Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 34

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 34
Náttúrufræðingurinn 1. mynd. Kúluskítssamfélag í Mývatni. - Lake ball ("marimo") community in Lake Mývatn. Ljósm./plioto Isamu Wakana. S Arni Einarsson og Marianne Jensdóttir KÚLUSKÍTUR Aárunum kringum 1970 voru gerðar ítarlegar rannsóknir á vistkerfi Mývatns. Þær skil- uðu þýðingarmiklum upplýsingum um lífríki og lífsskilyrði í vatninu og lögðu grunninn að síðari tíma rann- sóknastarfi (Pétur M. Jónasson 1979). Að þeim loknum var út- breiðsla botnlífs í vatninu þó enn ekki talin nægilega vel þekkt. Sum- arið 1977 var því gerður út rann- sóknaleiðangur til Mývatns til að kortleggja dýralíf og gróður á vatns- botninum. Fyrir honum stóð Arnþór Garðarsson prófessor. Allt þetta sumar var mikill svif- þörungagróður í vatninu, eins og oft er, og sá ekki til botns nema á upp- sprettusvæðum þar sem tært lindar- vatn streymir fram. Kortlagningin byggðist því á sýnum sem tekin voru upp af botninum með ýmsum áhöldum sem vatnalíffræðingar nota í þessu skyni, og voru sum áhald- anna sérstaklega hönnuð fyrir leið- angurinn. Alls voru gerðar athugan- ir á 209 stöðum í Mývatni (Arnþór Garðarsson o.fl. 1987). Á einum staðnum kom upp græn, loðin kúla, um 10 cm í þvermál. Þetta var svo- nefndur kúluskítur, grænþörungur sem ber fræðiheitið Aegagropila linnaei. Þetta var, að því er best er vit- að, í fyrsta skipti sem kúluskítur fannst í fræðilegri könnun á lífríki Mývatns, en mývetnskir bændur munu hafa þekkt hann frá ómunatíð því að hann festist stundum í sil- unganetum. Þaðan er nafnið komið - gróður sem ánetjast kallast einu nafni skítur þar í sveit. Kúlur af þessu tagi kornu ekki fram víðar í yf- irlitskönnuninni 1977. Sumarið eftir brá svo við að svif- þörungar voru með minnsta móti í Mývatni og vatnið þess vegna svo tært að sá til botns. Minnugur kúl- unnar góðu frá sumrinu áður fór fyrri greinarhöfundur vopnaður vatnskíki á staðinn þar sem hún hafði fundist. Vatnskíkir er kassi með glerrúðu á botninum og með honurn má skyggnast ofan í vatnið úr báti. Sú sjón sem við blasti mun seint líða höfundi úr minni. Botninn var þakinn dökkgrænum kúlum. Þær lágu þétt saman, hlið við hlið, 34 Náttúrufræöingurinn 71 (1-2), bls. 34-39, 2002
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.