Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 16

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 16
Náttúrufræðingurinn LAGT af stað Það er mikið ævintýri að heimsækja górillurnar og hófst í okkar tilviki strax við landamæri Austur-Kongó og Uganda. Við vorum í hópi fólks sem hafði bókað ferð á górilluslóðir, en einungis átta manns mega heim- sækja hvern górilluhóp á dag. Skild- um við bílinn eftir nærri landamær- unum og gengum þaðan eftir ógreinilegum slóða yfir akra og gegnum smáþorp upp í fjöllin. Virunga-þjóðgarðurinn er ofar- lega í fjöllunum, þar sem ræktunar- landinu sleppir og fjallaregnskógur- inn tekur við. Mörk þjóðgarðsins eru ótrúlega skörp og gengur maður nánast að skóginum eins og græn- um vegg (1. mynd). Yfirleitt liggja ský og þoka yfir fjöllunum á daginn og þarna rignir nánast daglega. Þokukennd birtan í fjöllunum er fyr- ir vikið afar sérstök og því auðvelt að skilja af hverju Dian Fossey, fræg- ur frumkvöðull um verndun fjalla- górilla, nefndi bók sína um þær „Gorillas in the Mist", sem sam- nefnd bíómynd var gerð eftir. Þar eru búðir fyrir ferðamenn og hægt að tjalda eða gista í svefnskálum. Við fórum á fætur við sólarupprás og sér maður þá eldfjöllin skýlaus allt í kring, en þau hæstu eru 4.500 m há, hvassydd og teygja sig upp úr þéttri skýjahulunni yfir fjallaregn- skóginum (2. mynd). Górilluskoð- unin byrjaði í frumstæðum skála þjóðgarðsvarðanna. Bauðst okkur að velja á milli tveggja górilluhópa, hóps karldýranna Oscars eða Marcels. Sá síðarnefndi varð fyrir valinu og fórum við átta saman með tveimur þjóðgarðsvörðum til að finna górillurnar. Annar þjóðgarðs- vörðurinn var með frumskóga- sveðju til að ryðja leiðina og finna dýrin en hinn með vélbyssu til að vernda okkur fyrir bufflum, hlé- börðum, veiðiþjófum eða öðrum ógnum sem hann sagði að mikið væri af þarna í skóginum. Aðalhætt- an fannst okkur þó vera af honum sjálfum því nútímaleg vélbyssa er greinilega talsvert stöðutákn þarna. Ognvekjandi var að ganga á eftir honum með byssuna um öxl þannig 1. mynd. Hér sést hve skörp skil eru á milli Virunga-pjódgarðsins og ræktarlandsins umhverfis hann. Þar sem góriUurnar lifðu áður er nú ræktað landbúnaðarland. Eyðing skóga er ein helsta ógnunin við tilveru peirra í dag. Ljóstn. Kristt'n Lóa Ólafsdóttir. að hlaupið beindist að okkur öllum, hvað þá þegar hann sveiflaði byss- unni eins og smalapriki í allar áttir. Á GÓRILLUSLÓÐ Fyrstu kynni okkar af górillum voru alls ekki jafnrómantísk eða tilfinn- ingaþrungin og margir hafa lýst sem sjá þennan stórvaxna ættingja í fyrsta sinn. Við gengum í halarófu frá búðunum ásamt þjóðgarðsvörð- unum tveimur. Er við höfðum geng- ið um stund í gegnum þéttan skóg- inn heyrðum við undarleg hljóð, fyrst lágvær en síðan hærri, lang- dregin búkhljóð og loks drynjandi trompethljóð sem ómuðu í skógin- um líkt og þar væri einhver á ferli sem hefði lifað á rúgbrauði og Mal- töli síðustu vikur! Við stoppuðum og litum í kringum okkur og sáum þá sökudólginn, ungan górillukarl sem sat í lágvöxnu tré og hámaði í sig gróðurinn. Lét hann lítið fara fyr- ir sér í þéttu laufinu, hélt áfram að éta en gjóaði augunum öðru hverju forvitnislega í áttina til okkar. Þetta kom leiðsögumönnum okk- ar á sporið og sveigðu þeir af stígn- um inn í þéttan og ógreiðfæran skóginn, en hjuggu á báða bóga með sveðjunum til að gera leiðina greið- færari. Töldu þeir fullvíst að silfur- bakurinn væri í nágrenninu, því gór- 2. mynd. Sólarupprás í Virunga-pjóð- garðinum í Austur-Kongó. í fjöllunum við landamæri Rúanda eru heimkynni um helmings fjallagórillustofnsins. Hinn helmingurinn, um 300 dýr, lifir í Úganda. Ljósm. Jón Geir Pétursson. illur í hverjum hóp fara vanalega ekki langt hver frá annarri. Rétt er að geta þess hér að górillur lifa í hópum undir stjórn stærstu karlgórillunnar. Forystukarlinn er með silfrað hár á bakinu og kallaður silfurbakur. Við kynþroska fá karl- górillur yfirleitt silfurlit hár á bakið. í górilluhópnum geta verið allt upp í 30 einstaklingar en algengast er að hóparnir telji um 10 dýr. Þannig halda saman ungar, tvær til þrjár kerlingar og svo silfurbakurinn (3., 4. og 7 mynd). Þegar ungarnir eru orðnir stálpaðir yfirgefa þeir yfirleitt hópinn, kvendýrin til að finna aðra einhleypa karla eða górilluhópa þar sem þær ganga silfurbaknum á 16 k
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.