Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 24

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 24
166 NÁTTÚRUFR. stór; 30 cm. eru þau seiði, sem minnst hefir borið að landi hér norður um höf, en það er sjaldan. Sköpulag' tunglfisksins er æði furðulegt. Hann hefir verið nefndur „sundhausinn", af ])ví að hann líkist mest stóru höfði með uggum á, og kvað geta synt all-hart með skrúfublaðahreyfingum bakugga og raufarugga („hornanna"), og jafnframt tekið sig á loft upp úr sjónum, en sporðfaldurinn virðist ekki geta gert mik- ið gagn, og einkennilegt er það, að mestan hluta stirtluliðanna í hryggnum vantar, rétt eins og bitið hefði verið aftan af fisk- inum á unga aldri, og svo reynt að „lappa upp á“ hann með eins- konar „neyðar-sporði“; en hann er nú svona gerður, án allra slysa, Tunglfisksseiði, fundin erlendis. einn af þessum torskildu „náttúruleikum“ (lusus naturæ), eins og: það var nefnt í gamla daga. Tunglfiskurinn lifir á ýmsum úthafs- og uppsjávardýrum, svo sem srhokkfiskum og ála-lirfum, og ]>að var meðfram í mög- um tunglfiska, sem veiddust í Messinasundi, að ítalskir dýrafræð- ingar fundu fyrir rúmum 40 árum, mergð af þessum einkenni- legu skepnum (Leptocephalus brevirostris), er reyndust þeim að vera tilvonandi álar (Anguilla vulcjaris), sem þó ekki voru gotnir þar, heldur úti í miðju Atlanzhafi, eins og Johannes Schmidt hefir nú fyllilega sannað. Það má því segja, að tunglfiskurinn hafi lagt sinn skerf til visindanna, með ]>ví að færa mönnunum í maga sér eina af ráðgátum náttúrunnar, og sjálfur er hann hreinasta ráðgáta, sem náttúrufræðingarnir standa undrandi gagnvart, og hljóta að spyrja með sjálfum sér: Hvernig í ósköpunum stendur á því, að fiskurinn skuli vera svona undarlega vaxinn? Hvaða gagn hefir hann af því, að vera svona halaklipptur. Og hvenær kemur sá fiskifræðingur, sem gerir sig frægan fyrir það, að hafa svar- að þessum spurningum, má bæta við. Fiskseiði, ]>að sem getur um, sendi mér Jón Engilbertsson trésmiður á Hrauni. Gott væri, ef menn finna svona fáséða fiska,

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.