Sjómannablaðið Víkingur

Ukioqatigiit

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 107

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.1999, Qupperneq 107
Ismar hf. selur ekki aðeins fiskleitar- og siglingatæki heldur einnig fjarskiptatæki og býður nú Sjónvarp til sjós Hægt að ná sendingum sjónvarpsrása hvar sem er „Við bjóðum núna það sem við köllum Sjónvarp til sjós, eða TV at Sea eins og það heitir á ensku. Um er að ræða gervihnattadisk sem er 1,2 metrar að ummáli og með bún- aði sem veldur því að diskurinn er óháður veltingi skipsins. Hann er jafnframt inn í sérstakri kúlu sem ver hann fyrir úrkomu og vindi og því hefur veður ekki áhrif á móttökuna. íslenskir sjó- menn eru búnir að missa sjón- varpssamband klukkutíma eftir að lagt er úr höfn og eru að vonum mjög ósáttir við það. Við viljum hvetja ríkisstjórnina til að sjá til þess að sjónvarps- og útvarpsdagskrá verði sam- send um gervihnött svo sjó- menn geti verið í sambandi. Kostnaðurinn er áætlaður 60 til 80 milljónir króna á ári ásamt áætluðum rekstrarkostnaði um 10 milljónir á ári. Þetta tryggði sjómönnum sjálfsögð mann- réttindi," sagði Reynir Guð- jónsson framkvæmdastjóri ís- mar í samtali við blaðið. Reynir sagði að búnaðurinn hefði verið fyrst settur upp til reynslu um borð í togara sem var á Reykjaneshrygg í fyrra þegar heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu fór fram og vakið mikla lukku. Vídeótækjum var raðað upp um borð til að hægt væri að taka upp leikina fyrir á- hafnir annarra skipa sem fengu svo spólurnar strax eftir að leikjum var lokið. SeeTel sjón- varpsloftnet ásamt móttöku- búnaði væru nú komin um borð í sjö íslensk skip. Fimm skip með búnað frá ísmar en tvö skip sem keypt voru til landsins höfðu þennan búnað. Reynir taldi næsta Ijóst að sala á þessum sjónvarpsbúnaði fyrir skip ætti eftir aukast verulega á næstu árum. Sendingarnar nást frá hinum ýmsu sjón- varpsrásum nánast óháð stað- setningu skipsins að sögn Reynis og þegar er Ijóst að hægt er að ná merkjum sjón- varpsstöðvanna mun vestar en talið var möguiegt. „Okkar svið er fiskleitar- og siglingatæki ásamt fjarskipta- tækjum fyrir sjávarútveginn og landið. Raunar hefur útflutning- ur okkar á fiskleitartækjum stöðugt verið að aukast og við erum að selja þau til margra landa. Meðal annars höfum við selt tæki til Þýskalands sem framleidd voru þar í landi. Það kemur fyrst og fremst til af eignarhluta Útgerðarfélags Ak- ureyringa og Samherja í þýsk- um útgerðarfyrirtækjum. Það hafði áhrif á að þýskir dýptar- mælar voru frekar keyptir hjá okkur en af verksmiðjunum í Þýskalandi. Við höfum líka selt tæki til Chile og ýmissa fleiri landa og þar kemur til útrás ís- lenskra sjávarútvegsfyrirtækja," sagði Reynir er hann var spurður um önnur tæki sem ís- mar hefur á boðstólum. „Hér á íslandi hefur grunnur- inn hjá fsmar alltaf verið Scan- mar aflanemakerfi og höfuð- línumælar. Reyndar eru komnir óteljandi nemar inn á það kerfi. Við byrjum árið 1983 að lána nema til reynslu og lánuðum upphaflega fimm kerfi. Fengum tvö til baka með þeim skila- boðum að þau væru ónothæf. En þessi þrjú sem urðu eftir í notkun um borð eru síðan búin að selja á fjórða hundrað kerfi. Þegar Scnamar byrjaði voru bara til fáir nemar, aflanemar, hitanemi og dýpisnemi. Seinna kom svo höfuðlínunemi af ein- faldri gerð en síðan hafa bæst við ótal nemar. Má þar nefna dýpisnema á nótina, skekkju- nema, ristarnema og trollaugað svokallaða sem hefur reynst mjög vel og er komið um borð í 80 tii 90 skip. Sá búnaður hefur þann kost fram yfir það sem aðrir bjóða að hægt er að vera með tvö sett í sama skipinu hlið við hlið án truflana milli tækjanna. Þetta var fyrst reynt hér um borð í Pétri Jónssyni RE og síðan höfum við selt þetta í nokkur skip, þar á með- al nýja hafrannsóknarskipið Árna Friðriksson. Þetta eru allt skip sem draga tvö tonn sam- tímis. ísmar selur fleira en Scan- mar þótt það sé stór hluti af veltunni hjá okkur. Við seljum Trimble GPS tæki og Inmarsat skeytasendingabúnað fyrir skip. Þá hefur GPS landmæl- ingatæki skipað æ stærri sess í sölunni og meðal annars eru allar leiðréttingarstöðvar Sigl- ingamálastofnunar keyptar af okkur.“ -Eru íslendingar jafn tilbúnir til að hagnýta sér nýjungar og af er látið? „Já, það er engin spurning að íslendingar eru mjög mót- tækilegir fyrir nýjungum og fljótir að tileinka sér þær. En þeir eru líka fljótir að ná tökum á nýrri tækni og nýta sér hana til hagsbóta. Það vill gleymast í umræðunni. Menn eru ekki að kaupa tæki bara til að kaupa eitthvað nýtt heldur til að nota tækin sem hluta af þeirra á- kvarðanatöku sem þarf að fara fram í þeirra höfði á örskots- stund. Þar skilur á milli Islend- inga og margra annarra þjóða.“ -Hvenær var fyrirtækið stofn- að? „ísmar var stofnað árið 1982 og hóf starfsemi í Borgar- túni 29. Við vorum þar bara tveir í upphafi en mjög fram- sýnir. Ég var einn með þrjár skrifstofur og á verkstæðinu var Birgir Benediktsson með- eigandi minn einn í tæplega 100 fermetra plássi. En það liðu sem betur fer ekki mörg ár þangað til við vorum búnir að fullnýta bæði skrifstofu- og verkstæðisplássið. Nú erum við hér í Síðumúla 37 í eigin húsnæði sem er samtals 750 fermetrar. Við nýtum það rúm- lega að hálfu fyrir (smar og svo að hluta til fyrir ístel sem er dótturfyrirtæki ismar. Starfs- menn hjá l’smar eru 10 og skiptist jafnt milli þjónustu- deildar og skrifstofu- og sölu- deildar. Rekstur ísmar hefur alltaf gengið vel og við verið heppnir með starfsfólk. Það skiptir meginmáli að vera með góða vöru og veita góða þjón- ustu. Hér eru engin skamm- tímasjónarmið uppi heldur eru langtímasjónarmið látin ráða,“ sagði Reynir Guðjónsson. ■ SjÓMANNABLAÐIÐ VÍKINGUR 107
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.