Sjómannablaðið Víkingur

Árgangur

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Síða 65

Sjómannablaðið Víkingur - 01.12.2006, Síða 65
Ýmsir hafa haldið því fram að það hafi verið breskur kafbátur sem réð- ist á íslensku skipin i marsbyrjun 1941. Tilgangurinn hafi verið að vinna íslendinga til fylgis við málstað Breta sem á þessum tíma stóðu einir í þessari styrj- öld sem þeir voru að tapa og þess vegna vísir til að grípa til örþrifaráða. Við réttarhöld sem haldin voru í Reykjavik vegna þessara skipstapa kom fram að togarinn Geir hafði verið stöðv- aður af breska kafbátnum Torbay N-79 þann 16. mars, 27 mílur út af Barra Head. Yfirmaður á bátnum skýrði togaramönn- urn frá því að daginn áður hefðu þeir sökkt vopnuðum þýskum togara sem var með íslenskan fána málaðan á síðuna. Torbay, hvaða skip var það? Kafbáturinn Torbay var smíðaður í Chatham, hann var 84 m. langur með tveim 2500 ha diesel vélum og 2 x 1450 ha rafmótorum til notkunar neðansjávar. Fjörutiu og átta tnanna áhöfn var á bátn- um. Þjóðverjar gerðu loftárás á skipasmíða- stöðina í nóvember 1940 svo afhending bátsins dróst fram í janúar 1941. Báturinn var vopnaður sextán tundurskeytum, fjögurra tonnnu fallbyssu, sem var í turn- inum, og þremur Lewis vélbyssum til loftvarna. Vegna þess hve Lewis byssu- rnar voru bilanagjarnar var sett svissn- esk Oerlikon loftvarnabyssa í bátinn árið 1942. Antony Miers var yfirforingi á bátnum í upphafi, næstráðandi var Paul Chapman sem hefur skrifað sögu af veru sinni um borð í Torbay og heitir hún, SUBARINE TORBAY. I bókinni eru myndir af áhöfn- inni og virðist hún öll hafa verið vel sjóuð þegar hún var skráð á Torbay. Samhæfing áhafnarinnar fólst 1 skotæf- ingum við Thamesósa og svo var lagt upp í fyrstu ferðina 6. mars 1941. Vegna þess að Chapman lenti í sóttkví gat hann ekki farið með og segir því ekkert frá þess- ari ferð í bókinni að því undanskildu að N-79 átti að fylgja skipalest til Halifax. Klukkan eitt aðfaranótt 22. mars leggur Torbay af stað frá Clyde til Alexandríu í Egyptalandi þaðan sem báturinn var gerður út þar til í maí 1942. Torbay herjaði rnest á Eyjahafi og sökkti þar fjölda skipa auk þess að bjarga samveldishermönnum frá eynni Krít og flytja strandhöggsmenn til Afríku. Bátnum fylgdu einn eða tveir strand- höggsmenn (mariners) sem voru á vél- byssunum, meðal annars vegna þess hve vanir þeir voru að vinna við vélbyssur og lagnir að koma þeim i gang þegar þær klikkuðu. Fyrsta herförin frá Alexandriu hófst 28. maí og var í þeint leiðangri sökkt tveimur olíuskipum, tundurspilli, skonnortu og þremur seglbátum (caique). Seglbátarnir voru svipaðir á stærð og íslenskir vertíðarbátar, voru þeir taldir vinna við flutninga fyrir þýska her- námsliðið. Áhafnir seglskipanna voru oftast (ein undantekning) skotnar með vélbyssunt og skipunum sökkt með fall- byssuskotum. Ef fallbyssan var biluð eða skotfæralaus var gengið frá skip- unum með vélbyssuskothríð eða lít- illi TNT sprengju (1,25 lb). Lýsingar Chapmanns á þessu öllu eru líkar lýsing- um íslendinganna sem sluppu lifandi frá árásunum í mars. Einn þeirra fslendinga sem lifði af sagð- ist hafa séð eitlhvað sem líktist svörtum eldspúandi kassa á sjónum. Fallbyssan var í turninum og þurfti Torbay því aðeins að slinga turninum upp úr yfir- borðinu þegar árás var gerð ofansjávar. Ekki verður annað sagt en að Torbay hafi náð sæmilegum árangri á Eyjahafi. Seinni hluta árs 1941 sökkti hann 14 seglbátum, 4 skonnortum, 5 flutninga- skipum, 3 olíuskipum, 2 tundurspillum og einum ítölskum kafbáti. Við útkomu bókar Chapmans varð upphlaup i bresk- um fjölmiðlum vegna meintra rnorða á þýskum hermönnum sem voru farþegar á einu af seglskipunum og höfðu gef- ist upp. Chapman lýsir þessurn drápum í bókinni og afgreiðir þau með því að líklega hafi þessir menn ætlað að ráðast á kafbátinn með handvopnum. Bretarnir hirtu kúlurnar, af hverju? Við stríðsglæparéttarhöldin í Núrnberg var reynt að sanna stríðsglæpi á þýska flotaforingja, það tókst ekki. Rétturinn www.kvotathing.is Þjónustufyrirtæki í sjávarútvegi Skipa- og bátamiðlun Nýsmíði skipa/báta Kvótamiðlun Viðhaldsverkefni Ráðgjöf og þjónusta I Eignamiðlun í sjávarútvegi | Tækjasala SM kvótaþing Sími 577 7010 Fax 577 7011 kvotathing@kvotathing.is www.kvotathing.is SM Kvótaþing ehf. Þverholti 2 270 Mosfellsbæ

x

Sjómannablaðið Víkingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannablaðið Víkingur
https://timarit.is/publication/335

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.