Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 19
Egill Skallagrímsson.
„Þetta er versta veður sem ég hef lent í á mínum sjómannsferli. Við vorum búnir að vera hálfan
mánuð úti þegar veðrið skall á með blindhríð og stjórsjó. Við höfðum brennt miklu af kolum á
þessum tveimur vikum og skipið létt. Annars hefðum við farið niður,“ segir Guðmundur.
Belgaum.
„Ég var fyrst hjálparkokkur þar. Þórarinn átti skipið og réði þar öllu. Þetta var fyrir vökulög en
Þórarinn var með fyrstu skipstjórum sem sá sér hag í að láta mennina sofa. Á saltfiskinum lét
hann þá alltaf sofa fjóra tíma á sólarhring sem þótti gott þá. Hann þurfti sjálfur að hvíla sig og
vissi að mennirnir þyrftu þess líka. Annars var alltaf staðið við sem eðlilegt er því alltaf var nóg-
urfiskur."
-Voruð þið hræddir um að skipið færi nið-
ur?
„Ja, maður vissi svo sem ekki hvað gæti
skeð. En eins og ég sagði þér áðan var skipið
létt því búið var að brenna miklu af kolum og
einnig var lítill afli. En við hugsuðum um það
eitt að reyna að bjarga skipínu. Eftir að hafa
staðið í austri hátt á annan sólarhring tókst að
kveikja upp og koma vélinni af stað. Þá var
hægt að fara að sigla til lands. Snæbjörn Stef-
ánsson skipstjóri kallaði þá á mig upp í brú
og bað mig að taka stýrið, en hann hafði ver-
ið einn í brúnni meðan á þessu gekk. Snæ-
björn var skapmaður en góður skipstjóri.
Siglingin til Reykjavíkur gekk áfallalaust.
Togarinn Leifur heppni fórst í þessu veðri og
hann togaði framhjá okkur kvöldið áður en
veðrið skall á. Hann var þá nýkominn á mið-
in. Einnig fórst togarinn Robertson sem var
gerður út frá Hafnarfirði. Menn voru með
getgátur um að skipunum hefði lent saman
en það var enginn til frásagnar urn það. Þetta
var versta veður og mesti djöfulgangur sem ég
hef nokkur sinni lent í.“
BYRJAÐI 10 ÁRA TIL SJÓS
Guðmundur Thorlacius er fæddur 18. á-
gúst 1904 í Vesturbænum og þar hefur hann
verið búsettur síðan utan þrjú ár sem hann
bjó á ísafirði.
„Faðir minn var Vestfirðingur og sjómaður.
Hann dó 1914 úr lungnabólgu. Ég var þá 10
ára gamall, elstur af fjórum systkinum. Það
var metnaðarmál hjá móður minni að þurfa
ekki að þiggja neitt. Ég fór þá strax tíu ára
gamall á kútter Sigríði með Birni í Ána-
naustum sem var þekktur maður á þeim
tíma. Faðir minn hafði verið þar skipverji þar
til hann veiktist og dó á besta aldri. Við vor-
um mikið að veiðum fýrir vestan og menn
um borð voru að undra sig á því hvað þar
væru mörg ensk herskip á siglingu. Þegar við
komum að landi fréttum við að skollin væri á
heimsstyrjöld. Svona var nú fréttaflutningur-
inn þá. Þegar fýrra stríðið skall á 1914 var
verið að byggja þrjá togara fýrir íslendinga.
Tvo í Englandi og einn í Þýskalandi. Belgum
og Egill Skallagrímsson í Englandi en Gylfa í
Þýskalandi. En togararnir fengust ekki af-
hentir fýrr en eftir stríð og komu heim árið
1919. Þá fór ég sem hjálparkokkur á Gylfann
og var á honum frá því um haustið og fram að
áramótum að ég fór á Belgaum til Þórarins
Olgeirssonar og þar var ég í fjögur ár.“
FJÖGURRA TÍMA SVEFN
-Varstu háseti þar eða kokkur?
„Ég var fýrst hjálparkokkur þar. Þórarinn
átti skipið og réði þar öllu. Þetta var fýrir vök-
ulög en Þórarinn var með fýrstu skipstjórum
sem sá sér hag í að láta mennina sofa. Á salt-
fiskinum lét hann þá alltaf sofa fjóra tíma á
sólarhring sem þótti gott þá. Hann þurfti
sjálfur að hvíla sig og vissi að mennirnir
þyrftu þess líka. Annars var alltaf staðið við
sem eðlilegt er því alltaf var nógur fiskur.“
-Naustu föður þíns þegar þú fékkst skips-
rúm svona ungur?
„Já. Ég átti að fara út með föður mínum
um sumarið þegar ég var tíu ára. En þó að
hann félli frá var ég látinn njóta þess. Þetta
voru indælismenn, bæði útgerðin og Björn
heitinn. Maður lærði margt þó að þetta væri
vélarlaus skúta.“
-Hvað var síðan til þess að þú fórst á Egil
Skallagrímsson?
„Þórarinn Olgeirsson sem átti Belgum bjó
í Englandi og stólaði mikið á enska markað-
inn. En sá markaður var alltaf lélegur á sumr-
in og sumarið 1924 fór ég á síldveiðar með
Snæbirni Stefánssyni. Hann var svo kallaður
suður til að verða skipstjóri á Agli. Þegar ég
kom suður um haustið fór ég sem háseti til
hans. Ég var í átta ár hjá Kveldúlfi. Fyrst á
Agli og svo á Gulltoppi með Halldóri Gísla-
syni. Þegar ég hætti á togurum eftir um 35 til
40 ár var ég svo heppinn að lenda hjá SH og
Sjómannablaðið Víkingur
19