Náttúrufræðingurinn - 1964, Side 99
NÁTTÚRUFRÆÐI NGURINN
191
þótt flokkun gróðurs, sem byggist á tiltölulega fljótlegu persónu-
legu mati, hafi sína annmarka, má með æfingu ná tiltölulega mikilli
nákvæmni í slíkum vinnubrögðum. Ýtarlegri mælingar myndu
tefja starfið svo óhóflega, að það næði ekki tilgangi sínum.
Við kortagerðina eru notaðar loftmyndir í mælikvarða ca. 1:
32000. Með þær er farið um landið og dregin inn mörk milli
einstakra gróðurhverfa og milli gróins og ógróins lands. Þar sem
er ógróið land, er þess getið hvers eðlis það er, hraun, melar,
sandar o. s. frv., og fæst þannig yfirlit yfir þau svæði, þar sem upp-
blástur á sér stað og einnig yfir þau svæði, sem hentugust eru til
uppgræðslu. Gróðurkortin hafa því margþættan tilgang.
U jipskerumælingar.
Uppskerumælingar voru gerðar á afréttinum í þrennum tilgangi:
a) Til þess að fylgjast með áhrifum beitar á uppskerumagnið, b)
til ákvörðunar á beitarþoli afréttarins, c) til þess að fá samanburð
á tegundasamsetningu gróðurhverla með vigtun eftir tegundum og
eins og hún mælist með öðrum aðferðum. Vigtun er seinlegasta,
en jafnframt öruggasta aðferðin til ákvörðunar á gróðursamsetn-
ingu og gefur góðan gxundvöll til að meta hæfni annarra aðferða.
Uppskera er venjulega mæld úr uppskerubúrum, sem eru 1.60 X
0.90 metrar að stærð og sett eru upp til þess að verja gróður gegn
beit. Þau eru þakin grófriðnu nælonneti, sem sannreynt hefur
verið, að hefur engin skjóláhrif, sem gætn haft áhrif á vöxt plantn-
anna.
Gerðar liafa verið uppskerumælingar á mörgum helztu gróður-
hverfum afréttarins, og þar sem fátt fé hefur verið á afréttinum,
hefur ekki verið nauðsynlegt að einskorða mælingarnar við búrin.
Hvergi voru gerðar færri en þrjár mælingar á hverju gróðurhverfi.
Mælingar á gróðursamsetningu og þéttleika.
Oddamælingar (Point method).
Með þessari aðferð er mæld tegundasamsetning gróðurbreiðunn-
ar (prósent) á grundvelli þess, hve mikið hver tegund þekur af
yfirborði landsins. Tæki til þessara mælinga er grind nreð 10
lausum teinum, og er fjarlægðin milli teina 5 cm. Við mæling-