Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 16

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 16
158 náttCtrufr. Eftir þennan inngang- getum vér snúið okkur að því, að at- huga meðfylgjandi stjörnukort, og reynt að finna stjörnurnar á himninum eftir því. Ijví miður áttum vér ekki völ á stjörnukorti með íslenzkum nöfnum. Höfum vér valið stjörnukort úr enskri hók, ])ar sem heiti stjörnumerkjanna er á latínu. Kann það að valda lesaranum nokkurra örðugleika, en hefir ])ann kost, að hann, jafnt íslenzku nöfnunum, fær tækifæri til að kynnast lat- nesku heitunum, sem notuð eru óbreytt í fræðibókum erlendra þjóða. — Til skýringar á meðfylgjandi mynd, skal ])að tekið fram, að stjörnum er skipað í flokka, eftir ])ví, hvað þær sýnast stórar. Þær stærstu eru taldar 1. (fyrstu) stærðar, þær næstu 2. (ann- arar) stærðar, svo 3. (]>riðju) stærðar o. s. frv. Með berum aug- um sjá fæstir smærri stjörnur en 6. stærðar. Á myndinni tákn- ar átthyrnd stjarna 1. stærð, sexhyrnd 2 stærð, fimmhyrnd 3. stærð, ferhyrnd 4 stærð, og punktur 5. stærðar-stjörnu. Á myndinni sjást 14 stjörnumerki að nokkru eða öllu leyti. Til þess að átta sig á þeim á himninum, eftir myndinni, er bezt að byrja á Órion, sem eg vona, að lesarinn hafi þegar lært að þekkja. Örions hefir verið getið í greininni á undan, og verður ]iví sleppt hér. — 1. Hérinn (Lepus) er beint niður af fótum Órions. Sést sjald- an glöggt, af því að hann hefir enga stjörnu stærri en 3. stærðar, og þegar hann kemur upp, er hann oft hulinn í skýjamóðu niður við sjóndeildarhringinn. 2. Stóri húndurinn (Canis major). Lína, miðuð yfir beltis- stjörnur Órions, niður á við til vinstri (suðausturs), lendir hér um bil á Sirius (Hundastjörnunni), sem er stærsta stjarnan í þessu merki og bjartasta stjarnan á himninum, frá okkur að sjá. Sirius kemur seint upp framan af vetri, og aðrar stjörnur í merkinu sjást sjaldan greinilega. 3. Litli hundurinn (Canis minor). Lína yfir axlastjörnur Órí- ons (Bellatrix og Betelgeuze) til vinstri (austurs), lendir mjög nærri Prólcyon, sem er stærsta stjarnan (1. stærðar) í þessu merki, 4. Tvíburamir (Gemini). Lína, miðuð frá Delta í belti Óri- ons, yfir Betelgeuze gengur yfir tvíburamerkið. Björtustu stjörn- urnar, efst til vinstri í þessu merki, eru Tvíburarnir, P o I 1 u x (neðar, 1 st.) og Castor (ofar, 2 st.). 5. Ökumaðurinn (Auriga), er mjög hátt á lofti, beint •'-pir höfði Orions. Þar heitir stærsta stjarnan (Alfa) Kapella, (Ca- pella — geit eða kiðlingur, sem Ökumaðurinn á að halda í). Hún

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.