Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 3

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 3
ÍÍÁTTÚRUFRÆÐINGURINN 1931 gg Silf urref ur. (Refamóðir á Bjarmalandi). RefSrnír á Bjarmalandí. Eg er nýkominn frá Bjarmálandi; ekki því Bjarmalandi, þar sem Örvar-Oddur barðist við tröll og fjölkunnugar þjóðir og vann sér frægðarorð, heldur frá Bjarmalandi við Laugalæk á norðanverðum Kirkjusandi. — Þar býr og hefir búið í mörg ár Ewil RoJcstad austmaður. Hefir hann tekið tryggð við ís- lenzkan búskap, talar Vel íslenzku og hefir samið sig að íslenzk- um há'ttum. -— Hann hefir numið þar land og bygt sér bæ, að sið hinna fornu landnámsmanna. í búskaparlagi hans er ýmisskonar nýbreytni og fjölbreytni, sem ber vott um það, að hann styðst v’ð tveggja þjóða reynslu í framkvæmdum sínum. Húsdýrin, eða kvikfénaðurinn á Bjarmalandi er nokkru fjöl- breyttari en almennt er í sveit. Rokstad hefir bæði kýr, hesta, sauðfé, hund, kött og svo hænsni í hundraðatali. — Svo bætast refirnir við, sem mest koma við þessa sögu, og eru að verða aðal- þáttur búsins. Rokstad hefir líka klakið út og alið upp lax, urriSa, bleilcju og sleppt seiðunum í Elliðavatn. — Ilefir silungsveiðin marg- faldazt í vatninu síðan hann fékk það á leigu. Auk þess hefir hann flutt inn og klakið út hrognum vatnalcarfa (Cyprínus car- pio) og nokkurra annara erlendra fiska, sem þróast í Noregi (t. d. Coregonus lavaratus og Tinca vulgaris) og sleppt seiðun- 5

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.