Náttúrufræðingurinn - 2004, Qupperneq 76
Náttúrufræðingurinn
7. mynd. Görnul rafstöð í Tungulæk hjá Stórutungu. - An old poiver station in the
Tungulækur Brook. The brook originates in springs at the border of the Bárðardalur
lava. Ljósm./Photo: ÁH.
Svæðið er í um 430 m hæð yfir sjó.
Lindimar koma upp úr sléttu Ut-
brunahrauninu og ekki verður séð
hvað veldur vatnsuppkomunni á
þessum stað, hvorki em það sjáanleg
þrengsli í hrauninu né lægð í landi.
Sprungukerfi hulið hraununum
gæti valdið þessu. Kinnarhraun
liggur undir Utbrunahrauni þama
og stingur kollinum upp úr því hér
og þar. Lindimar gefa af sér 11-15
m3/s samkvæmt gögnum Vatna-
mælinga Orkustofnunar. Lindahiti
er 4,0- 4,5°C. Smærri lindir (0,3-0,4
m3/s) koma upp suður af Mikley
neðar með ánni. Grunnvatnið sem
kemur fram í Suðurárbotnum er
líklega að stofni til úrkoma sem
fellur á svæðið við norðanverð
Dyngjufjöll en sumt af því gæti verið
komið allt sunnan frá Vatnajökli.
Ain fellur um Utbrunahraun vestan
Svartárvatns og til Bárðardals og
sameinast þar Svartá (6. mynd).
Lindasvæði er við austanvert
Svartárvatn og framhald þess í
hrauninu niður með Svartá, suður og
suðvestur af Svartárkoh. Flatarmál
þess er um 2 km3. Afrennsli vatnsins
er 3-4 m3/s en þar við bætist á að
giska 1 m3/s niður með ánni.
Auk þessara linda kemur Kráká
upp í Krákárbotnum og Drápslækur
í lindum austur af Svartárvatni. Allt
þetta vatn kemur úr Utbrunahrauni.
Lindir koma einnig upp í Bárðar-
dalshrauni en þær eru allar mun
smærri en lindirnar í Útbruna-
hrauni. Við Aldeyjarfoss eru all-
miklar lindir bæði í gljúfrinu við
fossinn sjálfan og í Gilinu, sem er
gamalt gljúfur sem áin hefur grafið í
hraunið áður en hún hafði lokið við
að móta gljúfrið við Aldeyjarfoss.
Ekki hefur verið lagt nákvæmt mat á
stærð þessara linda, enda torvelt þar
sem eitthvað af vatninu kemur fram
undir vatnsborði fljótsins, þó eru
þama á ferð 0,5-1 m3/s. Lindahiti er
3,5-4,0°C.
Bæjarlækurinn á Stórutungu
(Tungulækur) er fallegur lækur sem
kemur úr lindum við hraunjaðarinn
irrn af bænum og fellur í fossun
niður með bæjarhlaðinu. Þar em í
honum tvær rafstöðvar, hvor upp af
annarri. Sú eldri er frá 1927, smíðuð
af Bjarna frá Hólmi, 12 kW (7.
mynd). Hin stöðin er ögn neðar í
læknum en hana lét Aðalsteinn
bóndi í Stómtungu gera 1958,12 kW.
Rennsli hans er 0,4-0,5 m3/s
samkvæmt gögnum Vatnamælinga
Orkustofnunar. Lækurinn fellur
síðan niður með jaðri Bárðardals-
hrauns og í Skjálfandafljót.
8. mynd. Itnyndað þversnið yfir hraunin við Ullarfoss í Svartá. - Visionary cross section in the lavas near Ullarfoss in Svartá river.
162