Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 26

Náttúrufræðingurinn - 1961, Blaðsíða 26
120 NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN Nokkrir allstórir hverir liafa horfið þarna og aðrir myndast á mörg- nm árum. Helztu hverirnir virðast þó vera orðnir mjög gamlir og hafa lítið breytzt. Þannig er t. d. um Eyvindarholu, Öskurhól, Blá- hver og Grænahver, en það eru þekktustu hverirnir á Hveravöll- urn. Óhætt mun að segja, að uppstreymisopin á Hveravöllum skipti nokkrum tugum, en af þeim eru aðeins liðlega 20, sem verulega eft- irtekt vekja. Á meðfylgjandi uppdrætti af hverasvæðinu, sem ég gerði sumurin 1957 og 1958, hef ég auðkennt með númerum helztu hverina og í myndatextanum er getið nokkurra einkenna þeirra. (1. mynd). Gerð hveranna á Hveravöllum er mismunandi, og geta mjög ólíkir liverir verið svo að segja hlið við hlið. Þannig hafa lengi verið saman þrír stórir en ólíkir hverir á aðalhrúðurbungu livera- svæðisins. Eru það Bláhver (nr. 3), Grænihver (nr. 5) og goshver (nr. 4), sem einn er eftir af tveim goshverum, er þarna voru og Thoroddsen nefndi Bræðrahveri. Þegar komið er á hverasvæðið vekja fyrst eftirtekt nokkrir hávaðasamir hverir, sem gjósa gufu, eins og Öskurhóll (nr. 2) eða gusa sjóðandi vatni í 1—3 feta hæð, oftast með nokkrum rykkjum, eins og Bræðrahver og Eyvindar- hola (nr. 1). Þá eru og mjög áberandi nokkrir stórir hverir með kringlóttum, sléttrenndum skálum gerðum úr hverahrúðri. Vatnið í þessum skálum er hreyfingarlítið, sýður liægt, lyftist stundum of- urlítið og flýtur nær jafnt út af öllum börmum. Þannig eru Blá- hver, Grænihver og hver nr. 6. Þá eru margir hverir þannig, að op þeirra eru lítil og óreglulega löguð og rennur vatnið í einum far- vegi frá opinu. í sumum þessum liverum er vellandi suða, aðrir eru kyrrari. Flestir hverirnir á Hveravöllum eru á tveim bungum gerðum aðallega úr hverahrúðri (kísil), en nokkrir eru utan við sjálfar hrúðurbungurnar í malarjarðvegi eða jafnvel í graslendi (nr. 15, 16 og 17). Þar sem vatnið rennur í þröngum farvegi frá hverunum, ber lítið á kísilútfellingu. Útfellingin verður fyrst áberandi, þegar vatnið breiðir úr sér og grynnist. Á börmum lunna stóru slétt- renndu hveraskála er vatnið alls staðar örgrunnt og fer kísilútfell- ingin þar fram allt í kringum skálina og niður eftir börmum henn- ar að utan. Myndast þar sérkennilegir láréttir, lágir en stundum allbreiðir stallar hver upp af öðrum, og hlaðast skálarbarmarnir þannig upp smátt og smátt. Greinilegastar eru þessar myndanir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Náttúrufræðingurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.