Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Side 21

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Side 21
Flest ungt fólk gerir sér hins vegar grein fyrir þeirri baráttu sem orðið hefur í félagslegri stöðu yfirmanna, og halda að í þeirra hlutskipti komi einungis langar fjarvistir frá heimilum og fjölskyldum, en það hefur breyst samanborið við það sem áður þekktist og haldið hefur verið lifandi í hugum fólks. Að lokum, þá er rétt að geta þess, með vísan til þess sem sagði hér að framan, að sú fyrirmynd sem íslenskir skipstjórnar- menn á kaupskipaflotanum voru ungum mönnum hér áður fyrr er horfin. Þar kemur tvennt til, annars vegar sú staðreynd að hafnasvæðin þar sem skipin og þeir sem þeim sigldu voru sýnileg, eru nú lokuð og yfirmennimir eru horfnir í sama svipmót og aðrir, en þeir skáru sig úr vegna einkenndra klæða. Nú er fyrirmynd ungra manna og kvenna hvítflibbamenn sem versla á peningamarkaði með afrakstur framleiðslu og þjónustu, en ekki þeir sem afla þess afraksturs. ■ Verum með Sjómannablaðið Víkingur vill benda lesendum sínum á að blaðið á að vera opinn vettvangur fyrir greinaskrif, birtingu Ijósmynda og annars efnis sem hæfir að hafa í blaði sem Vikingnum. Við bendum sérstaklega á að blaðamenn Víkingsins eru reiðubúnir að aðstoða við skrif greina sem birtast eiga í blaðinu. Ljósmyndir og annað efni er vel þegið. Eins mælumst við til að sjómenn og aðrir áhugasamir hiki ekki við að benda okkur á efni og eins það sem betur mætti fara. Ritstjórn Víkingsins er í síma 511 2122. Víkingurinn á sjávarútvegssýningunni Fjöldi gesta Sjómannablaðið Víkingur var með bás á Sjávarútvegssýningunni i byrjun september. Fjöidi gesta kom á básinn og voru oft líflegar og skemmtilegar um- ræður um blaðið og annað sem sjómenn hafa áhuga á. Þau sem unnu á básnum voru mjög ánægð með viðtökurnar sem blaðið fékk og nokkur fjöldi áskrifenda bættist í þann góða hóp sem fyrir var. í tilefni sýningarinnar var blaðið prentað í stærra upplagi, í þvi voru fleiri blaðsíður en venja er til og það var allt litprentað. Þeir sem standa að blaðinu er vissir um að Víkingurinn mun verða á næstu sýningum, ekki síst til að gefa áskrifendum og öðrum lesendum færi á að ræða við það fólk sem vinnur að útgáfu blaðsins. Sjómannablaðið Víkingur 21

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.