Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 46

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 46
90 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN plöntusvifinu (phytoplankton), en þörungana í síðari hópnum telj- um við til botngróðurs (benthos). Skulum við nú athuga þessa kjarafræðilegu hópa ofurlítið nánar. Svif. Þegar þess er gætt, að höfin þekja um 71% af yfirborði jaiðar, þá verður augljóst, að plöntusvifið í sjónum muni liafa meiri þýð- ingu en fólk almennt gerir sér hugmynd um. Enda er það svo, að miðað við hektara yfirborðs, þá gefur kolsýruvinnsla og uppbygging lífrænna efna plöntusvifsins ekki eftir þeim afrakstri, sem fæst á vel ræktuðum kornakri. Þannig telur G. A. Riley (1944), að meðalaf- raksturinn á ári sé 3.2 tonn af þurrkuðu svifi á hverri ekru sjávar, þ. e. um 8 tonn á hvern hektara, og samsvarar það 340 tonnum af kol- efni á hvern ferkílómeter. Aðeins fáar ræktaðar jurtategundir á landi munu afkasta meiru en þessu. í heild afkastar þannig plöntu- svifið í höfunum meiri kolefnisvinnslu en allar grænar plöntur á þurrlendinu til samans. Allt dýralíf í sjónurn byggist að sjálfsögðu á þessari starfsemi plöntusvifsins. Langsamlega yfirgnæfandi í plöntusvifi sjávarins eru kísilþörung- arnir og skoruþörungarnir. Fjöldi þessara örsrnáu einfrumunga getur orðið ótrúlega mikill, og skiptir oft tugum þúsunda í hverj- um líter af sjó. Er fjöldinn að sjálfsögðu háður næringarefnunum í sjónum, s. s. nítrötum og fosfötum, hitástigi sjávarins og magni Ijóssins. (Sjá Náttúrufræðinginn 27 : 1 — 14). Það er eins með þessa örsmáu þörunga plöntusvifsins og marga aðra einfrmnunga, að þeim getur fjölgað ótrúlega hratt og þá vald- ið mjög yfirgripsmiklum og hröðum efnaskiptum. En slík tímahil mikillar fjölgunar (hlómaskeið) standa aðeins stutt. Enda þau venju- lega þannig, að eitthvert næringarefni gengur til þurrðar. Sem dæmi um það, liversu efnaskipti plöntusvifs í sjó eru hrað- l'ara, má geta þess, að þegar viðeigandi næringarefni er hlandað í sjó, þar sem er hæfilegur hiti og næg birta, þá taka þörungarnir það upp á svipstundu, áður en efnin ná að dreifast nokkuð að ráði. Það er því ekki eins fjarstætt og ætla mætti að bera á sjóinn á takmörkuðum svæðum, til þess að auka þar frjósemi lians. Annað dæmi um mjög hraðan vöxt einfruma þörunga og mögu- lega hagnýtingu hinna hröðu efnaskipta, sem af honum leiða, er grænþörungurinn Chlorella og ræktun hans til kolsýruvinnslu og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.