Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 28

Náttúrufræðingurinn - 1931, Blaðsíða 28
170 NÁTTtTRUFR. lega efnasamsetning-u sjávarins, og fann í honum eftirfarandi frumefni: súrefni, vetni (eða vatnsefni), klór, bróm, jod, flúor„ brennistein, fosfór, köfnunarefni, kolefni, kísil (eða silicium), bór„ silfur, bly, zink, kóbolt, nikkel, járn, mangan aluminíum, magnium,. caicíum, strontíum, baríum, natríum og kalíum. Eru sum af þessum efnum bundin í vatni sjávarins (vetni og súrefni), sum í þeim efnasamböndum, sem talin eru hér á undan, en sum í enn öðrum samböndum. — Til viðbótar hafa menn síðar fundið: arsen, lithíum, cæsíum, rubidíum og yull, uppleyst í sjó, og er talið líklegt, að flest önnur frumefni séu til í sjó, að eins í svo. litlum mæli, að torvelt muni vera að finna þau. ftarlegar rannsóknir á gullmagni sjávarins gerði Liversidge próf. við háskólann í Sidney í Ástralíu. Til rannsóknanna tók hann marga lítra af sjó við strendur New South Wales. Lét hann sjóinn gufa upp, og hafði áður blandað í hann tinkloryd SnCL). Leifarnar, sem eftir urðu, þurkaði hann rækilega og bræddi þær saman við blý. tJr þessari sambræðslu náði hann gullinu, eins og venjulegt er, með því að fá blýið til að gufa upp (,,Afdrifning“) Samkvæmt þessum rannsóknum reyndist gullmagn sjávarins sem svaraði frá tæpum 2 gr. upp að 3% gr. (1.9439 gr. — 3.8879) í 1000 kg. sjávar. Samkvæmt því ættu 130—260 smálestir af gulli að vera í einni teningsmílu (enskri) af sjó. En gullframleiðslan í heiminum á ári, er talin um 600 smálestir, eða um það hálfur farmur á „Gullfoss“ eða „Goðafoss“. Eigi er talið mögulegt að notfæra sér þetta gull í sjónum, eða nema það, svo hagur sé að, enda þótt önnur gagnleg efni ynnust um leið, t. d. matarsalt, bróm, joð o. fl. G. G. B. Flöskttpósttír í Vestmannaeyíam. Lengi fram eftir öldinni sem leið, voru Vestmanneyingar nokkuð einangraðir og strjálar póstferðir og samgöngur milli eyjanna og meginlandsins. En þar dvöldu margir menn, úr Land- eyjum og öðrum sveitum Suðurlands, á vertíðum og stunduðu sjóróðra. Bæði þeir og heimamenn í eyjunum, þurftu oft að koma bréfum eða orðsendingum til lands. Varð oft bið á því, að ferðir féllu til að koma bréfunum áleiðis. l>að mun hafa verið um 1870, að menn byrjuðu á því, að nota flöskur til að fleyta bréfum úr-

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.