Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 52

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.1999, Blaðsíða 52
Hvernig maður ertu? Engir okkar eru eins, hver og einn hefur sín sérkenni, bæði hvað varðar útlit og hætti. Hér á eftir er persónuleikapróf sem eingöngu er ætlað karlmönnum, og kannski einstaka konu. 1. Þú skerð þig í fingur svo úr blæðir. Hvað gerir þú? A: Þú setur plástur yfir sárið. B: Þú þurrkar blóðið í buxnaskálmina. C: Þú sýgur blóðið. 2. Þú vaknar og ert ekki hress. Hvað gerir þú? A: Þú nærð í rasshitamæli og mælir þig. B: Þú hringir í vinnuna og segist ætla að sjá til hvenig þú verður um hádegi. C: Þú ferð í vinnuna. 3. Þú ert í verslun og ert að borga við kassann. Það er ung og snyrtileg kona að afgreiða þig, þú þarft að prumpa. Hvað gerir þú? A: Þú heldur í þér. B: Þú prumpar og biðst afsökunar. C: Þú lyftir lærinu og prumpar. 4. Þú ert að pissa og hluti bununar fer framhjá. Hvað gerir þú? A: Þú þurrkar upp eftir þig. B: Þú lætur sem ekkert sé. C: Þú þurrkar bleytuna í sokkinn. 5. Þú ert að borða. Hvað gerir þú þegar þú hefur fengið nægju þína: A: Þakkar fyrir þig. B: Bætir á þig einum diski. C: Hættir ekki fyrr en allur maturinn er búinn. 6. Þú ferð til rakarans til að fá þér jólaklippinguna. Þegar þú ert kominn í stólinn biður þú rakarann um? A: Að setja í þig strípur. B: Biður um þlástur í hárið að lokinni klippingu. C: Segir við rakarann, klippingu takk. 7. Kona bíður þér heim. Þegar hún segir þér að gera svo vel að ganga inn, hvað gerir þú? A: Ert rólegur þar til þér er boðið að setjast. B: Spyrð hvort þú megir fá þér sæti. C: Hlassar þér í stofustólinn og setur lappirnar upp á þorð. 8. Þú ert að fara upp stiga og kemur að eldri konu sem er að burðast með þungann poka. Hvað gerir þú? A. Spyrð hvort þú getir aðstoðað. B. Segist ætla að halda á pokanum fyrir konuna. C. Þrífur pokann af konunni og æðir upp stigann. 9. Þú kemur að litlum dreng sem hefur meitt sig og grætur. Hvað gerir þú? A. Spyrð hvað hafi komið fyrir og hvort þú getir hjálpað. B. Segir honum að herða sig og hætta að gráta. C. Segir honum að hætta þessu voli og bætir við að karlmenn gráti ekki. 10. Þú ert að borða jólamatinn og það fer sósa langt út á kinn. Hvað gerir þú? A. Teygir þíg í servíettuna og þurrkar sósuna. B. Þú þurrkar sósuna með fingrinum og sleikir hann síðan. C. Þú þurrkar sósuna í skyrtuermina. 11. Þér er gefinn viskípeli. Hvað gerir þú? A. Þú þakkar fyrir þig og ferð með hann heim. B. Þú þakkar fyrir þig og sýpur á. C. Þú skrúfar tappann af, færð þér góðan sopa og hendir tappanum. 12. Þú ert ekki einn þegar þú hefur þörf fyrir að fara á salerni. Þú tjáir þörf sína með eftirfarandi hætti? A. Ég þarf að fara á salerni. B. Ég þarf að kúka. C. Ég þarf að skíta. A: Við hvert svar í A fæst eitt stig. B: Við hvert svar í B fást tvö stig. C: Við hvert svar í C fást þrjú stig. Niðurstaðan: 12 til 18 stig: Þú ert kveif, ekki til stórræðanna, sannkölluð skræfa og telst vart til karlmanna. 19 til 26 stig: Þú ert þessi mjúka týpa sem hefur verið haldið á lofti. Sem sagt ekki hið sanna karlmenni, vælinn og væminn. 27 til 32 stig: Þú ert fyrirmynd annarra karlmanna, það er annarra en þeirra sem snyrta sig sérstaklega, setja djell í hárið og ganga með skartgripi. Sennilega ert þú draumaprins flestra kvenna. Þær viðurkenna það samt ekki allar. 33 til 36 stig: Þú ert rusti og varla í húsum hæfur. Lífsmynstur þitt er ekki til eftirþreytni og það er Ijóst að hvar sem þú kemur veldur þú vonPrigðum. Leitaðu hjálpar. 52 Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.