Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 19

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 19
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 8. mynd. Fjöllin i nágrenni Virunga eru byggð smábændum sem stunda fjölbreytta rækt- un ífrjósömum eldfjallajarðveginum. Eins og sést á myndinni hefur öllum skógi verið eytt og pví lítið fyrir fjallagórillurnar að hafa á pessum slóðum. Ljósm. Jón Geir Pétursson. burtu ein af annarri uns hópurinn var allur horfinn sjónum inn í þéttan skóginn. ÖRLÖG MARCELS En Marcel varð ekki langra lífdaga auðið, frekar en svo mörgum ætt- ingjum hans í skógunum í Virunga. Marcel og fullorðin kvengórilla voru skotin af veiðiþjófum nokkr-um misserum eftir að við vorum þarna á ferð. Þeim tókst að hafa á brott með sér lítinn unga. Sennilegast er talið að fullorðnu dýrin hafi verið drepin þegar veiðiþjófarnir reyndu að ná unganum af hópnum, líklega til að selja hann lifandi til einhvers auð- kýfings. Engir dýragarðar í heimin- um kaupa lifandi fjallagórillur í dag, en því miður eru til svokallaðir einkasafnarar, en það eru oftast auð- kýfingar sem halda dýr sér til gam- ans. Þeir sækjast iðulega eftir dýrum í útrýmingarhættu og svífast einskis til að nálgast þau. Fá þeir yfirleitt bláfátæka bændur úr nágrenninu til að veiða dýrin fyrir sig gegn greiðslu. Mest er sóst eftir górillu- ungum, en til þess að ná þeim frá hópnum þarf yfirleitt að drepa nokkur fullorðin dýr, sem reyna hvað þau geta að vernda ungana. Fjallagórillur höfðu ekki verið 9. mynd. Ferðafélagarnir samankomnir við höfuðstöðvar Virunga-þjóðgarðsins ásamt leiðsögumönnunum tveimur. Þó að greitt sé hátt gjald fyrir górilluskoðun sér pess ekki merki íaðbúnaði ípjóðgarðinum - fjármunirnir renna greinilega eitthvað annað. Ljósm. Jón Geir Pétursson. drepnar af veiðiþjófum í mörg ár og því greinilega full ástæða til að halda áfram að vernda þær. Óneitanlega er mikil hætta á að þessara fáu eftirlif- andi fjallagórilla bíði sömu örlög og Marcel hlaut. FREKARI FRÓÐLEIKUR UM GÓRILLUR Til frekari fróðleiks má benda áhugasömum lesendum á þrjár ágætar bækur um fjallagórillur: Virunga eftir kanadíska rithöfund- inn Farley Mowat en þar er fjallað um líf Dian Fossey (1987; Seal book by McClelland and Stewart Ltd., Toronto); Gorillas in the Mist eftir Dian Fossey (1983; Houghton Miffl- in Company, Boston); samnefnd bíó- mynd fæst á myndbandi; Last chance to see eftir Douglas Adams og Mark Carwardine en hún lýsir mjög skemmtilega ferðalagi á slóðir fjallagórilla með dýrafræðilegu ívafi (1991; Pan books Ltd., London). HELSTU HEIMILDIR Haltenorth, T. & Diller, H. 1992. Collins field guide: Mammals of Africa. Willi- am Collins and Sons &.co. Ltd, London. www.panda.org. (vefsíða World Wide Fund for Nature). PÓSTFANG HÖFUNDA________________ Jón Geir Pétursson Reykjavíkurvegi 50 101 Reykjavík skogis.jpg@simnet.is Kristín Lóa Ólafsdóttir Reykjavíkurvegi 50 101 Reykjavík klo@her.rvk.is Um höfundana Jón Geir Pétursson (f. 1967) lauk B.Sc.-prófi í líf- fræði frá Háskóla íslands 1991 og M.sc.-prófi í skóg- fræði frá Sænska landbún- aðarháskólanum í Umeá (SLU) 1995. Hann starfar sem sérfræðingur hjá Skógræktarfélagi Islands. Kristín Lóa Ólafsdóttir (f. 1966) lauk B.Sc.-prófi í líf- fræði frá Háskóla Islands 1990, B.Sc. hons.-prófi frá sama skóla 1993 og M.Sc.- prófi í líffræði frá Háskól- anum í Umeá í Svíþjóð 1995. Hún starfar sem heilbrigðisfulltrúi hjá mengunarvörnum, Um- hverfis- og heilbrigðis- stofnunar Reykjavíkur. 19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.