Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 59

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 59
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags gefa tilefni til. Hvernig svo sem könnun af þessu tagi er framkvæmd í smáatriðum er brýnt að skoða upp- lýsingar urn veiðiálag eftir hafsvæð- um og árstíma með hliðsjón af teg- undum veiðarfæra. Til að fylgja eftir ofangreindum markmiðum er lagt til að eftirfarandi verkefni verði unnin. Tillögurnar eru lagðar fram með hliðsjón af þeirri þekkingu sem fyrir liggur á vandamálinu. Verkefnum er skipt upp eftir fuglategundum, hverskon- ar veiðarfæri eiga í hlut og við hvaða aðstæður veiðar fara fram, enda er nauðsynlegt að skipta viðfangsefn- inu í viðráðanlega áfanga. Einnig þarf að átta sig á að kannanir þurfa að vera misnákvæmar til þess að fá fram svör við mismunandi spurn- ingum. Eins og áður segir er lögð áhersla á almenna yfirlitskönnun í upphafi. Oðrum verkefnum er ekki raðað í neina sérstaka forgangsröð. Almenn yfirlitskönnun. Slík könnun miðar að því að fá al- mennt yfirlit yfir fuglategundir sem drepast í veiðarfærum, hlut- fallslega tíðni þeirra, dreifingu við landið og yfir árið. Athugan- ir geta verið í tveimur hlutum, þ.e. (1) könnun byggð á ákveðnu úrtaki sjómaima (í síma, með út- sendum spumingarlista eða hvort tveggja) og (2) vettvangskönnun á mismunandi árstímum eftir veiðarfærum og veiðislóð. Eðli- legt er að taka tillit til þeirra at- riða um línuveiðar sem FAO leggur áherslu á að sé safnað. Svartfuglar. Hér er um að ræða samheiti yfir þrjár fuglategundir (langvíu, stuttnefju og álku). Svartfuglar eru taldir drepast fugla mest í veiðarfærum, eink- anlega langvía. Meta þarf árleg- an fjölda fugla sem drepst á þennan hátt, hvenær árs dauðs- föll eiga sér stað og hvar við landið. Hlutfall fullorðinna og ókynþroska fugla segir mikið til um áhrif fugladauða á viðkom- andi stofna. Niðurstöður eru bornar saman við stærð og dreif- ingu stofnanna til að fá hug- mynd um áhrif fugladauða af þessum völdum með hliðsjón af niðurstöðum fuglamerkinga um ferðir fugla, en þeir geta bæði verið komnir úr íslenskum fuglabyggðum og erlendis frá. Hvort unnt er að greina úr hvaða varpbyggðum fuglarnir eru ættaðir ræðst af greiningar- hæfni DNA-tækni. Dauðsföll í veiðarfærum geta haft umtals- verð áhrif á einstök sjófugla- vörp, þótt þau séu ekki afger- andi fyrir viðkomandi fugla- stofn í heild. Lómur og himbrimi. Upplýsing- ar úr fuglamerkingum og fugla- safni Náttúrufræðistofnunar Is- lands benda til þess að óvenjumikið af lómum og him- brimum drepist í veiðarfærum. Himbrimi, sem er náskyldur lómi, hefur svipaða lífshætti og líklegt að hann lendi jafnoft í veiðarfærum og lómur, sbr. grein Sigurðar Gunnarssonar (2000) og Válista Náttúrufræði- stofnunar íslands (2000). Stofnar beggja tegunda eru fremur litlir, auk þess sem himbrimi verpur nær hvergi í Evrópu nema hér á landi (Ævar Petersen 1998). ís- lendingar bera því sérstaka ábyrgð á vernd tegundarinnar. Við túlkun niðurstaðna þarf að taka tillit til uppruna fuglanna, aldurs, hvar þeir drepast og á hvaða árstíma. Dtlaskarfur og toppskarfur. Stofnstærð beggja skarfateg- undanna sem verpa hér á landi er nokkur þúsund pör (Arnþór Garðarsson 1979, 1996, 1999). Skarfar eru veiddir nokkuð auk þess að koma í net í talsverðum mæli. Stærð dílaskarfastofnsins hefur sveiflast mikið síðustu áratugi (Arnþór Garðarsson 1996,1999, Ævar Petersen 1993). Ymsar ástæður hafa verið nefnd- ar til sögunnar, þ. á m. grá- sleppuveiðar. Skoða þarf fjölda og aldurssamsetningu fugla sem drepast í netum og meta áhrif á stofnana. Teista. Áhrif grásleppuveiða á teistustofninn hafa verið könnuð í tvígang án þess að unnt hafi ver- ið að sýna fram á að þau væru neikvæð fyrir varpstofninn (Ævar Petersen 1981, Frederiksen og Ævar Petersen 1999). Gildar ástæður eru taldar vera fyrir þeim niðurstöðum og talið líkleg- ast að ónákvæm gögn um um- fang grásleppuveiða séu meginá- stæða þess að ekkert samband fannst við stofnbreytingar. Teistu- stofninn í Hatey á Breiðafirði, þar sem hann er vaktaður, minnkaði sífellt í mörg ár (Ævar Petersen, 2001; í undirbúningi). Hrinda þarf í framkvæmd frekari rann- sóknum á áhrifum grásleppuneta á teistustofninn víðar við landið. Æðarfugl. Efnahagslega er æð- arfugl mikilvægasta fuglateg- undin hér á landi. Tvær kannan- ir á fjölda fugla sem drapst í grásleppunetum bentu ekki til áhrifa á stofninn. Síðustu kann- anir fóru fram 1987 og 1991 (Vil- hjálmur Þorsteinsson og Guðrún Marteinsdóttir 1992) en síðan hafa grásleppuveiðar aukist. Ástæða er til að endurtaka fyrri kannanir til að sjá hvort líkur séu á því að netadauði hafi áhrif á æðarstofninn. Hyggja þarf að staðbundnum áhrifum sem hluta af þessu verkefni, því ein- stök æðarvörp geta orðið íýrir áföllum þótt áhrifin á íslenska æðarstofninn í heild séu hverf- andi. Fýll. Vitað er að fýlar koma tals- vert á króka þegar lína er lögð út. Lagt hefur verið fram gróft mat á fjölda fugla sem drepst á þennan hátt hér við land (Dunn og Steel 2001). Slíkur dauðdagi er kvalafullur jafnvel þótt línu- veiðar hafi ekki afgerandi áhrif á fýlastofninn. Það samræmist ekki íslenskum dýraverndar- lögum að láta slíkt afskipta- laust. Fiskimenn verða auk þess fyrir talsverðum skaða af þess- um sökurn. Reyna þarf aðferðir sem draga úr eða koma í veg 59
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.