Náttúrufræðingurinn

Volume

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 124

Náttúrufræðingurinn - 1964, Page 124
216 N ÁTTÚRUFRÆÐ I N G U RI N N BYGGÐ. Fornsagnir herma, að Papey hafi verið byggð af írskum einsetn- mönnum, er hið norræna landnám á íslandi hófst á 9. öld, og dreg- ur hún nafn af þeim. Annars er ókunnugt um byggð í eynni fyrr á öldum, þótt ætla megi, að hún hafi byggzt snemma, eða að minnsta kosti verið hagnýtt til beitar, er víst að svo var þegar í byrjun 15. aldar. En kunnugt er, að byggð hefur verið þar óslitið síðan 1653 fram undir síðustu ár, að eyjan lá um hríð í eyði. En það var eftir að gróðurskoðun sú, sem hér segir frá, var gerð. Að- eins eitt býli var í eynni, en þar hefur ætíð verið nokkur búpen- ingur. Árið 1842 voru þar 3 kýr, 87 sauðkindur fullorðnar og eitt hross. Hundrað árum seinna eða 1942 var áhöfnin: 7 kýr og um 100 fjár. Hafði lík áhöfn verið þar um alllangt skeið. Tún var þá orðið allstórt, og meðalheyfengur af því 220 hestar, en af útheyi fengust um 70 hestar. Af tölum þessum má ætla, að áhöfnin hafi lengstum verið lík, en hins vegar hefur hið ræktaða land orðið fyrst til að ráði á þessari öld. En þótt fénaðurinn væri ekki fleiri, er Ijóst, að beit hlýtur að hafa orkað nokkuð á gróðurinn í ekki stærra landrými. GRÓÐURFARIÐ. Enda jtótt Papey sé allmishæðótt, er gróður þar furðu einleitur. Jarðvegur er hvarvetna allþykkur, og eiginlegur uppblástur er þar naumast til. Næst sjónum eru þó á nokkrum stöðum naktar klappir, sem jarðvegur hefur sýnilega fokið af eða eyðzt með öðru móti, en annars mega allar klappir heita algrónar. Svo má heita, að þegar frá eru teknir klettar og fjaran, sé aðeins um tvö gróðurlendi að ræða í eynni. í dældum öllum er mýrlendi, misjafnlega blautt að vísu. Jarð- vegur er þykkur í mýrasundum þessum, og djúpur mór undir hon- um víðast hvar. Gísli bóndi í Papey tjáði mér, að neðarlega í món- um væri nokkuð af lurkum. Annars vegar væri þar um að ræða granna kvisti, líkasta því sem þeir væru af runnum, svo sem fjall- drapa, víði eða smávöxnu birki, er vaxið hefðu þar á staðnum, en einnig væru þar gildir lurkar, sem líkastir væru því, að um reka- við væri að ræða. Ég átti þess ekki kost að skoða móleifar þessar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.