Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 11
NÁTTÍiRUFR.
121
og ýsuafli allra þjóða við ísland nam áiúð 1922. Svona mikið
borðar svartfuglinn í Látrarbjargi einu á einum mánuði að
minnsta kosti. Eftir þessu að dæma, lítur út fyrir að svartfugl-
inn sé mesta fargan fyrir útveginn, og skulum við nú athuga
hvort svo er.
Eftir útreikningum dr. Bjarna Sæmundssonar, nægja 3—4
þorskar (6—8 ára) til þess að fylla upp í skarðið, á móti öllu
því, sem veitt er hér við land yfirleitt, ef gert er ráð fyrir að ár-
lega náist 18 milljónir af þroskuðum þorski. Af þessu sést hve
gífurlega mikil viðkoma er, og hve litlu það í rauninni nemur,
þótt svartfuglinn þynni fylkingarnar.
Það er ekki hægt að segja neitt um það, hve mikið af svart-
fugli er við Island, en veiðin er frá 50—110 þús. á ári. Ef gert
er ráð fyrir að veiðist jafnaðarlega 2% af öllum svartfugli,
og það séu 100.000 á ári, þá ættu að vera 5 milljónir af svart-
fugli við ísland. Ef hver fugl etur 500 þorskseiði á dag, í tvo
mánuði, eða 30.000 stk. samtals, ættu allir svartfuglar að eta
150 milljarda þorskseiða á ári, en eftir útreikningum dr. Bjarna
Sæmundssonar, koma að minnsta kosti 24 billjónir þorskeggja
í heiminn hér við land á ári, svo allt það, sem svartfuglinn et-
ur, nemur ekki líkt því einum hundraðasta hluta af allri við-
komunni.
Hvað þorskinn snertir, er því auðsætt, að svartfuglinn ger-
ir veiðinni engan miska, öðru nær. Annað mál er það, hvort
hann vinnur skarkolaveiðunum og ýsuveiðunum tjón, því þess-
um fiskum er auðsjáanlega að fækka vegna veiðanna, en þors«-
inum og síldinni fækkar ekkert, hvernig sem veitt er. Til þess
að komast fyrir um, hvort svartfuglinn rýrir t. d. ýsustofninn
með því að eyða seiðunum, svo um muni, þarf að gera ýtarlegar
rannsóknir á fæðu svartfuglsins, allan ársins hring, og auk þess
reyna að finna, hve mikið er af svartfugli við landið. Þetta er
verkefni, sem næst liggur íslenzkum náttúrufræðingum.
Á. F. hefir þýtt eftir »Naturens Verden«, febr. 1930.
Með þessari grein vill Náttúrufræðingurinn ná þeim til-
gangi, að vekja áhuga lesendanna á lifnaðarháttum svartfugl-
anna okkar, nytsemi þeirra, og tjóni því, sem þeir gera. I síð-
asta hefti blaðsins drap eg á það, hvað æskilegt það væri, að
fá upplýsingar um hvernig veiðin skiptist niður á hinar ýmsu
tegundir svartfuglanna, enda væri blaðið mjög þakklátt fyrir
upplýsingar um það úr ýmsum áttum, ef menn, sem þetta