Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 10

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 10
72 NÁTTÚRUPR. eldri en hinir. Hinn austasti er há strýta með lítilli skál efst, og- út undan honum virðist megnið af hrauninu hafa runnið. Syðsti gígurinn er aflangur hóll, með geil eftir endilöngu, sem stefnir á austasta gíginn. Þeir hafa vafalaust gosið báðir í einu. Þegar kemur suður fyrir þau hraun, sem nú hefir verið getið um, taka við önnur miklu eldri. Þau hafa áður verið skógi vaxin og sumstaðar hulin allþykkum jarðvegi. Þar var byggð til forna og enn sér fyrir nokkrum rústum bæja og útihúsa. Skógurinn og byggðin hafa gjöreyðst af Hekiugosum, og nú er allur jarðvegur upp blásinn, en eftir eru foksandar einir, sem eru býsna hættulegir Rangárvöllunum í landnyrðingi. Sumstað- ar, einkum ofan til, eru hraunin orðin örfoka, og aftur farin að gróa mosa og lyngi. Hraun þessi ná alla leið suður að Ár- gilsstaðafjalli. Vestan undir því hefir áður verið dalur, sem vatnsrennslið hefir grafið í gegnum gamlan jökulruðning, sem víðar kemur fram undan Hekluhraunum á Rangárvöllum. Þenna dal hefir hraunið fyllt og runnið ofan eftir honum. Það hefir skilið í sundur vötnin, sem áður höfðu grafið dalinn í samein- ingu: Fiská fylgir nú austurrönd þess og Stokkalækur vest- urrönd, en Eystri-Rangá hefir — með sínu óvenjulega mikla sand- og malarskriði við botninn — grafið sér grunnt gljúfur eftir því miðju, og fossar í fögrum og einkennilegum fossi (Tungufossi) fram af hraunsendanum, ofan í gamla dalinn sinnr og þar koma Fiská og Stokkalækur aftur saman við hana. — Hraunið milli Stokkalækjar og Fiskár er eldgamalt og hulið þykkum jarðvegi. Á því stendur bærinn Keldur, sem dregur nafn af vatnsmiklum uppsprettum undan hraunbrúnunum. Sennilega er hraunið í tungunni fyrir neðan Keldur ekki komið frá Heklu eða eldstöðvunum þar, heldur er það áframhald Skógs- hrauns og Langvíuhrauns. Þau hafa komið einhversstaðar ofan af öræfunum suður af Torfajökli, og eru upptök þeirra alveg ókunn. Þau hafa runnið fram austan Vatnafjalla og koma sam- an við Hekluhraunin við suðurenda þeirra. Á mótum þessara tveggja aðal-hraunstrauma er lægð, sem rekja má alla leið frá Gráfelli og fram að Keldum. Er markað fyrir henni á uppdrætt- inum. Hún sést einnig greinilega á uppdr. herf.r., því að hæða- línurnar taka þar á sig stóran hlykk til landnorðurs. Fyrir ofan Keldur nefnist lægð þessi Sandgil, en er þó alls ekki gil í venju- legri merkingu þess orðs, heldur breið og grunn sandlægð. I þurrkum eru þar oft sandbyljir, en í hlákum á veturna rennur

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.