Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 1931, Qupperneq 34
176 NÁTTÚRUFR.. mcgin árinnar sem þar rennur, komu þær svo hart'' niðnr, að lögregluþjónar,. scm úti voin, urðu að flýja undir þak. Hneturnar voru hálfur þumlungui að þvermáli. Við nánari athugun á eftir kom í ijós, að þetta voru æfagamlar- heslihnetur hálf steingerðar og svartar orðnar. Var slíkar hnetur að finna í mómvri nærri þorginni. Var það mönnum ráðgáta hversu þær hefðu komist í loft upp. Einkennilegt hagl. Eftir haglél, er gekk yfir Vicksbúrg i Bandaríkjunum 11. maí 1804 fundu menn þar sérstaklega stórt haglkorn og var innan í því moli af alabastri (steinn) % þumlungs langur. Hjá þorpi, 8- mílur (enskar) fyrir austan borgina, féll úr loftinu, í sama hagléli, lítil skjaldbaka um 8 þumlunga löng, var hún innilokuð í klakakökk. Norfian við svæði það, er haglið féll yfir var livass og kaldur norðanvindur. Hugðu menn að hvirfilvindar liefðu fylgt storminum, svo aflmiklir, að þeir liefðu sogað þessa þungu hluti frá jörðu, upp til skýja, og þar hefðu niivgí'jUi klakalög myndast utan um þá eins og títt er í ísingu. G. G. B. Bókafregn. 1. Þorkell porkelsson: Frequency Curves determined by semi-invariants, — Kit Vísindafélags íslendinga IX- Kvík ’31 (50 bls.).. Fjallar um ýms verkefni í líkindareikningi. 2. Jón Eyþórsson : On the present position of the Glaeiers in leelaud. — Rit Vísindafélags íslendinga X. Kvík 1031. (35 bls. með 23- myndum). Er þar skýrt frá rannsóknum höf. á ýmsum skriðjöklum hér á. landi. Hefir hann unnið að því að setja merki við skriðjökla frá Eyjafjalla- jökli, Snæfellsjökli og- Tindafjallajökli, til þess að miða við minnkun eða vöxt þeirra síðar meir. 3. Ágúst H. Bjarnason : Heimsmynd vísindanna. Fvlgirit Ár- bókar Háskóla íslands 1928—1929. Kvik 1931 (154 bls. með 3« myndum). Höf. skýrir þar frá niðurstöðum ýmsra erlendra vísinda- og fræðimanna um. smáheima efniseindanna, þróun sólkerfanna og uppruna jarðarinnar og or- sakir ýmsra breytinga á yfirborði hennar o. fl. 4. Bjarni Sæmundsson : Die islándische Seefischerei Handbuch. der Seefischerei Nordevropas. Band VII. Heft4. Stuttgart 1930. (80 bls. með 1 korti, 6 myndatöflum og 57 myndum í lesmáli). þetta er ýtarlegt heimildarrit um íslenzkar fiskiveiðar og um afurðir af þeim. 5. Carl II. Lindroth : Die Insekten fauna Islands und ihre Probleme. Zoologiska Bidrag frán Uppsala.. Band 13., Uppsala 1931 (599' bls. með 9 myndatöflum og 89 myndum í lesmáli). I bók þessari skýrir höf. frá árangrinum af skordýra rannsóknum sínum hér á landi. Telur hann hér- 700 skordýrategundir, sem nú eru kunnar hér á landi. I síðari hluta bókar- innar ræðir hann um áhrif loftslags, gróðurs, landslags o. fl. á skordýra- lífið og útbreiðslu tegundanna hér á landi, og setur fram ýmsar getgátur- um það, hversu tegundirnar hafi flutzt hingað til lands. G. G. B.

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.