Náttúrufræðingurinn - 2008, Page 55
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags
(Hlýri ehf) og hins vegar undan
fiski sem safnað var úti fyrir strönd-
um Norður-Noregs (Akvaplan-niva
AS). í báðum tilfellum voru búnir til
tveir tilraunahópar sem aldir voru
við tvennskonar hitastig (6 og 8°C) í
fjórum grunnum rennum. Fiskarnir
voru aldir við ljóslotu sem var 18
klst. Ijós og 6 klst. myrkur. Um átta
mánuðum frá klaki var hluti seið-
anna í Noregi og á íslandi merktur
með einstaklingsmerkjum og nið-
urstöður vaxtartilrauna byggjast á
upplýsingum sem aflað var um vöxt
þessara merktu fiska.
í stuttu máli kom fram munur á
vexti við mismunandi hitastig milli
norska og íslenska stofnsins. Vöxtur
stofnanna við 8°C var mjög sam-
bærilegur, en íslenski stofninn óx
hlutfallslega betur við 6°C (5. mynd).
Þessi munur á svörun stofnanna er
athyglisverður og gefur vísbend-
ingu um að ólík umhverfisskilyrði
henti við eldi þessara stofna. í heild-
ina var vaxtarhraði heldur hærri hjá
íslenska stofninum en þeim norska,
eða 1,13% á dag á móti 0,99% á dag.
Þessar niðurstöður benda til að
íslenski stofninn hafi meiri vaxtar-
getu en sá norski við lágt hitastig.
Einnig gefa þær til kynna að um sé
að ræða samspil erfða og umhverfis
og því er vert að hafa þessar niður-
stöður til hliðsjónar þegar velja skal
eldisstofn til framtíðar. íslenski
stofninn virðist henta betur sem eld-
isstofn, einkum ef eldið fer fram á
svæðum þar sem hitastig sjávar er
lágt. Hér verður þó að geta þess að
frekari samanburður á milli stofn-
anna í sömu eldiskerum þyrfti að
fara fram ef velja ætti einn umfram
annan.
VAXTARGETA í ELDISSTÖÐ
HLÝRA EHF
Af þeim 4000 seiðum sem klöktust
úr hrognum árið 2003 tókst að koma
um 2500 á legg. í rannsókn sem var
að hluta til styrkt af NORA (Norræna
Atlantssamstarfinu) var aflað frekari
gagna um vaxtargetu hlýra. í eld-
isstöð Hlýra ehf í Neskaupstað voru
um 240 seiði einstaklingsmerkt og
alin við mismunandi hitastig (4, 6, 9
Q g ------------------------------------------------------------------------------------
_ . Norskur klakfiskur
0.4 •
Tromsöbukt
0.2 ■ #
Kanada 1
0.0 •
CM
■5 Íslandsmið
3= •
2. -0.2 •
•§> Kanada 2
1 •
-0.4
-0.6
-0.8 Barentshaf
-1.0 -----------‘-----------------------‘------------‘-----------‘-----------*-----------
0.3 0.4 0.5 0.6 0.7 0.8 0.9 1.0
Meginþáttur 1
4. mynd. Meginþáttagreining úr erfðafræðirannsóknum á hlýra.15 Kannaður var
breytileiki ensima og hvatbera DKS í sex mismunandi hópum. - Principal component
scatter plot derived from analyses of allozyme frequency and from mtDNA data in six
sample units ofspotted wolffish.
Norskur klakfiskur
Kanada 1
Tromsöbukt
Islandsmið
Kanada 2
Barentshaf
0.4
0.5
0.6 0.7
Meginþáttur 1
0.8
1.8
1.5
1.2
T3
vO
oN
3 0.9
x
:0
>
o>
ro
Q 0.6
0.3
0.0
5. mynd. Dagvöxtur (%/dag) hlýra í Noregi og á íslandi sem merktir voru með
einstaklingsmerkjum og aldir við tvennskonar hitastig (6 og 8°C). Bókstafir tákna
tölfræðilega marktækan mun (stigskipt fervikagreining) á milli hópa þar sem „a“
stendur fyrir hæsta gildi og „b“ fyrir lægsta gildi. Stjarna (*) táknar marktækt samspil
umhverfis og stofna. - Mean specific groivth rate (%/day) of two populations (Iceland
and Norway) ofspotted wolffish reared at two temperatures. Letters indicate significant
differences (two-way nested ANOVA) with „a" as the highest value and „b" as the
lowest value. Asterisk (*) indicates a significant environmental and population
interaction.
* H Ísland 6°C
1» island 8°C
■ Noregur 6°C r~l Noregur 8°C
a
1-84
Dagar
135