Sjómannablaðið Víkingur - 01.02.2000, Blaðsíða 22
Hæstaréttardómur sýknar útgerð og neitar bótum vegna slyss um borð í bát
Slysið eingöngu rakið til
óhappatilviks og óaðgæslu
Maður sem starfaði sem matsveinn um
borð í fiskiskipi slasaðist þegar hann var
staddur í matvælageymslu skipsins. Ólag reið
yfir með þeim afleiðingum að kokkurinn
tókst á loft og skall aftur á bak á hurð kælis-
ins, sem opnaðist út á gang, en hentist síðan
yfir ganginn og lenti á handriði gegnt hurð-
inni.
Málavextir eru þeir að kokkurinn varð fyr-
ir slysi við störf sín þegar skipið var á siglingu
áleiðis til Vestmannaeyja til að taka olíu. Veð-
urhæð var um það bil 9 vindstig. Kokkurinn
var að undirbúa málsverð og átti erindi í kæli
skipsins til að sækja þangað matvörur. Kveðst
hann hafa farið inn í kælinn og lokað hurð-
inni á eftir sér. Á meðan hann var þar inni
reið ólag yfir skipið með þeim afleiðingum að
kokkurinn tókst á loft og skall aftur á bak á
hurðina, sem opnaðist út á gang. Kveðst
hann hafa henst yfir ganginn og skollið á
handrið handan hans gegnt hurðinni. Hann
kveðst hafa hlotið þungt högg á höfuð og bak
og verið mjög kvalinn eftir atvikið. Þegar
skipið kom til Vestmannaeyja var farið með
manninn á Heilsugæslustöð Vestmannaeyja
þar sem hann var skoðaður af lækni. Kvaðst
kokkurinn eiga erfitt með að sitja og standa
og hafa slæma verki í höfði, hálsi og hnakka.
Við skoðun kom í ljós stór kúla í hnakkan-
um. Teknar voru röntgenmyndir af hálsi,
höfði, herðum og brjóstkassa, en ekki
greindust nein brot. Skoðun leiddi einnig í
ljós mikil þreifieymsli yfir báðum herðablöð-
um og á milli þeirra og upp eftir vöðvum
brjósthryggjar og hálsvöðvum alveg upp í
hnakka. Þetta var túlkað sem tognun og væg-
ur heilahristingur og var honum ráðlagt að
taka inn bólgueyðandi lyf og verkjatöflur.
Fékk hann ströng fyrirmæli um að yrði hann
undarlegur eða skrítinn yfir höfði skyldi hann
strax leita lælcnis. Kokkurinn var sendur heim
að lokinni skoðun. Fór hann til Reykjavíkur
og mun hafa legið fyrir á heimili sínu. Hann
leitaði til heimilislæknis síns 21. mars 1995. í
læknaskýrslu segir að kvartanir stefnanda hafi
verið óljósar. Kokkurinn hafi sagst vera kom-
inn til að láta meta sig eftir vinnuslys. Þá hafi
hann tjáð lækninum að hann ætti að fara út á
sjó 24. mars í þriggja vikna túr. Niðurstaða
læknisins var sú að maðurinn yrði að ákveða
það sjálfur hvort hann færi. Fram kemur í
sömu sjúkraskýrslu að kokkurinn hringdi í
heimilislækni sinn utan af sjó 28. mars til að
biðja um áverkavottorð. Þar segir og að lækn-
irinn sé búinn að fá gögn frá Vestmannaeyj-
um, en hann vanti lýsingu á slysinu frá báts-
manni eða stýrimanni og muni kokkurinn
koma með afrit af því næst þegar hann kæmi
inn eftir u.þ.b. þrjár vikur.
Skip stefnanda kom til Vestmannaeyja 31.
mars 1995 vegna brælu og kveðst kokkurinn
þá hafa verið illa haldinn af verkjum, enda
þótt hann hafi verið á sterkum verkja- og
bólgueyðandi lyfjum. I landi Ienti hann í
ryskingum við annan sjómann og skarst á
hendi. Stefnandi mun ekki hafa farið aftur til
starfa um borð í skipinu.
Bæklunarlæknir mat örorku kokksins og
varð endanlegt mat lækna að örorka kokks-
ins sé 25 prósent.
Málsástæður kokksins
Kokkurinn reisir kröfur sínar á því að út-
gerðin beri bótaábyrgð á tjóni hans þar sem
vanbúnaður um borð í skipi stefnda og gá-
leysi starfsmanna hans hafi með samverkandi
hætti valdið því að kokkurinn varð fyrir um-
ræddu slysi.
Hann telur að vanbúnaðurinn hafi annars
vegar falist í því að hurð á fyrrgreindum kæli-
klefa hafi verið með ófullnægjandi læsinga-
búnaði og hafi hurðin opnast út á gang í stað
þess að opnast inn í kæliklefann, svo sem ráð
sé fyrir gert á teikningum af skipinu. Kokkur-
inn telur að dyraumbúnaður á kæliklefa
skipsins hafi með réttu átt að vera þannig, að
traust festing væri á hurðinni sjálfri í lokaðri
stöðu og einnig festing á vegg fyrir hurðina í
opinni stöðu. Hefði dyraumbúnaður verið
með þeim hætti á kælildefa skipsins hefði
umrætt slys ekki átt sér stað. Þá hefði slysið
ekki átt sér stað hefði hurðin opnast inn en
ekki út.
Hins vegar hafi vanbúnaðurinn falist í því
að skipið hafi verið hlaðið aukaveiðarfæra-
búnaði, sem verið hafi á brúarvæng og víðar í
skipinu langt ofan sjólínu. Fari það í bága við
fyrirmæli Siglingamálastofnunar um hleðslu
skipsins miðað við stöðugleikapróf og stöð-
ugleikahæfni skipsins. Telur kokkurinn að
skipið hafi verið ranglega hlaðið og ofhlaðið
af aukaveiðarfærum.
Kokkurinn kveður gáleysi skipsstjórnenda
hafa falist í því að sigla skipinu ógætilega og
óeðlilega við slæmar aðstæður þrátt fyrir þá
staðreynd og vissu að skipið valt óhæfilega og
hafi átt til að taka fyrirvaralausar og snöggar
dýfúr við keyrslu. Af framburðum vitna í sjó-
prófi, sem haldið hafi verið vegna slyssins, sé
ljóst að skipið hafi verið slæmt sjóskip og olt-
ið mikið. Upplýst sé að er slysið varð hafi veð-
urhæð verið 9 vindstig og hafi því verið rangt
og gálaust að keyra skipið með þeim hætti,
sem gert hafi verið, enda verði að telja að það
sé ein orsök þess að stefnandi varð fyrir um-
ræddu slysi. Þá verði að hafa í huga að skipið
hafi verið eins og áður segir ranglega hlaðið
og ofhlaðið aukaveiðarfærum.
Kokkurinn telur ofangreind atriði hafa
með samverkandi hætti valdið því að stefn-
Upplýst sé að er slysið varð hafi veðurhæð verið 9
vindstig og hafi því verið rangt og gálaust að keyra
skipið með þeim hætti, sem gert hafi verið...
22
Sjómannablaðið Víkingur