Náttúrufræðingurinn

Ukioqatigiit

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 71

Náttúrufræðingurinn - 2002, Qupperneq 71
Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags 5. mynd. Þekkt útbreiðsla silfurhnokka áíslandi (Heimild: Náttúrufræðistofnun Islands 2002). skugga, en þar getur mosinn stundum verið alveg grænn. Stöngullinn er oft dálítið grein- óttur, rauðleitur neðantil, 2-10 mm á hæð. Blöðin eru egglaga, með skýrri miðtaug og mismunandi löngum oddi. Mosinn er einkynja. Baukar eru afar sjaldgæfir á silfur- mosa hér á landi. Þeir eru langegg- laga, aðeins um 1 mm á lengd, rauðbrúnir eða rauðir, með gul- brúnleitum opkransi og sitja á 5-10 mm löngum, rauðum eða rauð- brúnun stilkum (4. mynd). Kynlaus æxlun er ríkjandi hjá silfurhnokka, en hún gerist með ör- smáum, egg- eða kúlulaga æxli- hnöppum eða smágreinum sem vaxa í blaðöxlum og brotna auð- veldlega af og dreifast. Einnig er sjálf mosaplantan brothætt og geta brot af henni því borist á nýja vaxt- arstaði. Dreifingin fer fram með vindi eða með fótum dýra og rnanna. I erlendum mosabókum er teg- undinni oft skipt í tvö afbrigði, var. argenteum og var. lanatum. Það síðarnefnda er með langyddum blöðum og sýnist því mun grárra en hitt, enda talið vaxa á þurrari stöðum. Engin hnokkmosategund líkist silfurhnokka svo mikið að hætta sé á ruglingi, en hins vegar geta fáein- ar tegundir af ættinni (Bryaceae) líkst honum, t.d. Anomobryum julaceum (bjartmosi) og Plagi- obryum zieri (fagurdári). Þeir vaxa í rökum klettum en afar sjaldan á sömu vaxtarstöðum og silfur- hnokkinn. SlLFURHNOKKI Á ÍSLANDl Silfurhnokka er getið í elstu heildar- skrá yfir íslenskar plöntur, Enumer- atio stirpium in Islandia sponte crescentium, sem prentuð var í Núrn- berg 1770, og í öllum síðari plöntu- skrám, enda er hann ein af fáum mosategundum sem auðvelt er að þekkja. August Hesselbo (1918) lýsir útbreiðslu tegundarinnar svo: Algeng. Þó aðeins fundin á lág- lendi, par sem hún er sérstaklega áberandi kringum byggð ból. Vex par á torfveggjum húsanna, í skurðum, og á jarðvegi í nánd við húsin, og sækist yfirleitt eftir vel ábornu und- irlagi. Einnig tíð við sjávarsíðuna, bæði á sendnum jarðvegi og steinum, og sérstaklega er mikið afhenni und- ir fuglabjörgum, t.d. i Vestmanna- eyjum. Síðan hefur silfurhnokka oft verið safnað á miðhálendinu norðanlands, eins og sjá má af meðfylgjandi út- breiðslukorti (5. mynd). Merkilegt er hversu fáir fundarstaðir eru skráðir á Austurlandi. Hesselbo telur hann þó jafnalgengan (með tíðnitöluna 3 af mest 4) í öllum landshlutum. (Hugsanlega stafar þetta af því að mosafræðingar safna sjaldan inni í þorpum eða bæjum.) AÐ lokum Þrennt er það sem Island hefur í ríkum mæli: grjót, vatn og mosi. Allt er það lítils metið af íbúum þess, eins og flest það sem gnótt er af. Þó eru mestu verðmæti lands- ins líklega fólgin í þessu þrennu. Silfurhnokkinn er hógvær og nægjusöm jurt sem lætur lítið yfir sér. Það er engin hætta á að hann troði neinum um tær, enda er hann ein af fáum sambýlisverum mann- sins sem ekki hafa verið ofsóttar og reynt að útrýma. Flestir lifa lík- lega og deyja án þess að taka nokkru sinni eftir honum, enda þótt þeir gangi á honum daglega. Þrátt fyrir það, og kannski einkum vegna þess, er hann allrar virðing- ar verður. HEIMILDIR Aichele, D. & Schwegler, H.W. 1967. Unsere Moos- und Farnpflanzen. 4. Aufl. Stuttgart. 180 bls. Bergþór Jóhannsson 1995. íslenskir mosar (XI). Hnokkmosaætt. Fjölrit Náttúrufræðistofn- unar nr. 27. 162 bls. Hesselbo, Aug. 1918. The Bryophyta of Iceland. The Botany of Iceland, part II, 4. 395-675. Múller, O.F. 1770. Enumeratio stirpium in Is- landia sponte crescentium. Nova Acta. Acad. CLC Nat. Curiosorum, Vol. IV. Smith, A.J.E. 1980. The Moss Flora of Britain & Ireland. Cambridge. 705 bls. Watson, E.V. & Richards, P. 1959. British Mosses and Liverworths. Cambridge. 420 bls. Um höfundinn Helgi Hallgrímsson (f. 1935) er líffræðingur að mennt. Helgi var forstöðu- maður Náttúrugripasafns- ins á Akureyri í aldarfjórð- ung og ritstjóri Týlis - tímarits um náttúrufræði og náttúruvernd - í 15 ár. Hann hefur mest fengist við rannsóknir á íslensk- um sveppum og vatnalífi og ritað bækur um þau efni auk fjölda tímaritsgreina. Helgi er bú- settur á Egilsstöðum og fæst við ritstörf og grúsk. 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Náttúrufræðingurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Náttúrufræðingurinn
https://timarit.is/publication/337

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.