsi er ég veitist að Benedikt, það væri satt ef ég væri að vega að honum á þann hátt sem þú segir. En GUÐJÓN hvenær í ósköpunum hef ég hald- ið því fram að ég hafi ekki átt gott samstarf við Benedikt, er ekki maðurinn HAGFRÆÐ- INGURogég hef sannarlega oft notið þess og hvergi gert lítið úr því. Árskýrslur FFSÍ samd- ar af honum eru t.d. til mikillar fýrirmyndar og hef ég oft hælt honum fýrir þær á fúndum. En það breytir bara ekki því að þið félagarnir snéruð við á brautinni og tókuð upp nýja stefnu í andstöðu við félaga ykkar í FFSÍ og þá er ég kominn inn í umhverfi sem er mér ekki þóknanlegt og þar með hætti ég. EINFALT. Komum nú að þeim þætti þessa máls sem gerði mig agndofa já og raunverulega reiðan, en það er afskipti þín og Benedikts af birtingu fýrrnefnds viðtals ritstjórans við mig. Gef ég nú ekki mikið fýrir það sem þú segir um hvers vegna þið komuð í veg fýrir birtingu þess í 1. tölublaði '99, nokkrum dögum fýrir útkomu þess blaðs. Þú segir þessi skrif merki nýja rit- stjórastefnu Víkingsins. Hvaða ritstjórastefnu ert þú að tala um? Vilt þú vera svo vænn að Sjómannablaðið Víkingur 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.