Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Side 22

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Side 22
Utan úr heimi Hilmar Snorrason skipstjóri Stórflutningaskipin farast Tvisvar sinnum fleiri stórflutningaskip (bulkcarriers) fórust á síðasta ári en árið þar á undan eða alls 13. Tólf þeirra voru eldri en 20 ára en það þrettánda var smíðað árið 1996 og sökk það við strendur Japans og með því 10 manns. Fjöldi skipa yfir 500 brúttótonn sem fórust á árinu voru 96 en það var sjö skipum fieira en 1997. Sjötíu þeirra voru eldri en 20 ára en í tonnum talið töpuðust einungis 547 þúsund tonn á móti 740 þúsund tonnum árið á undan. Þessi umtalsverða lækkun er rakin til fækkun skaða á olíuskipum. Strandaglópar Það var mikill léttir þegar lausn komst á mál skipverjanna á togaranum Odinkova sem dvöldust um borð í skipi sínu í Reykjavíkurhöfn í rúma 9 mánuði. Mikla samúð fengu þeir meðal landsmanna, en því miður eru margir sjómenn um heim allan sem svo er ástatt fyrir, og misjafnt hvernig leyst er úr málum. íslensk stjórnvöld töldu sig ekki geta lagt fram lausn á þessu máli en að lokum tókst að selja skipið. Nýlega losnuðu þrír sjómenn, ættaðir frá Angóla, úr þriggja ára prís- und í höfninni í Le Havre. Þeir voru skipverjar á flutningaskip- inu Kifangondo, skráðu í Angóla og í eigu ríkisfyrirtæki, en vélarbilun varð í skipinu og það dregið til hafnar í byrjun janú- ar 1994. Almenn söfnun fór fram til að greiða flugfar fyrir mennina heim en talið er að franska ríkið hafi greitt þeim þau vangoldnu laun sem þeir áttu inn, samtals 74 þúsund dollara. Samkvæmt upplýsingum frá ITF eru að meðaltali fimm sjó- menn yfirgefnir af útgerðum sínum í hverjum mánuði og eina von þeirra til að fá laun sín, sem ekki eru þó há, og flug heim er að búa um sig um borð í skipunum þar til og ef tekst að selja þau. Það er eflaust ekki langt í að við fáum fleiri erlenda sjómenn í strand hér á landi því ef stéttarfélög sjómanna og önnur verkalýðsfélög, er reyna að verja hagsmuni sjómanna Þrettán stórflutningaskiþ fórust á síðasta ári. 22 Sjómannablaðið víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.