Náttúrufræðingurinn

Árgangur

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 47

Náttúrufræðingurinn - 2002, Síða 47
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 7. mynd. Segulsviðið er sýnt með lit á samn hátt og á 5. mynd og pyngdarsviðið með jafnsviðslínum eins og á 6. mynd. Þrjú bogadregin form ísegulsviðinu eru dregin fram með þykkum slitnum ferlum. Þau eru túlkuð sem merki um þrjár öskjur eða megineld- stöðvar. Sýndar eru sprungureinar gamalla eldstöðvakerfa, sem kennd eru við Stardal (S) og Kjalarnes (K), og einnig virkra kerfa, Trölladyngju (T) og Brennisteinsfjalla (B). Auk þess er bent á tvö staðbundin jákvæð frávik, yfir Mosfelli (M) og álverinu í Straumsvík (Á). Um þversniðið yfir norðvesturbarm nyrstu öskjunnar erfjallað í texta. - Composite image: Colours show the magnetic field as in Fig 5, and the contour lines show the gravity as in Fig 6. Three semi-circular forms are interpreted as caldera rims. S and K: fissure swarms from the extinct Stardalur and Kjalarnes volcanic centres. Sim- ilarly T and B are swarms from the active Trölladyngja and Brennisteinsfjöll centres. Tivo iocat positive anomalies shown: M at Mosfell and Á over, and possibly related to, the aluminium smelter at Straumsvík. Tillaga að túlkun Varla leikur vafi á að segul- og þyngdarfrávikin tengjast eldstöðv- um þeim á Sundunum sem fyrr er frá greint. Svipuð frávik eru algeng yfir öðrum þekktum megineld- stöðvum á landinu; segulfrávikin eru jákvæð eða neikvæð, háð því hver stefna sviðsins var við kólnun. Segulmögnun venjulegra hraun- laga af þessum aldri er of veik til að þau komi til greina. Til þess að verða einhvers vísari um orsök segulfráviksins á Reykja- víkursvæðinu höfurn við safnað um 90 sýnum úr berggrunni svæð- isins við Sundin í Reykjavík, í Við- ey og á strönd Kollafjarðar. Þau voru almennt öfugt segulmögnuð, með um 65° meðalhalla og mjög misjafnan segulstyrk, allt frá 1 A/m upp í 30-60 A/m. Sýni með segul- styrk yfir 10 A/m eru helst úr fín- kornóttu, þéttu bergi, svo sem eitl- um í móbergi og í sumum inn- skotum. Sterkast segulmögnuð voru sýni sem tekin voru yst úti á Kjalar- nesi. Er þetta í samræmi við eldri mælingar (Leó Kristjánsson 1970) um að sterkust segulmögnun fæst í inn- skotum eða keilugöngum, gabbró- hleifum eða bergi sem hefur hrað- kólnað í vatni. Þótt um ólíka eðliseiginleika sé að ræða fer yfir- leitt saman sterk segulmögnun og há eðlisþyngd þess bergs sem storknar undir þrýstingi niðri í jörðinni. Höfundum finnst allt benda til þess að það séu innskot eða kleggj- ar í móbergi sem valda þessu mikla fráviki og regluleg lögun frá- vikanna bendir til að þarna hafi myndast askja og eitt eða fleira af þessu hafi gerst: (i) innskot hafa myndast við öskjusigbarminn, (ii) öskjuvatn hefur fyllst af sterkt seg- ulmögnuðu bólstrabergi eða (iii) keilugangar eru í rót eldstöðvar- innar og ná upp undir yfirborð. Síðari tvær orsakirnar virðast þó ólíklegri, því bólstraberg er ekki nógu eðlisþungt til að valda svo miklu þyngdarfráviki og keilu- gangar varla nógu efnismiklir til þess. í segulsviðinu má sjá þrjú sam- tengd form og eru norður- og vest- urbrúnir þeirra greinilegri en suður- brúnir, eins og ný eldstöð hafi aflagað eða ummyndað aðra eldri. Þyngdarsviðið bendir hixis vegar til tveggja forma frekar en þriggja, en það þarf ekki að vera í mótsögix við hitt, því þyngdarmælingar endur- spegla ástandið neðar í skorpunni en segulsviðið. Höfundum finnst því trúlegast að þarna sé í rauninni urn samfellda eldvirkni að ræða, sé til langs tíma litið, og hafa eldstöðvar kulnað eftir því sem þær hefur rekið út af gosbeltinu. Af lengd fráviksiixs í rekstefnu skorpunnar má þá ráða að sú eldvirkni hafi varað í 1,2-1,5 milljónir ára, sem samsvarar stór- unx hluta Matuyama-segulskeiðsins (0,8-2,6 millj. ár). Bæði þyngdar- og segulsviðið enda í skarpri brún til norðvesturs, sem bendir til tiltölulega skarps upphafs eldvirkni í þessari megin- eldstöð, en þyngdarsviðið sýnir hala til suðausturs sem má túlka þannig að innskotavirkni hafi haldið áfram eftir að gosvirkni eldstöðvanna lauk. Austan Hafnarfjarðar og Reykja- víkur liggur sprungurein sem er tal- in virkt eldstöðvakerfi og tengt Trölladyngju og Krýsuvík á Reykja- nesskaga. Á jarðfræðikorti af íslandi (Haukur Jóhannesson og Kristján Sæmundsson 1998) má sjá að þetta virka eldstöðvakerfi liggur rétt um skarpan suðurbotn segulfráviksins, 47

x

Náttúrufræðingurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.