Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 38

Sjómannablaðið Víkingur - 01.09.2005, Blaðsíða 38
„Af einni þúfu“ Karl Eiríksson segir frá upphafi þyrluflugs á íslandi Hann heitir fullu nafni, Gunnlaugur Karl Eiríksson, og hefur starfað að flugmálum í marga áratugi, fyrst sem flugmaður hjá Flugfélagi íslands, síðar rak hann Flugskólann Þyt (1950-1963) og seinast var Karl fulltrúi og formaður í rannsóknarnefnd flugslysa og flugslysa- nefnd. Hann var einnig lengi forstjóri Bræðranna Ormsson. Fyrri hluti greinarinnar er viðtal við Karl en seinni hlutinn byggir, auk við- talsins við Karl, á Alþingistíðindum og skýrslum, sem samdar voru um þyrluna, kosti hennar og galla, og birtar voru í A- hluta Alþingistíðinda árið 1950. Boðin þyrla „Ég fékk snemma áhuga á flugi, fór fyrst í svifflugið og svo tók ég einkaflug- mannspróf hér heima áður en ég fór til Bandaríkjanna að læra flugvirkjun. í næsta nágrenni við skólann, sem var í Buffalo í New York fylki, voru Bell- verksmiðjurnar með aðstöðu og flugvöll við Niagara Falls flugvöll og frá þeim fengum við allskonar vélar og mótora að æfa okkur á, bæði orustuflugvélar og þyrlur, sem við rifum í sundur og settum saman. Samhliða flugvirkjanáminu sótti ég flugskóla í bænum Niagara Falls, sem er samvaxinn við Buffalo, og þaðan tók ég atvinnuflugmannspróf. Þegar við lukum flugvirkjanáminu var mér og góðum félaga mínum og bekkar- bróður til þriggja ára, Chuck Amarillo, boðið ásamt skólastjóranum og deildar- stjóra flugvirkjadeildarinnar í kvöldmat. Gestgjafinn var Faurence D. Bell, eigandi og forstjóri Bell Aircraft. Hann vildi bjóða okkur vinnu hjá Bell verksmiðjunum Þegar málsverðinum lauk og Bell var orðið ljóst að ég ætlaði að heim til ís- lands aftur bauðst hann til að senda þyrlu til landsins en sjálfur ætlaði hann að borga fyrir fiutninginn á henni. Við mættum hafa hana til reynslu í tiltekinn tíma, skilmálalaust, og ef mönnum líkaði hún ekki þá væri ekkert annað að gera en að senda vélina út aftur. Þetta var í mai 1947. Ég hélt heim á leið en Chuck réðist í vinnu hjá Bell en hann hafði tekið at- vinnuflugmannspróf með mér um leið og flugvirkjann. Seinna var Chuck kallaður í herinn þar sem hann varð majór áður en yfir lauk. Það seinasta sem fréttist af þessum góða vini mínum var að vélin Mister Youell sýnir þyrluna á Melavellmum. Það varð kannski eitt með öðru til þess að vélin var ekki keypt að krónan var haustið 1949 gengisfelld svo hressilega að Slysavamafélagið átti ekki lengurfyrir henni. Til að ráða bót má þessu baðfélagið ríhisstjórnina um að hlaupa undir bagga með það sem ávantaðí en tók jafnframt fram að ef svarið yrði neikvætt þá myndi félagið hafa önnur ráð tíl að brúa bilið. Flothylkin (pontoon) eru undir vélinni í stað hjóla en á þau mátti reyra sjúka menn, hans var skotin niður yfir Kóreu. Úr annarri bandarískri flugvél, sem hnitaði hringi fyrir ofan, sást hvar Chuck og fé- lagar hans gengu út úr vélinni sem hafði brotlent á tiltölulega sléttu svæði. Þeir héldu höndunum hátt upp og voru auð- sjánlega lítið eða ekkert sárir. Síðan hefur ekkert til þeirra spurst og Norður-Kóreu- menn aldrei viðurkennt að þessir menn hafi komið inn á yfirráðasvæði þeirra.“ Þyrlan kemur „Ég fór heim og fékk vinnu hjá Flugfé- lagi íslands sem flugmaður. Jafnframt garfaði ég í því að fá einhvern til að þiggja þyrlu-lánið sem Bell hafði boðið. Slysavarnarfélag íslands ákvað að slá til enda voru þyrlurnar teknar að geta sér orð sem einstök björgunartæki. En við megum ekki gleyma þvi að þær voru ennþá, þegar hér var komið sögu, tiltölu- lega ný uppfinning manna eins og Igors Sikorsky og Lawrence D. Bell. Það átti þó eftir að líða drjúgur tími áður en þyrlan kom eða tvö ár. Þetta voru erfiðir tímar. Fátækt og skortur á erlendum gjaldeyri og allskonar innflutn- ingshöft voru á. Það gat tekið mánuði og jafnvel ár að fá innflutningsleyfi ef það þá fékkst. Ég hafði strax og Bell orðaði þyrlulánið við mig rætt við Hannes Kjartansson, sendiherra okkar hjá Sam- einuðu þjóðunum og mikinn fjölskyldu- vin okkar, en hann var með fyrirtækið Elding Trading Company og varð úr að það sæi um innflutning þyrlunnar. Það var þó ekki fyrr en í byrjun maí 1949 að þyrlunni, Bell-47D, var loks skipað upp á hafnarbakka í Reykjavík. Hún kom í pörtum og með henni vél- virki, mister Finch, til að setja hana saman. Slysavarnarfélagið hafði þá rætt við Örn O. Johnson, framkvæmdastjóra Flugfélags íslands, um að fá lánaða flug- menn til að læra á vélina og urðum við Anton Axelsson fyrir valinu. Einnig voru þeir Jón Pálsson og Sig- urður Ágústsson, báðir vélvirkjar frá sama skóla og ég, fengnir til að aðstoða Finch við samsetningu vélarinnar og við- hald. Finch hélt fljótlega heim aftur þeg- ar hann sá hversu klárir þeir Jón og Sig- urður voru enda nutu þeir góðs af námi sínu í Buffalo þar sem þeir höfðu staðið löngum stundum yfir allskonar flugvél- um og flugvélapörtum frá Bellverksmiðj- unni. 38 - Sjómannablaðið Víkingur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.