Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Síða 37

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Síða 37
blöð eru aðgengileg um borð í skipunum þá verða þau notuð. Það eru allir betur settir að skrá slysin niður og tilkynna um þau. Valmundur minntist á vaktafyrirkomu- lag í skipum og sagðisl hafa séð fyrir skemmstu hugmyndir að annarskonar vaktafyrirkomulagi en 6 tíma vöktunum sem tíðkast á stóru skipunum í dag. Hann sagði að fjalla þurfi meira um þau mál. Ef tóg slitnar þá ... „Það er ein ábending sem ég vil koma á framfæri við ykkur og það varðar öll þau nýju efni sem við erum farnir að nota á fiskiskipunum t.d. dynex eða dynema,“ sagði Valmundur. „Menn eru farnir að nota þetta í alla gilsa og fleira. Því er haldið fram að ef tógið slitnar þá sé engin hætta því það detti strax dautt niður, en það er rangt því reynslan hefur sýnt að svo sé ekki. Það þarf að koma fram að þetta getur verið stórhættulegt. Einnig er því haldið fram að nota megi dynema tóg í pokastroffur þegar það er orðið lélegt. Það þarf að rannsaka þessa hluti og fá á hreint hvað er best að nota hverju sinni, t.d. hvaða efni er best að nota í pokastroffurnar. Er það venjulegt gamalt PE eða gilsar úr notuðu dynex.“ Valmundur kom einnig inn á örygg- istrúnaðarmenn í skipum og taldi slíkt fyrirkomulag vera til bóla. Valmundur sagði: „Þakka ber starfs- mönnum Landhelgisgæslunnar að vaka stöðugl yfir okkur þó við séum ekki allt- af ánægðir með allt hjá þeim. En það er gott að vita að þeir eru til taks.” Lítil umræða var á Vestmannaeyjafundinum en komið var inn á meðal annars fjölda slysa til sjós og kom fram að slysum hefur fækkað þó tekið sé tillit til fækkunar sjómanna. Sagt var að orsakir þess að skip sökkvi séu oft óþekktar þar sem þau liggja á miklu dýpi og illmögulegt sé að rannsaka þau þar. Þá var komið inn á hversu erfitt er að manna fiskiskipin í dag og voru menn einnig að undrast það hvernig hægt var að komast af hér áður fyrr án þess að hafa vefinn og allar þessar upplýsinga um veður og sjólag. Haldið til Hafnarfjarðar Fundur haldinn 4. apríl 2006 í Hraunholti Dalshrauni 15. Fundarstjóri var Helgi Laxdal formaður Vélstjórafélags íslands. Sturla Böðvarsson ávarpaði fund- argesti á þessum fundi. Sturla sagði m.a. í ávarpi sínu að samgönguráðuneytið leggi mjög mikla áherslu á að eiga gott samstarf við sjó- menn og útvegsmenn og þá sem að þess- um málum koma. Þegar hann tók við sem samgöngu- ráðherra vorið 1999 þá fór hann strax í upphafi mjög vandlega yfir siglinga- Valmundur Valmundsson benti á aö ný efni tryggðu ekki að tóg sem slitni detti endilega dautt niður. Fyrir því sé engin vissa. Myndin sýnir varðskipið Ægi með Hdkon í drætti. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson ís norður af Vestfjörðum. Myndin er tekin l öndverðum mars 2005. Hafísinn er ógn við sjómenn. Ljósmynd Jón Páll Ásgeirsson Sjómannablaðið Víkingur - 37

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.