Sjómannablaðið Víkingur

Volume

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Page 16

Sjómannablaðið Víkingur - 01.06.2004, Page 16
Ströndin var mér góður skóli Sœmundur Guðvinsson rœðir við Halldór V. Guðmundsson skipstjóra á Dettifossi um farmennskuna og ferilinn til sjós Halldór V. Guðmundsson er búinn að stíga ölduna í um eða yfir 40 ár og nær allan þann tíma hefur hann siglt hjá Eim- skip. Hann hefur verið skip- stjóri hjá félaginu í meira en aldarfjórðung og er nú skip- stjóri á Dettifossi. Það er stærsta skip Eimskips ásamt Goðafossi, sem er systurskip, en þau eru 14.664 BT. Þetta er fimmta skip Eimskips með heitinu Dettifoss. Sjómanna- blaðið Víkingur spjallaði við Halldór vítt og breytt um far- mennskuna og þar bar margt á góma. Sitthvað úr því spjalli fer hér á eftir. Halidór er fæddur og uppalinn á ísa- firði og segir að það hafi bara um tvennt að velja; að fara á sjóinn eða í frystihús- ið. En hann hafi alltaf ætlaði á sjóinn, enda á hann ættir að rekja til sjómanna bæði í föður- og móðurætt og þetta lá því beint við. - Fyrsta launaða starfið á sjó var þegar ég fór sem hálfdrættingur á togarann Pét- ur Halldórsson, þá 14 eða 15 ára gamall. Ég er gagnfræðingur úr sjóvinnudeild Lindargötuskóla í Reykjavík og við fór- um flestir á togara milli þriðja og fjórða bekkjar. Svo þegar ég kláraði 4. bekk langaði mig til að prófa farmennskuna jafnframt því sem ég stefndi á Stýri- mannaskólann. Til að fá inngöngu í skól- ann og síðan réttindi þurfti siglingatíma. Mér tókst að fá starf sem viðvaningur hjá Eimskip og var í hópi þeirra sem sóttu Reykjafoss lil Danmerkur 1965. Pað þótti upphefð að sækja nýtt skip og strákarnir fóru að spyrja hver væri pabbi minn. Voru sannfærðir um að ég væri sonur einhvers stórkalls hjá félaginu, en ég þekkti engan þar á bæ. En yfirleitt var það svo að þeir sem fóru að sækja nýtt skip voru synir einhverra manna sem áttu eitthvað undir sér og síðan fóru þeir bara af þegar skipið var komið heim. Ég fór svo yfir á Skógafoss, systurskip Halldór í siglingu með son sinn og alnajna semfœr að skarta húfunni. 16 - Sjómannablaðið Víkingur

x

Sjómannablaðið Víkingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.