Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 21

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 21
NÁTTÚRUFjR. 163 eldingar. Tóku þá ýmsir merkir eðlisfræðingar að rannsaka þetta efni, og leitast við að framleiða lík rafmagnsfyrirbrigði með tilraunum. Þessar tilraunir urðu árangurslitlar þangað til 1889 að Gaston Planté í París tókst með rafmagnstilraunum að líkja eftir hnatteldingunum. — Með sterkum rafmagnsstraumi tókst honum að framleiða lýsandi smáknetti í gufuþrungnu lofti, er svifu til og höguðu sér á líkan hátt og hnattelding- arnar. Að vísu voru ýmsar ályktanir hans af tilraununum gagn- rýndar og taldar vafasamar af L. Weber í Breslau, enda þó ætla mætti, að lýsandi kúlurnar, sem honum tókst að fram- leiða, væru í eðli sínu samsvarandi hnatteldingunum. Og enn þann dag í dag þykjast eðlisfræðingar ekki geta skýrt að fullu, hvernig hnatteldingarnar verði til. Eftir lýsingum að dæma, eru hnatteldingarnar all-breyti- legar að útliti og háttum. Að stærðinni til er þeim oftast jafn- að við hænuegg, krepptan hnefa eða mannshöfuð, en stöku sinnum hafa þær sézt sem lýsandi kúla, eða kringla, allt að 1 m. í þvermál. Að jafnaði fara þær ekki hraðara yfir en svo, að vel má athuga hreyfingu þeirra í loftinu. Oft snúast þær hratt um sjálfa sig, eins og veltandi kúla, og stundum skjóta þær út logatungum eða gneistum. Brak eða hvinur fylgir oft för þeirra og stundum dreifa þær frá sér ódaun, líkt og af brennisteinssamböndum, og gætir þess sérstaklega í húsum inni, þar sem þær koma í heimsókn. Að sumra sögn hefir stundum kyeðið svo mikið að þessu, að viðstöddu fólki hefir legið við köfnun. Ýmist hreyfast þær beint áfram í loftinu, fara í boga eða eftir hlykkjabrautum, og gera stundum ýmist .að hækka sig eða lækka í loftinu. Þegar hnatteldingar nema við jörð, goppa þær upp og niður, líkt og gúmmíhnöttur. Oft virðast þær bera undan vindi, en stundum stanza þær skyndilega og staldra við á braut sinni í nokkur augnablik. Mjö oft hafa þær sézt hverfa í jörðu, eða ofan í læki og fen. Þó hnatteldingarnar séu talsvert fyrirferðarmiklar, geta þær smogið gegnum örlitlar smugur á þilj- um og veggjum húsa, og fá sömu lögun og áður, þegar þær eru komnar í gegn. Inn í hús hafa þær komið um dyr, glugga, reykháfa, eða skráargöt, og stundum smogið gegn um múr- veggi og þök, og dæmi eru til að þær hafi borað sér göt í gegn um gluggarúður, án þess að. skemma rúðurnar að öðru leyti. Er inn kom, hafa þær stundum sveimað herbergi úr her- 11*

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.