Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 25

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 25
NÁTTÚRUFR. 167 að þeir vildu senda Náttúrugripasafninu þá, helst í heilu líki nýja, frysta, saltaða eða herta, eða ef stórir eru, flegna með höfði og hala, eða að minnsta kosti höfuð og ugga, eða eitthvað annað til sannindamerkis og til þess að þekkja fiskinn eftir. Bjarni Sæmundsson. Eínkenníleg lendíngarbót. í Landeyjum í Rangárvallasýslu, er slæmt um lendingar við sandana, vegna þess, hvað aðgrunnt er, og eigi auðið að lenda, nema með því að vaða og bera mikið af farminum góðan spöl, til þess að létta bátana, svo að þeir fljóti að landi. Skapar ]>etta mikla örðugleika, þeim er sjó sækja, einkum ])egar eitthvað er að veðri og alda við sandana. Það kemur stundum fyrir, ]>egar hvassviðri blása af hafi um nokkurt skeið og stórbrim er við ströndina, að „hlið“ myndast á stöku stöðum í sandana. En svo nefna menn mjóa ála, sem graf- ast í sandana beint út frá fjörunni. Haldast álarnir stundum nokk- urn tíma eftir hvassviðrið, og þykja góðir lendingastaðir, ])ví að koma má bátum eftir þeim nálega upp að flæðar marki. En oft grafast þeir fljótt í sand aftur, ]>egar öldufallið breytir sér og skol- ar sandinum með ströndum fram. Þó fer það stundum svo, að sögn kunnugra manna, að útstraumur frá ströndinni, verður meiri í hliðunum, sem þegar eru mynduð, heldur en annars staðar, og varnar hann því um skeið, að sandur fylli hliðin. Það mun hafa verið um 1850, að hval rak á Skipagerðis- fjöru í Landeyjum. Beinin og þjóttur af hvalnum lágu lengi á eftir þar á fjörunni og lagði lengi frá leifum hvalsins fitubrák á sjóinn út frá ströndinni. Nokkru eftir að hvalinn rak, tóku menn eftir því, að komið var hlið eða áll í sandinn, þar sem brák- ina lagði frá landi. Var állinn all-djúpur og um 100 metra breið- ur. Reyndist hann ágætur lendingarstaður, og nægilega breiður fyrir 3 skip að lenda samtímis. Þóttu þetta góð umskifti og til hlunninda fyrir þá, sem sjó sóttu þar í grend. Nokkuð lengi eftir þetta hélt fita áfram að seitla úr hvalleifunum, svo mikil, að hún brákaði sjóinn. Eftir það lagðist útsogið í álinn, þegar brim var, og gerði sitt til að halda hliðinu við. Hélzt hlið ]>etta um tveggja ára skeið, sem nothæfur lendingarstaður. Sumir menn spyrja, hvernig fitubrákin frá hvalnum hafi

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.