Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 31

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 31
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Kjörlendi flokka mætti undir jaðar samkvæmt skilgreiningu Steindórs Steindórs- sonar (1964), en það er gróðurlendi sem myndast á mótum mýrlendis og graslendis. Engar plöntur af hjartapunti fundust utan jaðarsins, hvorki í sjálfum mýrunum né á vall- lendisbökkunum við lækina. A fimmtán stöðurn þar sem hjartapunturinn óx var gróður at- hugaður og fylgitegundir skráðar. Voru mýrastör, Carex nigra (L.) Reichard, og mýrelfting, Equisetum palustre L., áberandi á öllum at- hugunarstöðunum, annaðhvort önnur tegundin eða báðar. Ilmreyr, Antoxanthum odoratum L., fannst á meira en helmingi athugunarstað- anna en oftast einstakar plöntur. A nokkrum stöðum óx einnig klóelft- ing, Equisetum arvense L., annað- hvort með mýrelftingu eða að hún kom í stað hennar. Hófsóley, Calta palustre L., hvítsmári, Trifolium repens L., og vallhæra, Luzula multiflora (Retz) Lej., komu fyrir oftar en einu sinni og sautján aðrar tegundir fundust á einum athug- unarstað hver. Tegundir sem voru ríkjandi í mýrunum, svo sem hálmgresi, Calamagrostis stricta í heimkynnum sínum í Evrópu vex hjartapunturinn í ýmiskonar graslendi, bæði þurru og blautu, en umfram allt á kalkríkum eða að 3. mynd. Vaxtarstaður hjartapuntsins upp með Grafarlæk. - Figure 3. A view ovcr the distribution area of Briza media along the creek Grafarlækur. Ljósm./Photo: Jóhann Pálsson. 2. mynd. Vaxtarstaður hjartapuntsins upp með Álalæk. - Figure 2. A view over the distribution area of Briza media along the brooklet Álalækur. Ljósm./Photo: jóhann Pálsson. fram og sléttað fyrir meira en 60 árum og hefur síðan verið ræktað sem tún. Ná túnin langleiðina fram á lækjarbakkana við Alalæk en eru í um 15 til 25 metra fjarlægð frá bökk- um Grafarlækjar (sjá 4. mynd). Vest- an Álalækjar og norðan þess svæðis sem hjartapunturinn vex á núna var land sléttað og gert að túni skömmu fyrir miðja 20. öld. Hluta af því landi var síðan umbylt þegar framræslu- skurður var grafinn eftir því endi- löngu og akvegur lagður vestan hans þegar Áburðarverksmiðja rík- isins var reist í Gufunesi 1952. Hjartapunturinn vex því á þeim einu stöðum þarna meðfram lækjun- um sem ekki hefur verið hreyft við. Hvort útbreiðslusvæði hans hefur verið stærra áður en farið var að hrófla við landinu er ekki unnt að dæma um, þar sem ógerningur er að geta sér til um hvernig gróðurfar hefur verið á þeim svæðum sem ræst voru fram og ræktuð. Ekki er þó ólíklegt að hjartapunturinn hafi vaxið eitthvað lengra til vesturs áður en Gufunesvegur var lagður. minnsta kosti basískum jarðvegi (Hylander 1953, Hubbard 1968, Hansen 1985, Lid og Lid 1994), einnig í mýrum eða votlendisjöðr- um (Tsvelev 1983, Lid og Lid 1994), og er einkum algengur við sjávarstrendur (Lagerberg 1939). Við Grafarvoginn vex hjartapunt- urinn eingöngu í gróðurlendi sem 31

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.