Sjómannablaðið Víkingur

Årgang

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 10

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2002, Side 10
Veist þú um reykvískar sjóminjar? Borgarráð Reykjavíkur hefur sett á laggirnar nefnd sem ætlað er að kanna grundvöll fyrir stofnun sjóminjasafns í Reykjavík. í henni sitja Sigrún Magnús- dóttir, formaður, Helgi Pétursson og Vil- hjámur Þ. Vilhjálmsson. Einnig sitja í nefndinni Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður og Helgi M. Sigurðs- son fyrir hönd Árbæjarsafns - Minjasafns Reykjavíkur og Hannes Valdimarsson hafnarstjóri og Bergur Þorleifsson frá Reykjavíkurhöfn. Nefndin óskar nú eftir upplýsingum frá almenningi um reykviskar sjóminjar Eirikur Jónsson. Aðalfundur FSK Eiríkur Jónsson kjörinn formaður Á aðalfundi FSK sem haldinn var á Akranesi 20. apríl siðast liðinn lýsti formaður kjörnefnd- ar niðurstöðu stjórnarkjörs fyrir starfstímann 2002-2004. Á kjörskrá voru 401 félagi en 151 greiddi atkvæði. Einn listi var í kjöri og varð hann því sjálfkjörinn. Atkvæði til formanns féllu þannig að Eiríkur Jónsson hlaut 50 atkvæði, Magnús Harðarson 32 og Auðunn Fr. Kristinsson 23, en aðrir fengu færri atkvæði. Eiríkur Jónsson var því rétt kjörinn formaður og Magnús Harðarson varaformaður. af öllu tagi í eigu einstaklinga, félaga, fyrirtækja og stofnana. Hér er átt við báta- og skipaútgerð, kaupsiglingar, aðrar samgöngur á sjó, vita- og hafnarmál, sjó- björgun, landhelgisgæslu, hafrannsóknir, hlunnindi og annað sem tengist sjónum beint eða óbeint, t.d. verslun. Einnig er verið að leita upplýsinga um bæði muni, myndir og skjöl. Þeir sem geta aðstoðað vinsamlega hafi samband við Helga M. Sigurðsson á Ár- bæjarsafni 1 síma 577 1111 (hms@abs.rvk.is) eða Berg Þorleifsson hjá Reykjavíkurhöfn í síma 525 8900 (bergur@rhofn.rvk.is) Nýr vefur fyrir sjómenn Vefurinn sjomadur.is hefur verið opnaður. Vefnum er ætlað að vera nýtt sameiningartákn fyrir sjómenn, Sjómannahringinn. Hringnum er ætlað að vera sameiginlegt tákn fyrir sjómenn og undirstrika samstöðu þeirra allra. i 10 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.