Náttúrufræðingurinn - 1962, Side 20
NÁTTÚRUFRÆÐINGURINN
G6
Sóldýrin, Heliozoa, lifa í ferskvatni og líkjast í fljótu bragði Ra-
diolaria. (15. mynd.) Þau liafa enga stoðgrind og mjög sjaldan skel,
en mjög langa og mjóa frymisanga. Sóldýrin nota frymisangana sem
hreyfifæri. Hreyfing þeirra er samt frábrugðin hreyfingu amabanna,
því að sóldýrin velta áfram á frymisöngunum. Dýrin nota frymis-
angana líka til að halda bráðinni fastri, en mörg þeirra lilá á öðr-
um frumdýrum eða þörungum.
III. Gródýr (Sporozoa).
Öll gródýr eru innri sníklar, lifa svo til undantekningarlaust inni
í lifandi frumum á einhverju skeiði ævinnar. Líkamar þeirra hafa,
svo sem títt er um líkama sníkjudýra, markazt af sníkjulífinu. Gró-
dýrin geta ekki hreyft sig úr
stað á aðalskeiði ævinnar.
Æviferill þeirra er oft mjög
flókinn. Þar skiptast á mis-
munandi æxlunaraðferðir,
og lögun dýranna er ol't
mjög mismunandi á ýmsum
æviskeiðum. Olt þurfa gró-
dýrin að flytjast úr einni
clýrategund í aðra til að
Ijúka æviferlinum. Ein-
hvern tíma á þessari braut
myndar dýrið gró, þ. e. lík-
aminn skiptist í marga smá-
liluta, sem hver um sig verð-
ur að nýju dýri.
Sem dæmi um gródýr skal
hér nefnd ættkvíslin Plasm-
odium, en ýmsar Plasmodium-tegundir valda hitabeltisveikinni
malaríu. Gródýrin lifa nokkurn hluta ævinnar í mýflugum af ætt-
kvíslinni Anopheles, þar sem þau æxlast kynæxlun og berast síðan
inn í munnvatnskirtla mýflugunnar. Er mýflugan bítur mann, ber-
ast gródýrin með bitinu í blóð mannsins. Þar taka dýrin miklum
breytingum, leita inn í rauð blóðkorn og mynda þar gró. Við gró-
myndunina springa blóðkornin milljónum saman samtímis, og
lylgir því hár sótthiti. Nokkur hluti gróanna kemst á ný í blóðkorn.
15. mynd. Sóldýr, Aclinopluys sol. Sóldýrin,
Heliozoa, líkjast Radiolaria, þau hafa sanit
enga stoðgrind, en langa, stinna frymisanga.
1 frymisangi að umlykja fæðuögn; 2 herpi-
bóla.