Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 14

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 14
156 NÁTTÚRUFR. Þegar vér fyrsta sinn förum að virða fyrir oss stjörnuhim- ininn, virðist oss sem stjörnunum sé stráð svo reglulaust um hinin*- hvolfið, að lítil von sé til, að geta áttað sig á skipan þeirra. En þegar vér höfum athugað hann nokkur skifti, og höfum lært að þekkja nokkrar stjörnur og stjörnumerki, sjáum vér fljótlega, að þar ríkir röð og regla. Stjörnur þær, sem við höfum lært að þekkja, halda stöðu sinni á himninum, og breyta eigi afstöðu sinni til annara stjarna, enda þótt stjörnuskararnir í sameiningu færist yfir himininn frá austri til vesturs, líkt og sólin og tunglið. Vegna þessarar staðföstu skipunar innbyrðis, eru sólstjörnurnar nefndar fastastjörnur, til aðgreiningar frá jarðstjörnunum eða reikistjörnunum, er virðast reika um himininn úr einu stjörnu- merki í annað. Vér veitum því líka skjótt eftirtekt, að ýmsir stjörnuhópar líkjast meira eða minna glöggri punktamynd af ýmsum kunn- um hlutum, myndum eða bókstöfum. Þar getum vér fundið þrí- hyrninga og ferhyrninga, með stjörnumerktum hornpunktum, bókstafina V og W o. fl. — Er vér höfum komið auga á slíkar auðþekkjanlegar myndir meðal stjarnanna, geta þær orðið oss til góðrar leiðsögu um himininn. Hugsjónamenn og skáld fornaldarinnar voru enn gleggri á slikar líkingar, og þóttust sjá meðal stjarnanna myndir af plógi, hörpu, stól og ýmiskonar dýrum og óvættum, t. d. ljóni, birni, nauti, örn, svan, nöðrum, drekum o. fl. Þeir ]>óttust líka sjá sögu, atburði, goðasögur og heil æfintýri myndum skráð meðal stjarn- anna; fyrir sjónum þeirra tóku stjörnumerkin á sig mynd sögu- hetjanna. Þetta varð til þess, að mörg stjörnumerkin hafa hlotið nöfn meðal Grikkja, eftir grískum söguhetjum og hálfguðum, sem síðan hafa haldizt, t. d. Cassiopeia, Andromeda, Persevs, Herkules o. s. frv. Til þess að geta til fulls áttað sig á þeim stjörnusæg, er menn nú þekkja og fljótlega fundið hverja þá stjörnu, sem stjarnfræð- ingar hafa fundið og markað á stjörnukort, nota menn svipaða aðferð og höfð er til, að einkenna einstök hús í stórborgum, svo þau séu auðfundin af vegfarendum. í Austurstræti í Reykjavík hefir hvert hús ákveðið númer. Láti eg vin minn vita að eg eigi heima í Austurstræti 14, getur hann hæglega ratað heim til mín, með því að grafa upp hvar gatan er og leita að húsnúmerinu. Sum hús í götunni hafa ákveðin nöfn auk númersins, sem margir kann- ast við, t. d. Landsbankinn, ísafoldarprentsmiðja. Viljum vér finna ákveðna stjörnu á himninum, verðum vér fyrst að fá vit-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.