Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 52

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 52
Náttúrufræðingurinn Ævar Petersen FUGLADAUÐI í VEIÐARFÆRUM 1 SJÓ VIÐ ÍSLAND Véiðarfæri taka árlega talsverð- an toll af stofnum sjófugla hér við land. Fuglar drukkna í net- um, krækjast á öngla eða drepast á annan hátt (1. mynd). Einnig er nokkuð um að fuglar séu drepnir í þeim tilgangi að halda þeim frá veið- arfærum eða fiskeldiskvíum. Þrátt fyrir að þessar staðreyndir hafi verið ljósar lengi hafa fáar skipulegar kannanir verið gerðar á fugladauða í veiðarfærum hér við land. Þekking okkar byggist því að verulegu leyti á tilviljana- eða brota- kenndum upplýsingum. Þannig er ekkert heildaryfirlit til yfir það hverskonar veiðarfæri eru fuglum hættulegust, hvaða fuglategundir drepast helst í veiðarfærum, hvar við landið slík dauðsföll eiga sér einkum stað og á hvaða árstíma. Þegar upp er staðið er mikilvægustu spurningunni enn ósvarað, þ.e. hvort fugladauði í veiðarfærum sé viðbót við önnur dauðsföll (af nátt- úrulegum toga eða vegna veiða) og hafi áhrif á viðkomandi stofna þegar litið er til framtíðar. Hvort sem sú er raunin eður ei er um veigamikið fuglaverndarmál að ræða, því fuglar drepast ömurlegum dauðdaga í stórum stíl mestmegnis að nauð- synjalausu. A öðrum ársfundi samstarfs þjóða um lífríkisvemd á norðurslóð- um árið 1993, svonefnds CAFF-sam- starfs (Conservation of Arctic Flora and Fauna), sem er einn af starfshópum Norðurskautsráðsins (Arctic Council), var settur á laggirnar sérstakur vinnuhópur um sjófugla, Circumpol- ar Seabird Group (CBird). Hópurinn kemur saman einu sinni á ári til skrafs og ráðagerða og taka fulltrúar 10 þjóðlanda þátt í því starfi. Hlut- verk hópsins er að stuðla að sam- starfi þjóða á norðurslóðum um vernd sjófugla, benda á vandamál er steðja að sjófuglastofnum og koma með tillögur um lausnir. Þær geta m.a. falist í markvissri upplýsinga- öflun, skipulögðum rannsóknum og dreifingu upplýsinga eða ábend- inga. Samstarfshópurinn hefur bent á að dauðsföll sjófugla í veiðarfær- um sé vemlegt umhverfisvandamál í öllum löndunum, í raun um allan heim. I þessu greinarkorni er dregin saman vitneskja um fugladauða í veiðarfærum hér við land. Að nokkm er byggt á yfirliti sem tekið var saman vegna CAFF-samstarfsins (Ævar Petersen 1998a). Einnig er skoðað hvernig þessi mál líta út í al- þjóðlegu samhengi. Að lokum er at- hygli vakin á því að nauðsynlegt er að kanna fugladauða í veiðarfæmm mun skipulegar en gert hefur verið hingað til og lagðar fram tillögur um leiðir til frekari þekkingaröflunar. Hvaða gagnasöfn eru TIL? Hér á landi hafa verið framkvæmd- ar fjórar kannanir á fugladauða í veiðarfæmm í sjó og áhrifum á við- komandi fuglastofna. Tvær þeirra fjölluðu um teistu Cepphus grylle en tvær um æðarfugl Somateria moll- issima. Allar beindust þær að einu veiðarfæri, þ.e. grásleppunetum. Sumar náðu aðeins til lítils hluta af 52 Náttúrufræðingurinn 71 (1-2), bls. 52-61, 2002 hafsvæði íslands og þær gefa því ekki heildaryfirlit yfir það vandamál sem fugladauði í veiðarfæmm er. Rétt er að nefna hér fyrstu könnun- ina sem fram fór á fugladauða í veið- arfæmm en það var í silungsnetum í Mývatni (Arnþór Garðarsson 1961). Arið 1977 mat höfundur áhrif grá- sleppuneta á varpstofn teistu í Flatey á Breiðafirði (Ævar Petersen 1981). Önnur könnun fór fram árið 1984 að tilhlutan Náttúmfræðistofnunar ís- lands og var einkum beint að æðar- fugli, þótt upplýsingum um aðra fugla hafi einnig verið haldið til haga (Ævar Petersen og Jón Guðmunds- son, í handriti). Sú þriðja var fram- kvæmd af Hafrannsóknastofnun- inni 1987 og 1991 og tók til æðar- fugls (Vilhjálmur Þorsteinsson og Guðrún Marteinsdóttir 1992). I fjórðu könnuninni var á ný fjallað um teistu í Flatey og að þessu sinni notast við gögn frá tímabilinu 1974- 1995 (Frederiksen og Ævar Petersen 1999). Fleiri gagnasöfn em til hérlendis sem unnt er að nota til þess að skoða fugladauða í veiðarfæmm, þótt ekk- ert þeirra gefi heildarmynd af vandamálinu. Þannig er á Náttúm- fræðistofnun Islands safnað upplýs- ingum um atvik þegar merktir fugl- ar endurheimtast. Gögnin má nota til að skoða hvaða fuglategundir lenda í veiðarfæmm, um hvaða teg- und veiðarfæra er að ræða og hlut- fallslega tíðni einstakra tegunda. Gögnin má einnig nýta til þess að skoða hvar við landið fuglum er hættast við að lenda í veiðarfæmm og á hvaða árstíma. Upplýsingar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.